Ég mæli heils hugar með því við alla að hlusta á viðtal Kristjáns Kristjánssonar við Kristrúnu Heimisdóttur á Sprengisandi frá því í morgun.
Þar er fjallað um "stjórnarskrármálið" og hvernig sú umræða hefur endað á villigötum og í raun hálfgerðu öngstræti.
Þar er talað um grein sem Kristrún skrifaði í tímarit lögmanna fyrir skemmstu. Ég hef ekki lesið greinina og ekki áskrifandi af því tímariti, þannig að ég hef ekki lesið greinina.
En viðtalið var gott og Kristrún setti fram mál sitt af skynsemi og yfirvegun.
Það er í raun ótrúlegt að enn skuli vera til stjórnmálaflokkar sem hafa það á meðal sinna helstu mála í komandi kosningum að lögfesta "nýju stjórnarskránna".
Það er eðlilegt að vara við slíkum flokkum.
En viðtalið við Kristrúnu má finna hér.
Að sjálfsögðu er eðlilegt að ræða og gera breytingar á stjórnarskránni, en kollsteypur ber að varast.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Mannréttindi, Fjölmiðlar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.