Svipmynd úr súpermarkaði

Það er svolítið sérstakt að ganga inn í súpermarkað þar sem allir eru með grímur og öllum er skipað að halda sig í skikkanlegri fjarlægð frá hver öðrum.

En svo kemur sumarið til skjalanna og hópur fólks stendur í miðjum súpermarkaðnum og handfjatlar vatnsmelónur af miklum ákafa, í leit að þeirri bestu og stærstu, því þær kosta það sama óháð stærð eða þyngd.

Allir eru ábúðarmiklir með grímu fyrir andlitinu og strjúka melónum og banka í þær.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband