14.7.2007 | 18:43
On The Road Again
Skutlaðist til Montreal á fimmtudaginn, fram og til baka sama daginn, ríflega 1100 km. Þetta var 11/11 ferð, það er að segja tók akkúrat 12 tíma, þar af ríflega 10 á keyrslu.
En með þessari ferð lauk veru mömmu/ömmu í Kanada. Foringinn var ekki alls kostar ánægður, en þegar ég kom heim hafði hann hreiðrað um sig í "ömmurúmi" og svaf þar svefni hinna réttlátu, rétt eins og hann hafði gert svo oft á meðan hún var hér.
En frænkur hans eru hér ennþá þannig að það dró verulega úr sársaukanum.
En ferðin til Montreal var tíðindalítil, en seinkun var á brottförinni þó, ca. 1 og 1/2 tíma. Það hefur því verið seinkun bæði við komu og brottför hjá mömmu, spurning hvort að það er regla frekar en undantekning í Montreal fluginu?
Hitti nokkra Íslendinga á flugvellinum, allir báru Kanada vel söguna, sérstaklega þó verslununum hér, enda líklega ekki erfitt að kæta ferðalanga frá "dýrasta" landi heims.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.