Til fyrirmyndar

Ég er afar ánægður með þessa framgöngu Steinunnar Valdísar, hún er hreint til fyrirmyndar. 

Ég hef oft minnst á á skoðun mína að stjórnmálamenn eigi að einbeita sér á annað hvort á Alþingi eða í sveitarstjórnum.  Vissulega er ekkert sem bannar að setið sé á báðum stöðum og auðvitað er engin ástæða til að banna það, en mér finnst eðlilegt að stjórnmálamenn sýni það siðferði að sinna aðeins einu starfi í senn.

Skyldu þeir stjórnmálamenn sem sitja bæði á Alþingi og í sveitarstjórnum vilja gefa þá yfirlýsingu að hvort um sig sé aðeins hálft starf?

Eru þeir þeirrar skoðunar að starfsystkin þeirra sem gegna aðeins starfi á öðrum vettvanginum séu ekki í fullri vinnu?

Ef svo er, þá er vissulega ástæða til að líta á launakjör þeirra öðrum augum.


mbl.is Hættir í borgarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband