23.2.2022 | 21:44
Kanadísku "Neyðarlögin" dregin til baka
Ríkisstjórn Kanada undir forsæti Justin Trudeau tilkynnti nú fyrir skömmu að "Neyðarlögin", sem Kanadíska þingið samþykkti á mánudagskvöld væru dregin til baka.
Þetta vekur eðlilega mikla athygli, enda voru ráðherrar og þingmenn Frjálslynda flokksins þeirrar skoðunar á mánudagskvöld að mikil þörf væri fyrir lögin.
En Öldungadeildin átti enn eftir að staðfesta lögin, og byrjaði að ræða þau í gær (þriðjudag).
En sumir vilja meina að það hafi litið út fyrir að Öldungadeildin myndi fella lögin, því hafi Trudeau ákveðið að taka þau úr gildi, en það er þó algerlega óstaðfest.
En það má búast við frekari fréttum af þessu síðar.
Það er of snemmt að segja um hvernig þetta endar, en einhvern veginn lítur Frjálslyndi flokkurinn skringilega út.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Mannréttindi, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Mótmælin bæld niður, ekki lengur þörf á neyðarlögum. Einfaldara gerist það ekki.
Vagn (IP-tala skráð) 23.2.2022 kl. 22:33
@Vagn, þakka þér fyrir þetta. Það voru engin mótmæli í gangi á mánudagskvöldið þegar Frjálslyndi flokkurinn og Trudeau töldu algerlega nauðsynlegt að framlengja "Neyðarlögin".
Það var engin þörf þá, engin þörf nú, engin þörf á því þegar þau voru "vakin", enda nægar lagaheimdildir til staðar án þeirra.
En nú var komið að Öldungadeildinni að samþykkja þau. Þar voru "senatorar" að spyrja spurninga og krefja um frekari upplýsingar.
Því eru lögin dregin til baka án þess að þannig að ekki kemur til kasta Öldungadeildarinnar.
Það er frekar einfalt.
G. Tómas Gunnarsson, 23.2.2022 kl. 22:40
Þetta er einfaldlega staðfesting þess að lögin stóðust ekki.
Þorsteinn Siglaugsson, 23.2.2022 kl. 23:21
Gott mál
En bíðum við, var þetta þá allur fasisminn? Miðað við það sem hefur verið sagt hérna á blogginu og víðar mátti ætla að neyðarlögin væru bara byrjunin, Trudeau myndi herða á hinum fasísku þumalskrúfum og Kanada yrði næsta Norður-Kórea.
Getur verið að lögin hafi verið numin úr gildi um leið og þeirra var ekki lengur þörf? (Eða mjög fljótlega eftir að það varð ljóst?) Af hverju að ætla að Trudeau sé "að bjarga andlitinu" frekar en einfaldlega að afnema óþörf lög?
En hey, hvers vegna að grípa til augljósustu og einföldustu skýringar?
Því að þetta má snýst auðvitað ekkert um fasisma og herlög og hvað það alltsaman átti að heita heldur einfaldlega það að koma höggum á pólitískan andstæðing.
Kristján G. Arngrímsson, 23.2.2022 kl. 23:34
@Þorsteinn, þakka þér fyrir þetta. Lögin í sjálfu sér standast, enda hafa þau verið lög í nokkra áratugi. En hvort að ástæðurnar fyrir "vakningu" þeirra hafi verið næg er spurningin.
Þingið, sem fór eftir flokkslínum taldi svo á mánudagskvöldið.
En Öldungadeildin átti eftir að gefa sinn stimpil, atkvæðagreiðslu. Hún átti að fara fram í kvöld (miðvikudag) eða á morgun (fimmtudag).
Sumir trúa því að það sé tilviljun að áður en til þeirra atkvæðagreiðslu kom, hafi ríkisstjórn Frjálslynda flokksins ákveðið að draga "vakninguna" til baka.
Ég er ekki einn af þeim.
@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Þegar "Neyðarlögin" voru "vakin" var búið að "hreinsa" öll mótmæli nema í Ottawa. Hver var neyðin?
Þegar "Neyðarlögin" voru samþykkt í þinginu voru engin mótmæli lengur til staðar, hver var nauðsynin?
Þú ef til vill útskýrir hvað hefur breyst síðan á mánudagskvöldið, nema þá að að Öldungadeildin stefndi í atkvæðagreiðslu?
Minnihlutastjórn Frjálslynda flokkins með Trudeau í fararbroddi hefur með kerfisbundnum hætti reynt að sniðganga þingið síðan "kófið" byrjaði.
Þetta var enn eitt skrefið í þeim fasísku tilhneygingum, að sniðganga réttarríkið.
Þú segir að vilji sé til að koma höggi á pólítískan andstæðing, ert þú ekki einfaldlega að verja pólítískan samherja? Með svipaðar pólítískar skoðanir og fasískar tilhneygingar? lol
G. Tómas Gunnarsson, 24.2.2022 kl. 01:49
Tja, það er alls ekki fráleit ályktun að ég sé á sveif með pólitískum samherja. Af einhverjum ástæðum sem ég kann sosum ekki sjálfur skýringar á hef ég alltaf verið einlægur aðdáandi Pierre Trudeau og það hefur eitthvað smitast yfir á soninn. Þótt ég hafi í sjálfu sér lítið fylgst með kanadískum stjórnmálum lengi.
Svo er ég almennt fylgjandi sóttvarnaráðstöfunum, lítill prinsippmaður í pólitík (meira pragmatisti) og alveg laus við að hafa stórt egó - sem betur fer.
Gerir þetta mig að laumufasista? Tja, spyr sá sem ekki veit.
Kristján G. Arngrímsson, 24.2.2022 kl. 07:02
@Kristján, þakka þér fyrir þetta. PET var stórmerkilegur stjórnmálamaður, á sama tíma líklega einn sá besti og sá versti forsætisráðherra í sögu Kanada. Stórmerkilegt málþing var haldið um arfleifð hans fyrir ca. 10 árum síðan.
Hann var að svo mörgu leyti það sem Kanada þarfnaðist á sínum tíma, en að sama skapi tók það áratugi og nokkra forsætisráðherra til endurbyggja efnahag Kanada, svo rækilega var hann skemmdur eftir PET.
Ég er ekki "almennt" fylgjandi sóttvarnaraðgerðum og fyrir mér verða þær að byggja á einhverjum skynsamlegum rökum.
Skyldubólusetning trukkabílstjóra gerir það t.d. ekki að mínu mati, en það er önnur saga. Bólusetningarvottorð gera það ekki heldur, nema að um raunverulega ómæmisgjöf (bólusetningu) sé að ræða.
Rökin fyrir fasisma er oft "hagkvæma" hliðarnar, enda vinna þar allir að "sameiginlegu" markmiði. Heildin skiptir öllu og einstaklingurinn littlu sem engu.
Þú segir að aðdáun þín á PET hafi að einhverju marki færst yfir á jr. Það er í raun líklega megin ástæðan fyrir því að hann er forsætisráðherra. Þess vegna var hann "groomed" til að verða forsætisráðherra um all nokkra hríð, þó hann hefði í raun ekkert verið í pólítík.
En Trudeau nafnið var ennþá "brand" hjá eldra fólkinu og svo mátti ná því yngra með "hip og coolness" og lögleyðingu kannabis.
Sem er líklega með því fáu sem hann hefur gert gott og hans verður minnst fyrir.
G. Tómas Gunnarsson, 24.2.2022 kl. 17:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.