30.7.2021 | 11:59
Kímnigáfa gegn ofsóknum og alræði
Það ætti enginn að vanmeta kímnigáfu eða húmor. Jafnvel við verstu aðstæður reyna einstaklingar að nota kímnigáfuna til að brosat og gera kringumstæðurnar örlítið þolanlegri.
Jafnvel í útrýmingarbúðum þróaðist húmor, gjarna kolsvartur.
Í sósíalískum löndum hefur oft hárbeittur húmor þróast sem oftar en ekki hefur beinst að stjórnvöldum.
Á seinni hluta Bresnef tímabilsins gekk t.d. þessi brandari manna á meðal (þó að hann gæti líklega haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, sagður röngum aðilum..)
Bresnef og Andropov (sem þá var yfirmaður KGB og seinna æðstráðandi Sovétríkjanna) fóru saman á veitingastað.
Þeir skoðuðu matseðlana af mikilli ákefð.
Loks sagði Andropov: Ég ætla að fá steik.
Þjónnin skrifaði það samviskusamlega niður og sagði svo: Og grænmetið?
Andropov svaraði um hæl: Hann ætlar líka að fá steik.
(Seinna meir var þessi brandari svo endurunninn, um þá félaga Putin og Medvedev).
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Grín og glens | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.