Vonbrigði

Ég horfði ekki á tímatökurnar í dag, þar sem Íslendingar hér um slóðir fögnuðu fullveldinu í dag, þá kaus ég heldur að eyða tímanum þar.

 Auðvitað blasir það svo við þegar heim er komið að sem Ferrari aðdáandi missti ég ekki af neinu stórkostlegu.  Vissulega höfum við 3ja og 4ja sætið, en það er ekki það sem við viljum sjá.

 Það er nokkuð skondið að sjá að Hamilton hefur tekið annan pólinn í röð og hirt hann "af nefinu" á Alonso.  Það verður fróðlegt að sjá hvernig úr þessu spilast á morgun og hvernig Alonso tekur þessu mótlæti.  Ef Hamilton nær að sigra á morgun, verður eðlilegt að McLaren fari að huga að því hvort ekki sé rétt að leggja þyngri lóð á vogarskálar Hamilton, þar sem það er ekki gott fyrir lið að stigin dreifist of jafnt.

En auðvitað vona ég að Massa nái að skjóta þeim báðum ref fyrir rass og ekki er ég búinn að gefa upp alla von að Raikkonen nái að sýna hvað í honum býr, en það má segja að fyrir hann er ekki eftir neinu að bíða með það.

En ég get ekki sagt að bjartsýnin sé mikil fyrir morgundaginn.


mbl.is Hamilton á ráspól í Indianapolis og Alonso annar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband