Indianapolis

Það fór eins og mig grunaði að það yrði á brattan að sækja fyrir okkur Ferrari menn í Indianapolis.  Það er frekar erfitt að sætta sig við það að vera heilum klassa fyrir neðan McLaren.

McLaren bar svo af að undrum sætir, og það segir ef til vill nokkuð um kappaksturinn að mesta spennan var hvort að Alonso næði að fara fram úr Hamilton.  Það var aldrei nein spurning að þeir yrðu í 2. efstu sætunum, nema að kæmi til bilana. 

Talandi um þá tvo, þá er það skondin tilhugsun að nýliðinn Hamilton sé líklegastur til að koma í veg fyrir að Alonso nái að verða heimsmeistari 3. ár í röð.

Eina vísbendingin um að betri tímar gætu verið í vændum var að Raikkonen setti hraðasta hring, en það eitt dugir þó að sjálfsögðu skammt.

Ég verð að vona að Ferrari nái að koma til baka í Frakklandi eftir hálfan mánuð.  Því miður bendir allt til þess að ég verði það upptekin að ég geti ekki séð þann kappakstur, en við sjáum til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband