10.6.2021 | 02:08
Þeir sem bera saman epli og appelsínur, finna gjarna ranga niðurstöðu
Það er gömul saga og ný að auðugustu menn veraldar eru sakaðir um að greiða lágt hlutfall af tekjum sínum í skatta.
Í ajálfu sér ætla ég ekki að mótmæla því, enda ráða þeir gjarna til sín einhverja af "greindustu" einstaklingum jarðarinnar (og alls ekki tekjulága og líklega ætti frekar að segja hóp af þeim) til að sjá um skattframtölin sín og notfæra sér allar þær "holur" sem stjórnmálamenn hafa í skattkerfi hinna ýmsu landa.
Skattalög Bandaríkjanna eru til dæmis lengri lesning en bíblían eða allar bækurnar um Harry Potter. En í sjálfu sér er ekki nóg að kunna skil á því, heldur koma til alls kyns dómafordæmi og svo framvegis.
"Góður hópur" af skattalögfræðingum þarf því að "kunna skil" á u.þ.b. 70.000 blaðsíðum er sagt.
Hvers vegna?
Ekki ætla ég að fullyrða um að hvað miklu leyti má færa þetta yfir á önnur lönd, en eins og lesa má um í fréttum, er mikið traust sett á þá sem telja fram, eins og t.d. meðlimir hljómsveitarinnar Sigurósar hafa kynnst.
Hitt er svo að eignir og skattgreiðslur eru í sjálfu sér óskyldir hlutir, oft á tíðum, en þó ekki alltaf.
Til dæmis er sagt að Jeff Bezos hafi greitt 1.4 milljarða dollara í tekjuskatt af 6.5 milljarða tekjum á árunum 2006 til 2018. Það gerir u.þ.b. 21% skatt, en sjálfsagt hefur hann haft einhverja "frádráttarliði".
En "eignir" hans jukust um 127 milljarða dollar á sama tíma. Og það er einmitt út frá þeirri eigna aukningu sem sumir vilja reikna skattgreiðslur hans.
En hvað er "eign"?
"For instance, Amazon CEO Jeff Bezos paid $1.4 billion in personal federal taxes between 2006 to 2018 on $6.5 billion he reported in income, while his wealth increased by $127 billion during that same period. By ProPublica´s calculation, that reflects a true tax rate of 1.1%."
En er það rökréttur útreikngur?
Ef einhver keypti einbýishús í Reykjavík á 50 milljónir árið 2006 og það var metið á 120 milljónir árið 2018, á það að vera reiknað með þegar skattgreiðslur eru reiknaðar í prósentum?
Ef listaverk sem keypt var árið 2006 á 60.000, er milljón krónu virði í dag, ætti það að reiknast inn í tekjuskattstofn viðkomandi?
Staðreyndin er sú að einbýlishúsið "nýtist" eigendum sínum ekki "meira", listaverkið hangir ennþá á veggnum og veitir ánægju og hlutabréfin í Amazon geta risið eða fallið og eru eign sem skapar ekki meiri tekjur, nema hugsanlega sem arð, sem er þá skattlagður.
Þannig geta t.d. hlutabréf lækkað verulega í verði frá þeim degi sem skila á skattskýrslu, til þess dags sem standa á skil á skattinum, þó að þau hafi aldrei verið seld.
Að öllu þessu sögðu má að sjálfsögðu alltaf deila um hvað skattprósenta á að vera, hvað flókin skattalöggjöf á að vera, á að útrýma undanþágum o.s.frv.
En að skattleggja óinnleystan "bóluhagnað", því ekkert er í hendi þangað til hlutabréf eða aðrar eignir eru seldar, er óráðsplan.
P.S. Þó ekkert sé hægt að fullyrða, má telja líklegt að skattgreiðslum þeirra auðugri hafi verið vísvitandi lekið af ríkisstjórn Joe Biden, enda fátt árangursríkara til að afla stuðnings almennings við stórfelldar skattahækkanir.
Sorglega staðreyndin er sú að líklega munu þeir sem eru mun lægri staddir í "stiganum" vera þeir sem borga, enda hafa þeir síður efni á því að ráða "bestu skattalögfræðingana" o.s.frv.
Þeir eru heldur ekki á þeir sem sitja tugþúsunda dollara málsverði til stuðnings stjórnmálamönnum.
Það verða því ekki þeir á toppnum sem borga, heldur þeir sem standa neðar í stiganum.
Raunbreytingin verður lítil, en lélegir stjórnmálamenn geta stært sig af því að hækka skattprósentuna, en flestar eða allar undanþágurnar verða enn til staðar.
P.S.S. Það er eiginlega hálf sorglegt að sjá mbl.is ýta undir fréttaflutning af þessu tagi.
Greiddu ekki krónu í skatta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 02:57 | Facebook
Athugasemdir
Áttu við að mbl hefði ekki átt að segja þessa frétt? Það hefði nú verið harla undarleg þjónkun við auðjöfra heimsins - að ég ekki segi þöggun.
Eiginlega alveg furðulegt að lesa þig segja að eitthvað hefði átt að láta ósagt.
Kristján G. Arngrímsson, 10.6.2021 kl. 14:35
@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Auðvitað á mbl.is að segja þessa frétt. Persónulega er ég þeirrar skoðunar að flestar ef ekki allar "fréttir" eigi skilið að vera sagðar.
Vissulega eru svo eitthvað skiptar skoðanir um hvað er "fréttnæmt".
En það hefði verið þarft að segja frá því hvernig er staðið að útreikningum.
Að þessi lága skattprósenta sem Bezos er vændur um að borga er reiknuð út frá eignaaukningu.
Þannig er einfaldlega skattgreiðslur ekki reiknaðar. Það má því segja að röngum upplýsingum sé haldið að lesendum, sem gefur fréttinni tengingu við "falsfréttir".
Það að hlutabréf Bezos hafi hækkað í verði segir ekkert til um hvað hann á að greiða í skatt.
G. Tómas Gunnarsson, 10.6.2021 kl. 16:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.