Rétt og rangt eða rangt og rangt?

Égefast ekkert um að úrskurður siðanefndar Blaðamannafélagsins sé réttur, enda þekkja nefndarmenn ábyggilega þau lög sem lögð eru til grundvallar, mun betur en ég.

En það má ekki rugla því saman að þó að siðanefndin telji umfjöllunina ámælisverða, er það enginn dómur á málið sjálft, enda Blaðamannafélagið ekki umsagnaraðili þar um.  Það að umfjöllunin sé ámælisverð, segir ekkert um það hvort að eðlilega hafi verið staðið að málum varðandi veitingu ríkisborgarétts til handa tengdadóttur Jónínu.

Ég sagði í pistli hér í maí, að ég væri ekki trúaður á tilviljanir, ekki hvað varðaði veitingu umrædds ríkisborgaréttar, eða því hvernig og hvenær þetta mál komst í hámæli.

Sú skoðun mín hefur ekkert breyst.

En rétt eins og ég sagði þá, þá liggur ábyrgðin í þessu máli hjá þáverandi þingmönnum, það voru jú þeir sem samþykktu títtnefndan ríkisborgararétt.  Enginn þeirra sagði nei.

 


mbl.is Siðareglur brotnar í umfjöllun um tengdadóttur Jónínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband