31.7.2007 | 04:29
Eigum við ekki að viðurkenna þá?
Á Íslandi hefur nokkuð verið rætt um "viðurkenningar" á stjórnum á undanförnum vikum. Það má auðvitað segja að sjálfsákvörðunaréttur eigi að vera í heiðri hafður og frelsi til að velja sér stjórnendur.
En á Taiwan búa u.þ.b. 23 milljónir manna, með reglulegu millibili eru haldnar í landinu kosningar, stjórnarskipti fara friðsamlega fram (það sama er ekki alltaf hægt að segja um umræður í þinginu). Landið ógnar ekki nágrönnum sínum, hefur ekki staðið fyrir árásum eða hryðjuverkum eða farið með obeldi gegn neinni þjóð eða ríki. Efnahagurinn stendur í blóma og hefur vaxið jafnt og þétt frá stofnun ríkisins.
Samt er þetta ríki ekki viðurkennt nema af svo fáum ríkjum að líklega er hægt að telja þau á fingrunum. Sameinu þjóðirnar hafa hunsað Taiwan frá því snemma á 8. áratug síðustu aldar og hafa neitað þeim um svo mikið sem áheyrnarfulltrúa.
Samt er þetta að ég best veit, fyrsta og eina lýðræðisríkið sem Kínversk þjóð hefur staðið fyrir.
Ekki man ég heldur eftir neinum Íslenskum stjórnmálaflokki sem hefur barist fyrir því að Íslendingar viðurkenndu Taiwan.
Eiga Taiwanar ekki skilið að taka þátt í "alþjóðasamfélaginu"? Eiga þeir ekki rétt á því að kjósa sér þá stjórnendur sem þeim líst best á? Er þeirra sjálfsákvörðunarréttur minna virði en annarra þjóða?
Persónulega finnst mér meðferð "alþjóðasamfélagsins" og Sameinuðu þjóðanna á Taiwan til helberrar skammar og í raun sýnir sú meðferð hve hol og innantóm samtök SÞ eru.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.