Eru allir á leið í miðbæinn?

Ég hef í sjálfu sér ekkert sterkar skoðanir á staðsetningu Reykjavíkurflugvallar, en hef þó frekar verið því fylgjandi að hann verði fluttur og landið notað til byggingar.  En ég held að innan allra flokka séu skiptar skoðanir um flugvöllinn.

Ýmis rök þeirra sem vilja að hann í Vatnsmýrinni get ég þó skilið.

En það er eitt sem ég hef ekki vitneskju um og þætti gaman að vita hvort að séu til einhverjar kannanir um.

Hvað eru það stórt hlutfall farþega sem fer um Reykjvíkurflugvöll sem fer í eða kemur úr miðbænum eða þaðan af vestar?

Með endurbættri Reykjanesbraut, hverju munar þá til dæmis fyrir þann sem er á leið upp í Breiðholt, Grafarvog, nú eða ég tali ekki um Kópavog eða Hafnarfjörð á því að lenda í Keflavík eða í Vatnsmýrinni?

Gæti verið að á ákveðnum tímum dagsins væri tíminn svipaður?

 


mbl.is Ekki eining innan Samfylkingar um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

Ég bý fyrir norðan, hef oft þurft að fljúga suður vegna vinnunnar og einmitt upp í Grafarvog. Ég er í mesta lagi ca. 15 mín. frá Reykjavíkurflugvelli og upp í Grafarvog.Því næði ég aldrei frá Keflavík, ætli þyrfti ekki að bæta a.m.k. 30mín. við þann tíma.

Ég þekki marga í mínum sporum, sem fljúga mikið suður vegna vinnu. Það eru allir sammála um það að þetta er ekki spurning um að flytja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni eða ekki. Spurningin er hvort halda eigi innanlandsfluginu áfram eða leggja það niður. Það myndi sjálfkrafa leggjast niður með flutningi flugvallar til Keflavíkur. Niðurstaðan:

Landsbyggðarfólk má ekki fljúga til höfuðborgarinnar og það má heldur ekki finna styðstu leið landleiðina, sbr. mótmælaraddir við hugmyndum um Kjalveg.

Brattur, 7.6.2007 kl. 06:57

2 identicon

Sæll Tómas.

Svarið við spurningunni er einfalt.  Það eru flestir á leið til Reykjavíkur.  Ef til vill ekki akkúrat í vesturbæinn en í lang oftast í innan við tuttugu mínútna akstursfjarlægð frá flugvellinum.  Nú er það svo að flugvöllurinn er á "hraðri" leið úr miðbænum á sama hátt og innréttingar Skúla fógeta eru það.  Með öðrum orðum:  Miðbærinn er trúlega kominn suður í Kópavog.

Stór hluti þeirra sem nota flugið eru þeir sem reka erindi á Reykjavíkursvæðinu, fara á fundi eða eiga annað afmarkað erindi.  Þeir fljúga jafnvel suður með morgunvélinni og koma heim síðdegis.  Sam er með þá sem að sunnan koma.  Þeir reka sín erindi á Akureyri, Egilstöðum eða Ísafirði til að ná vélini suður um kvöldið.  Svo eru þó nokkrir sem nota flugið til að leita læknis í Reykjavík, umir reglulega, og þeim þykir gott að lenda nánast á hlaði Landsspítalans.  Og ekki má gleyma sjúkrafluginu.

Svo er það annað.  Það er lengri flugleið til Keflavíkur frá öllum stöðum nema kanske Vestmannaeyjum.  Það munar ekki miklu en þarf að fljúga þá vegalengd (og tíma) báðar leiðir.  Svo eru akstursvegalengdir að og frá flugstöð á Keflavíkurflugvelli lengri en Reykjavík.  Allt telur þetta.

Eitt er enn.  Með bættu vegakerfi keppir það stíft við innanlandsflugið.  Meira að segja héðan að austan.  Þeir sem ætla að vera í nokkra daga í Reykjavík eða nágrenni setjast upp í sinn fjallabíl og keyra suður.  Í það fara tveir dagar, ferðakostnaður er svipaður og talsvert minni ef fleiri en tveir eru saman.  Og svo hefur maður bílinn til að skjótast milli staða í "Stór Reykjavík"

Bretar voru snjallir þegar þeir völdu flugvallarstæði við Faxaflóa.  Reyndar ekki frá herfræðilegu sjónarmiði, þar voru kanarnir snjallari.  En flugvallarstæðið er í einum bestu flugskylyrðum á þessu svæði.  Álftanesið ef til vill betra.

Jóhann Zoëga

Norðfirði.

Jóhann Zoëga (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 10:12

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Bestu þakkir fyrir þessar athugasemdir, það er alltaf gaman að heyra skoðanir manna og auðvitað sérstaklega þeirra sem eru að nota þjónustuna. 

Sjálfur kannast ég vel við frásagnir í stíl við það sem Bjarni segir frá, hef heyrt slíkt í vaxandi mæli.  Menn eru á ákveðnum tímum lengi til og frá Reykjavíkurflugvelli, vegna þess hve umferðin er þung.  Margir tala líka um að þeir séu orðnir gott betur en 15. mín úr eða í vinnu á milli miðbæjar og t.d. Grafarvogs.

Ég get tekið undir að með bættum samgöngum verður minna um innanlandsflug.  Sjálfur fór ég yfirleitt á Yarisnum mínum á milli Akureyrar og Reykjavíkur meðan ég bjó enn á Íslandi.  Það var ódýrara og eins og minnst er á, þá er þægilegt að hafa bíl á áfangastað, bílaleigubílar eru ekki ódýrir á Íslandi.

En ef bættar samgöngur draga enn úr innanlandsflugi, má segja að enn minna mæli með því að taka gott byggingarland undir flugvöll.

En eitt verður líka að vera með í umræðunni (sem ég gleymdi að minnast á í upphafspistlinum), og það er að Reykjvíkurflugvöllur verði hugsanlega fluttur upp á Hólmsheiði eða aðra slíka staðsetningu. 

En ég þykist þess nokkuð viss að það er spurning um hvenær en ekki hvort flugvöllurinn fer úr Vatnsmýrinni, en það er líka spurning hvert hann fer.

Sameining sveitarfélaga á höfðuborgarsvæðinu finnst mér ákaflega athygliverð.  Slík "stórsameining" varð fyrir nokkru hér þar sem ég bý, Toronto og verð ég ekki var við annað heldur en að nokkuð almenn ánægja ríki með það fyrirkomulag.

G. Tómas Gunnarsson, 9.6.2007 kl. 01:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband