31.7.2007 | 05:41
Vesturfararnir II
Það er ekki hægt að neita því að það hefur farið nokkuð fyrir Íslenskum fyrirtækjum í Kanada á undanförnum misserum.
Bæði Landsbankinn og Glitnir eru með starfsemi hér (austurströndin og Winnipeg), Eimskip keypti fyrir nokkru Atlas Cold Storage og er nú að bæta við sig öðru kælifyrirtæki, Versacold.
Icelandair er stuttu búið að tilkynna um stóraukið flug til Kanada frá og með næsta vori, í það minnsta 5 til 7 flug á viku til Toronto og verið að athuga með fleiri staði.
Og eins og sjá má á meðfylgjandi frétt eru Íslendingar að taka þátt í þróun jarðvarmanýtingar hér (sem og í Kalíforníu).
Áður hafa Íslensk fyrirtæki starfað hér í fiski og plastframleiðslu og ekki má gleyma Rúmfatalagernum, sem hefur starfað hér (rekinn frá Íslandi) undir nafninu Jysk. Sjálfsagt eru einhverjir fleiri hér sem ég þekki ekki til.
En ég held að það sé sérstakt ánægjuefni að Íslendingar séu að fjárfesta í jarðvarmafyrirtækjum hér (sem og víðar í heiminum), enda ekki vanþörf á því að nýta þessa auðlind, þekking Íslendinga getur komið hér að góðum notum og það er ekki nokkur spurning að þörf fyrir "græna" orku er gríðarleg hér í Kanada sem annars staðar.
En það vakti nokkra athygli mína hve mismunandi þær eru, fréttin sem þessi færsla er tengd við (og er skrifuð 30. júli) og fréttatilkynningin sem Geopower sendir frá sér (og er birt á föstudaginn 27. júli.).
Í fréttatilkynningunni kemur fram að Geysir sé að kaupa 20. milljón hluti og Glitnir 5. milljón og síðan er reyndar talað um "warranta" til viðbótar.
Heildarverðmæti þessara 25. milljón hluta er 6,250,000 CAD (CAD .25 á hlut) sem er ca. 362,500,000 ef miðað er við að dollarinn sé 58 krónur. Hlutur Geysis af þeirri upphæði væri þá ca. 290. milljónir.
Í fréttinni er hins vegar talað um 40. milljón hluti og að verðmætið sé um 600 milljónir ISK.
Ég velti því óneitanlega fyrir mér hvort að búið sé að taka "warrantana" með í frétt mbl.is, eða hvort eitthvað hafi breyst yfir helgina og kaupin verið stækkuð.
Ef ég er eitthvað að misskilja þetta, væri ég að sjálfsögðu glaður ef einhver útskýrði þetta í athugasemdum.
Geysir Green kaupir 20% í kanadísku jarðhitafyrirtæki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti | Aukaflokkar: Bloggar, Fjölmiðlar, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:47 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.