18.2.2022 | 17:29
Blaðamenn máta sig í fórnarlambshlutverkið
Ég, líklega eins og svo margir aðrir, get ekki sagt að ég þekki til þessa máls, þó að ég hafi heyrt mikið af alls kyns sögum tengdu því.
Miðað við það sem ég hef heyrt (óstaðfest) virðist flest benda til þess að afbrot hafi verið framið til þess að ná i gögnin sem fjölmiðlar hafa birt.
Það er í alla staði eðlilegt að viðkomandi blaðamenn séu kallaðir til yfirheyrslu og hafi réttarstöðu sakbornings.
Lögreglan þarf einfaldlega að reyna að varpa ljósi á "aðfangakeðjuna" sem varð til þess að gögnin komust í hendur blaðamanna.
Ég er engin sérfræðingur í lögum, en í mínum huga er eitt að birta gögn sem blaðamanni berast í hendur, annað að stela síma og/eða brjótast inn í hann.
Það skiptir máli hvort að tilviljun réði því að símanum var stolið eða hvort um skipulagðan verknað var að ræða og þá hverjir komu að skipulagningunni.
Það er eðlilegt að lögregla rannsaki málið og yfirheyri þá sem hafa komið nálægt gögnunum, ef rökstuddur grunur er að þeirra hafi verið aflað með ólöglegum hætti.
Það verður engin sjálfkrafa saklaus við það eitt að skrifa fréttir.
Persónlega finnst mér viðhorf Arnars Þórs Ingólfssonar gagnvart kvaðningu lögreglu vera það rétta.
Hann segist engar áhyggjur hafa af komani yfirheyrslu, hann sé ekki of góður til að tala við lögregluna og hann hafi ekki framið neitt afbrot.
En alltof margir vilja teikna upp sviðmynd þar sem blaðamennirnir séu fórnarlömb ofsókna lögreglu.
Telur lögreglu vilja upplýsingar um heimildarmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Mannréttindi | Facebook
Athugasemdir
Ég hef verið að velta þessu máli fyrir mér og tek undir mér þér að þessir fjölmiðlamenn fara alltof mikið í fórnarlambsgírinn. Nógu duglegir eru þeir að draga fólk fram fyrir alþjóð á grundvelli sögusagna og allt að því taka af lífi í beinni útsendingu. Síðan þegar þeir eru beittir sínum eigin meðölum, væla þeir eins og stungnir grísir.
Velti því líka fyrir mér, hvort það sé ekki skylda blaðamanna að kanna hvernig gögn sem þeir fá í hendur, hafi fengist. Ef þú kaupir eitthvað af barnalandsvefnum (heitir hann ekki bland.is?) og það kemur í ljós að keypt vara er þýfi, lít ég svo á að það þurfi að skila því keypta, þó erfitt geti verið að fá endurgreiðslu.
Er nokkur munur á illa fengnum upplýsingum og þýfi? Eiga fjölmiðlamenn ekki að kanna uppruna upplýsinganna og ef í ljós kemur að þær eru fengnar ólöglega, geta þeir samvisku sinnar vegna meðhöndlað þessar upplýsingar eins og þær hefðu dottið af himnum ofan og beint í fangið á þeim?
Theódór Norðkvist, 18.2.2022 kl. 20:18
@Theódór, þakka þér fyrir þetta. Það er ekki ólöglegt að ég tel fyrir blaðamann að birta illa fengið efni. Það er að segja ef það kemur frá þriðja aðila, er t.d. sent til hans eða komið til hans með öðrum leiðum.
Blaðamaðurinn verndar líka heimildamenn þegar hann veit hverjir þeir eru.
Það er sjálfsagt að styðja blaðamenn í slíkum kringumstæðum.
En það að brjótast inn í síma eða tölvur, hvort sem það er gert yfir net eða "físískt" er ólöglegt. Að stela síma er það einnig.
Ég hef ekki hugmyndi um hvort að blaðamenn hafi komið að þjófnaði, innbroti í símtæki, eða að skipulagningu þjófnaðarins. Persónulega þykir mér það ólíklegt, en ekki óhugsandi.
En það er sjálfsagt og eðlilegt að lögregla yfirheyra alla málsaðila, hvernig svo sem þeir tengjast málinu.
Líklega hefur svo lögreglan mikið af upplýsingum sem ekki hafa komið fram.
En þetta er eitt af þeim málum sem verður fróðlegt að fylgjast með og varasamt að fella dóma of snemma og alls ekki á þessu stigi málsins.
G. Tómas Gunnarsson, 18.2.2022 kl. 21:48
Sammála pistli, lítið er hægt að spekulera í þessu máli þar sem svo lítið er komið fram. En ef fram kemur sem sögusagnir benda til að fréttastofa RÚV sé að miðla fréttum út í bæ bæk við tjöldin án þess að greina frá þeim sjálf, þá hlýtur það að vekja upp spurningar um heilindi og tilgang fréttaflutningsins.
Eins má velta fyrir sér af hvaða hvötum mál er blásið svona upp án þess að nokkuð sé komið fram að ráði um efnisatriði, er verið að reyna að hafa áhrif á lögreglu og hvernig hún vinni sitt verk?
Hugsanlega er samsæriskenningin rétt að lögregla sé að reyna að hafa áhrif á blaðamenn að þeir flytji ekki fréttir sem komi við valdamikla aðila sem séu þá með hana í vasanum.
En sé nú eins og mér þykir heldur líklegt að samsæriskenningin sé röng er þá ekki komið upp annað samsæri sem felst í því að lög og reglur megi ekki ná yfir suma í samfélaginu. Þá sem ekki eru þóknanlegir einhverjum öflum?
Tek þó fram að ég er vantrúaður á samsæriskenningar, þykir líklegra að einhver afvegaleidd hjarðmenning með rætur í gömlum sósíalisma ráði för.
Hugsunarháttur þar sem fyrirtæki hljóti að vera glæpsamleg jafnvel þótt annað sannist!
Eins má vera að þáttur nýrra og gamalla sápuópera rugli fólk í ríminu og því finnist það hafa verið að meðtaka fréttir.
T.d. er ein höfuðpersónan í öllu þessu ati gegn Samherja alveg ótrúlega lík Derrik sáluga. Hlýtur þá væntanlega að hafa rétt fyrir sér í einu og öllu, skv. hjarðmenningarhugsunarhættinum!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 18.2.2022 kl. 22:35
@Bjarni Gunnlaugur, þakka þér fyrir þetta. Ég held að flestir geri sér grein fyrir því að það mun ekki virka á blaðamenn að lögregla "harrasseri" þá oggulítið.
Það mun frekar efla þá til dáða. Ég gef ekki mikið fyrir slíkar samsæriskenningar.
Hitt er svo, að ef til vill má segja að nú standi yfir "stríð" um almenningsálit og með því se hægt að setja "þrýsting" á lögreglu og dómstóla.
Þar standa fjölmiðlar óneitanlega betur að vígi en lögreglan.
G. Tómas Gunnarsson, 18.2.2022 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.