15.4.2021 | 23:15
Hvernig ættu smit á landamærum að teljast?
Þó að alltaf megi deila um hversu áreiðanlegar talningar og tölulegar upplýsingar sem þessar eru, eru þær þau gagnlegar og gefa vísbendingar sem hægt er að byggja á.
Þó að misjafnlega sé staðið að talningum og skimunum í mismunandi löndum, þá er þetta sannarlega betri en ekkert.
En ég velti því fyrir mér hvernig rökrétt er telja smit sem lönd stöðva á landamærum sínum, rétt eins og gert er á Íslandi.
Ég er eiginlega þeirrar skoðunar að smit á sem eru stöðvuð á landamærum eigi ekki að teljast sem smit í viðkomandi landi.
Ef eitthvað, ættu þau frekar að teljast til landsins sem ferðast er frá.
Þannig eykst hættan af ferðalöngum frá Íslandi ekki við að fjölmargir smitaðir einstaklingar finnist á landamærunum. Í raun má ef til vill segja þvert á móti.
Það að á annan tug smitaðra einstaklinga finnist um borð í skipi sem kemur til hafnar á Íslandi kallar ekki á frekari aðgerðir á Íslandi, eða gerir Íslenskan ferðamann líklegri líklegri til að bera með sér smit til annars lands.
Það er að segja ef smitin uppgötvast strax og viðeigandi ráðstafanir séu gerðar. (Eins og mér skilst að hafi t.d. tekist vel fyrir Austan.).
Ef flugvél er lent á Keflavíkurflugvelli, vegna þess að einn farþegi hennar hefur veikst og er fluttur á spítala, ætti það ekki að skapa neina hættu á Íslandi (ef vel er að málum staðið, sem ég hef fulla trú á) eða í raun að teljast sem Íslenskt smit.
Ég hugsa að Sóttvarnarstofnunar Evrópu færðist nær því að sýna raunverulega stöðu, ef smit væru talinn á þann máta.
Ísland grænt á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Heilbrigðismál, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Mér hefur nú sýnst að þessi landamærasmit teljist ekki með enda alltaf sérstaklega talin. Það flækir kannski málin að í tilviki Íslands eru "landamærin" svo afgerandi en því fer fjarri í Evrópu - sumstaðar amk.
https://en.wikipedia.org/wiki/Baarle-Nassau
Er ekki einmitt líklegt að ein ástæðan fyrir því að Ísland er grænt sé sú að þetta er eyja - meiraðsegja afskekkt. Svipað og með Nýja Sjáland.
Kristján G. Arngrímsson, 16.4.2021 kl. 07:40
@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Ég ætla ekki að "leggja hausinn" undir þetta.
En mér hefur þó oft tíðum sýnst landamærasmit teljast með innanlandssmitum í opinberum tölum.
Þú segir mér þá ef til vill líka hvers vegna "nýgengi smita á landamærum" miðast, rétt eins og hjá innanlandssmitum, við hverja 100.000 íbúa á Íslandi?
Hvers vegna er sá útreikningur notaður? Væri ekki nær að nota til dæmis "á hverja 100.000 farþega"?
En tölfræði er margslunginn og getur verið vandmeðfarin.
En það væri gaman ef einhver getur skorið úr um þetta. Kannski les ls þetta, þar hefur oft leynst vitneskja um heilbrigðismálin, ekki það að ég sé að byggja upp neina pressu.
G. Tómas Gunnarsson, 16.4.2021 kl. 12:26
Held að í samræmdum upplýsingum sé ekki gerður greinarmunur á hvort smit séu greind á landamærum eða annarsstaðar í viðkomandi landi. Því eru landamærasmit oftast talin með í slíkri tölfræði. Þ.e.a.s. þetta var allavega þannig, ég hef ekki rekist á frétt um að það hafi breyst.
ls (IP-tala skráð) 16.4.2021 kl. 22:12
@ls, þakka þér fyrir þetta. Þetta er í samræmi við það sem ég hef haldið og skynjað.
En er það rökrétt? Það er önnur saga, sbr. upprunalegu færsluna.
G. Tómas Gunnarsson, 16.4.2021 kl. 22:16
Kannski ekki rökrétt, en skiljanlegt. Í einhverja skúffu þurfa þessi smit að fara, og það yrði ægilega flókið að fara að elta þau þvert yfir allskonar landamæri.
ls (IP-tala skráð) 16.4.2021 kl. 22:24
@ls, þakka þér fyrir þetta. Skiljanlegt upp að vissu marki, en þó getur slíkt valdið að ef stórir hópar smitaðra einstaklinga (eins og hefur gerst, ef ég hef skilið rétt) kemur til Íslands nokkra daga í röð, skerðir það "ferðaréttindi" Íslendinga erlendis.
Þó virkaði eftirlitið og "hinir smituðu" voru aldrei "lausir" á Íslandi.
G. Tómas Gunnarsson, 16.4.2021 kl. 22:27
Smit utan sóttkvíar (hvort sem sú sóttkví tengist landamærum eða ekki) eru besta vísbendingin um líkur á að smitast, og það er talan sem ræður líkast til mestu um sóttvarnaraðgerðir. Þó skiptir heildarfjöldi smitaðra líka máli vegna álags á spítala.
En ef menn ætla að bera saman stöðu milli landa verður að hafa sem sambærilegastar tölur. Og heildarfjöldinn kemst líkast til næst því að vera nothæfur í slíkt.
ls (IP-tala skráð) 21.4.2021 kl. 21:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.