27.7.2006 | 13:05
Verðir eru menn verðlaunanna
Það lifir auðvitað enginn á verðlaununum einum saman, en það hlýtur hins vegar að teljast jákvætt þegar eftir fyrirtækjum er tekið, sérstaklega þegar það er fyrir góða og breiða þjónustu.
Það er því rétt að óska þeim Avion mönnum til hamingju, þetta hlýtur að hjálpa þeim í áframhaldandi sókn á erlendum mörkuðum og sýnir einnig að nokkru leyti hverju "íslenska útrásin" getur áorkað og hverju hún er megn að skila.
Það skiptir miklu máli fyrir íslendinga alla að íslenskum fyrirtækjum gangi vel á erlendri grundu, enda kemur sívaxandi hluti gjaldeyristekna íslendinga til af "útrásinni".
Business Britain Magazine velur Avion Group besta alhliða þjónustufyrirtækið á sviði flutninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.