Það er sitthvað Jón eða ayatollah Jón, líka á internetinu.

Nokkuð hefur verið fjallað um blog Íransforseta í fjölmiðlum nú nýverið.  En hann er langt í frá eini bloggarinn í Íran.  Þó má líklega reikna með að hann njóti meira frelsis við blogskrif sín en margir aðrir íranir.

Það má því snúa út úr gömlu íslensku máltæki og segja, það er sitthvað Jón, eða ayatollah Jón.  En þetta er langt í frá einsdæmi í veröldinni.  Víða reyna alræðisstjórnir að hefta aðgang þegna sinna að upplýsingum, enda byggir vald þeirra oftar en ekki, að hluta til á fáfræði almennings. 

Hvað þekktustu dæmin eru líklega Kína og Kúba, en mörg fleiri mætti nefna.

Hér tengi ég á fréttir úr Globe and mail, fyrst þá sem segir frá bloggi Íransforseta, og svo þá sem segir frá raunum og hlutskipti almennra borgara.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband