14.8.2006 | 16:54
Ekki "sleggja", heldur "hamar"?
Það eykst spennan og stemningin fyrir flokksþing Framsóknarflokksins. Nú eru komnir fram 3. formannskandídatar, 2. vilja vera varaformenn og 3. vilja vera ritarar.
Fékk tölvupóst fyrir stundu frá góðum kunningja mínum. Honum fannst lítið leggjast fyrir Kristinn, að vera að fara í "slag" við einhverja "smástráka" eins og hann orðaði það í tölvupóstinum. Sagði að líkega yrði að "downgrada" viðurnefni Kristins. "Sleggja" væri ekki notuð í svona slag, þar þyrfti bara "hamar" og því rétt að það yrði viðurnefni Kristins í framtíðinni.
En vissulega er Kristni nokkur vorkunn, hann gat varla sóst eftir nokkru öðru embætti, þá hefði hann aðeins tekið atkvæði frá þeim Siv eða Guðna, og það er líklega það sem hann vill síst.
En þetta er auðvitað viss mæling á því hver raunverulegur styrkur Kristins er, nokkuð sem hefur ekki verið mælt, ja ekki nýlega, en menn tala gjarna fjálglega um. Það er því nokkuð ljóst að ef Kristinn hefur ekki "slaginn" er það nokkuð áfall fyrir hann og hans pólítísku framtíð.
Ég hef ekki fengið margar fréttir af undirbúningi í félögunum "heima í héraði", en þó mun víst víða hafa verið minni barátta um sæti, en menn áttu von á, sumpart líklega út af sumarfríum.
Það verður fróðlegt að sjá hver niðurstaðan verður, en mín persónulega spá (sem er þó í sjálfu sér ekki mikils virði, eða byggð á vísindalegum rannsóknum) er að Jón, Jónína og Birkir Jón, nái kosningu.
Mikið um jón í því.
Ég hef tekið eftir því að þeir sem tjá sig um málefni Framsóknar, af vinstri vængnum, virðast flestir vilja fá Siv/Guðna til forystu, Staksteinar Morgunblaðsins virðast svo eitthvað fara í taugarnar á Kristni Gunnarssyni , eins og lesa mátti í frétt mbl.is.
Persónulega finnst mér þetta óþarfa taugatitringur í Kristni, það er ekkert óeðlilegt að pólítískur dálkur eins og Staksteinar, láti í ljós skoðanir, ekkert við það að athuga.
En það verður spennandi að sjá hvaða stjórnendur framsóknarmenn velja sér, nú er bara að bíða.
Kristinn H. Gunnarsson býður sig fram í embætti ritara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:37 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.