Kanadískur dómstóll: Íran skaut viljandi niður farþegaþotu

Hæstiréttur Ontario (Ontario Superior Court of Justice), hefur fellt þann dóm að Íran hafi viljandi skotið niður farþegaþotu. Dómstóllinn ákvarðaði árásina hryðjuverk. 

Nú mun 6 manna kviðdómur ákveða hvaða skaðabætur Íranska ríkið skuli greiða fórnarlömbunum.

Málið var höfðað fyrir hönd 4ja fjölskyldna fórnarlamba.

Það er rétt að taka það fram að Íranska ríkið tók ekki til varna í réttarhöldunum, og spurningin hvort að önnur niðurstaða hafi verið möguleg, þegar eingöngu málflutningur sækjenda er á borð borinn?

En ýmsum, jafnt innan Kanada sem utan, þykir þó dómstóllin hafi farið út fyrir lögsögu sína.

En þó að yfirvöld í Íran hafi ekki gripið til varnar fyrir dómstólnum, hafa þau mótmælt dómnum og segja hann til skammar fyrir land sem telji sig réttarríki.

Hvar liggur lögsaga i máli sem þessu?

Það hefur verið rætt um að Kanada hafi áhuga á því að koma málinu fyrir Alþjóða dómstólinn.

Getur það verið rétt leið að sækja mál sem þetta fyrir "lókal" dómstólum og viðkomandi land berjist svo fyrir kyrrsetningu eigna þess lands sem fær á sig dóm, hvar sem til þeirra næst og lönd eru tilbúin til að framfylgja slíkum dómi?

Slíkir dómar gætu haft margvísleg áhrif á alþjóðavettvangi.  Ekki eingöngu hvað varðar "meint hryðjuverk"; ímyndum okkur dóma um ólöglegar fangelsisvistanir og dóma.

Hvernig myndi "alþjóðasamfélagið" vinna úr slíku?

P.S. Það er rétt að taka það fram að í þessu tilfelli efast ég ekki um sekt Íran í málinu, þó að ég hefi ekki séð neitt sem sker úr um hvort að vísvitandi aðgerð hafi verið að ræða eða ekki

En ég er samt hugsi um hvaða leið sé best fallin til þess að ná fram "réttlæti" fyrir fórnarlömbin.

Er að í heimalandi hvers og eins þeirra, eða eru aðrar leiðir vænlegri?

En hér má lesa nokkrar fréttir um málið.

Iran intentionally shot down Flight PS752 in 'an act of terrorism,' Ontario court rules | CBC News

Iran Calls Canada Shameful For Ruling Aircraft Shooting 'Act of Terrorism' (newsweek.com)

Iran owes damages for downing Flight 752: Ontario court - The Globe and Mail

Iran shot down plane full of Canadians intentionally in act of terrorism, Ontario judge rules (msn.com)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband