Gott frumvarp

Það kemur stundum þægilega á óvart hvaðan gott kemur og þetta frumvarp frá Viðreisn er ágætt. Þó ég sé ekki 100% sammála því, myndi ég líklega styðja það (eða leggja fram breytingartillögu ef ég sæti á þingi).

Frumvarpi er að mínu mati gott, en gengur ekki nógu langt.

Engar reglugerðir um sóttvarnir ættu að gilda nema í skamman tíma, án samþykkis þingsins.

Það er engin ástæða til að bíða í þrjá mánuði.

Reglugerðir heilbrigðisráðherra ættu að sjálfsögðu að taka gildi jafnharðan og þær eru gefnar út.

Rétt væri að gefa ráðherranum viku til 10 daga til að fá samþykki þingsins, ella féllu reglurgerðirnar sjálfkrafa niður.

Lýðræðisríkjum á ekki að stjórna með "tilskipunum".  Á Íslandi á að ríkja þingbundin stjórn.

Einræðis- tilskipana og reglugerðarfár hefur verið alltof ríkjandi í heiminum í faraldrinum.

Margar ríkisstjórnir hafa vísvitandi reynt að sniðganga þing viðkomandi landa.

Það er mál að linni.

Þetta frumvarp er gott skref í rétta átt, þó heldur lengra megi ganga.

Það er hættuleg braut þegar ýmsir vilja gera lítið úr því að traustur lagagrunnur þurfi að vera undir sóttvarnaraðgerðum.


mbl.is Leggja til breytingu á sóttvarnalögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Hvað svo sem segja má um þetta frumvarp held ég að það sé ekki sett fram af heilindum. Þingmenn Viðreisnar vita að þetta mun ekki ganga í gegn og eru því einungis að slá sig til lýðræðisriddara. 

Heitir svona ekki tækifærismennska?

Sjáum til hvernig fer með þetta.

Bara svo það sé á hreinu: ég er ekki með þessu að taka afstöðu til frumvarpsins sjálfs. 

Kristján G. Arngrímsson, 1.2.2022 kl. 09:56

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.  Ekki ætla ég að fullyrða neitt um heilindi Viðreisnarfólks, hvorki í þessu máli né öðrum.

En hitt er að ef aðeins væru lögð fram frumvörp þar sem yfirgnæfandi líkur væri á að verði samþykkt, myndi frumvörpum fækka verulega.

Eins og alþekkt er koma mörg þeirra aldrei til atkvæðagreiðslu, heldur daga uppi hér og þar.

Það þýðir ekki að að það borgi síg ekki oft að leggja þau fram.  Þau skapa umræðu (eins og hér), vekja athygli á málinu (og þeim sem leggja fram frumvarpið, lol) og "ganga jafnvel aftur" að hluta til í tillögum stjórnarflokka síðar meir.

Slíkt hefur margoft gerst og er alls ekki nýlunda.

Reyndar er að ég held að verða all nokkur viðsnúningur í umræðunni víða um lönd og æ fleiri að átta sig á því að þörf er á breytingum, bæði í aðgerðum gegn Covid og ekki síður í umræðunni sjálfri og að mismunandi skoðanir þurfi að heyrst.

Kannski er það óskhyggja í mér, en ég held að omicron hafi breytt stöðunni.

Ef til vill er anagramið af omicron dulítið lýsandi fyrir það ástand sem hefur ríkt, lol.

G. Tómas Gunnarsson, 1.2.2022 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband