25.6.2007 | 01:08
Kirsuber
Netin voru tekin niður að Bjórá í dag. Kirsuberjatréð afhjúpað að nýju. Baráttunni er lokið og uppskeran í húsi.
Undanfarna daga hefur baráttan verið í hámarki. Íkornar hafa sótt hart að netunum og jafnvel fundið á þeim glufur sem rumpað hefur verið saman jafn óðum og þær uppgötvast. Fuglar himins hafa sömuleiðis gert tilkall til hluta af uppskerunni. Síðastliðna nótt bætist svo svangur þvottabjörn í hóp þeirra sem ætluðu sér af fitna af kirsuberjum.
Því var ákveðið að nú væri þetta orðið gott og berin klippt af trénu og borin í hús. Líklega hefðu þau batnað við að vera einn eða tvo daga til viðbótar, en baráttan var orðin það hörð að það þótti ekki borga sig að bíða. Öll voru þau líka klippt af með stönglinum, en mér fróðari menn segja að það sé algert skilyrði til að berin haldi áfram að þroskast, en það eiga þau víst að geta í nokkra daga, efti að þau koma af trénu.
En þetta eina tré gaf af sér fjögur og hálft kíló af berjum, þannig að það var ekki til einskis barist. Líklega höfum við þó "gefið" með okkur allt að kíló, en auðvitað verða allir að fá eitthvað.
Foringinn var hrifinn af kirsuberjunum og heimasætunni fannst þessir rauðu "boltar" líka áhugaverðir.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 03:26 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.