23.4.2021 | 14:04
Pandórubox Demókrata
Persónulega finnst mér fyrstu mánuðirnir á valdatíma Joe Bidens hafa tekist ágætlega, þó alltaf megi deila um einstaka aðgerðir.
Forsetinn hefur haldið sig nokkuð til hlés, ekki komið mikið fram opinberlega eða haldið marga fundi með fjölmiðlum, en verið iðinn eigi að síður.
En með þessu frumvarpi og vangaveltum um að fjölga í hæstarétti sýna Demókratar að þeir eru ekki að hugsa um að lægja öldurnar ef svo má að orði komast.
Bæði málin eru "pandórubox" sem ég held að færi betur á að væru óopnuð.
Ef stofnað verður til borgríkis í Washington D.C., fara líklega margar aðrar borgir að hugsa um "sín réttindi".
Ég held að 19 borgir í Bandaríkjunum hafi fleiri íbúa en Washington, þar af líklega 5 í Texas einu saman, 4. í Californiu.
Þessar borgir gætu örugglega hugsað sér að hafa 2 öldungardeildarþingmenn hver.
Hins vegar get ég skilið að áhugi sé á því að íbúar Washington kjósi til þings.
Eðlilegasta lausnin á því vandamáli væri líklega að láta borgina tilheyra Maryland. Þaðan var landsvæðið tekið, ef ég hef skilið rétt, því landsvæði sem tekið var frá Virginiu var skilað síðar.
Rökin gegn því að ríkjandi valdhafar fjölgi í Hæstarétti til að ná þar meirihluta eru vonandi flestum augljós.
Slíkt fyrirkomulag leiðir landið í ógöngur, ef slíkt þykir eðlilegt í hvert skipti sem skipt er um valdhafa.
Þar má vissulega ræða hvort að rétt sé að skipa dómara til ákveðins tíma, eða þar til þeir hafa náð ákveðnum aldri.
En það er óskandi að Öldungadeildin svæfi þessi mál.
Frumvarp um 51. ríkið komið til öldungadeildar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Mannréttindi, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.