10.4.2021 | 00:13
Bóluefni og upplýsingaóreiða
Það hefur mikið verið rætt um upplýsingaóreiðu, falsfréttir og annað í þeim dúr upp á síðkastið, líklega sérstaklega á síðasta ári.
Mikið hefur borið á því að aðilum eins og Rússum, Kínverjum og Írönum séu taldir standa á bakvið óreiðuna og ég tel að vissulega hafi svo verið á stundum.
Það er enda gömul saga og ný að ríki reyni noti margvíslegar aðgerðir til að hafa áhrif í öðrum ríkjum bæði í kosningum sem í öðrum málefnum.
Slíkar tilraunir eru langt í frá bundnar við þau þrjú ríki sem nefnd eru hér að ofan.
En hvað varðar bóluefni og umræðu um þau, sérstaklega í Evrópu, geta Rússar sem aðrir hallað sér aftur og látið sér nægja að fylgjast með umræðunni.
Evrópskir leiðtogar, stjórnmálamenn og vísindamenn hafa alfarið tekið að sér að upplýsingaóreiðina og "vitleysis" fréttirnar.
Fyrst mátti t.d. ekki gefa bóluefni Astra/Zeneca þeim sem voru eldri en 65 ára. Svo mátti ekki gefa neinum það.
Svo mátti gefa þeim svo voru eldri en 70. ára bóluefni Aztra/Zeneca, svo mátti gefa það körlum á öðrum aldri, en ýmsir vísindamenn segja þó að það sé áhættunnar virði að þyggja títtnefnt bóluefni.
Hverjum viltu trúa?
Svo eru þeir sem segja að bóluefni gefi ekki 100% vörn (sem er líklega rétt), því sé ekki rétt að gefa þeim sem eru bólusettir neinn forgang.
Þannig að þeir sem eru í lítilli hættu á að smitast hagnast lítið sem ekkert á því að láta bólusetja sig, eða er ég að misskilja útreikningana?
Staðreyndin virðist mér vera sú að forsvarsmenn Evrópusambandsins eru gjörsamlega búnir að klúðra bólusetningarmálunum, og með því að "hengja sig" við "Sambandið" deila Íslensk stjórnvöld klúðrinu.
"Faraldurinn" herjar lang verst á Evópulönd. Þar á eftir i lönd í Ameríku. Það þarf því enginn að undra að lönd í þeim heimsálfum hafi gengi harðast fram í að tryggja sér bóluefni.
Þó virðast lönd innan Evrópusambandsins (og að hluta EES) hafa gert þau mistök að hafa treyst um of á "miðstýrt apparat" "Sambandsins" sem hefur enga reynslu í slíkum efnum, eða er vant að höndla heilbrigðismál.
Sé afrekaskrá Ursulu Von Der Leyen skoðuð í Varnarmálaráðuneyti Þýskalands, þarf fáum að koma á óvart að hún valdi ekki slíku verkefni.
Sú afrekaskrá byggist ekki hvað síst á því að "ráðast" á þá sem bera ábyrð á mistökunum (rétt eins og Aztra/Zeneca) og fría sjálfan sig.
En hitt er svo rétt að velta fyrir sér, að ef allt það sem sagt hefur verið um bóluefni Astra/Zeneca á mismunandi tímum er rétt, það er ef við göngum út frá því að vísindin byggist á viðbótarþekkingu.
Hvers vegna í ósköpunum ætti almenningur að sætta sig við að vera þátttakendur í slíkri tilraun, án þess að vera tilkynnt um slíkt fyrirfram og án þess að samþykkis þátttakenda sé aflað?
Er einhver von um að slíkri spurningu sé svarað?
Forsætisráðherrar fá efni AstraZeneca | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Ef þú lítur nú á snillingana sem stýra þessum málum hér, frekjudallinn í heilbrigðisráðuneytinu, afdankaða embættismanninn sem man aldrei stundinni lengur hvað valt upp úr honum síðast, og millistjórnandann hjá Amgen sem er ekki bara orðinn að faraldursfræðingi heldur lögfræðingi líka, svona upp úr þurru, þá skánar nú ekki upplýsingaóreiðan, heldur er hún orðin svo slæm inni í höfðinu á þeim sjálfum að réttast væri líklega að breyta hinu margfræga sóttvarnafangelsi í vitlausraspítala, pakka liðinu inn í spennitreyju, henda því inn og fleygja lyklinum í klósettið.
Bið þig að afsaka hvað þetta var löng málsgrein.
Þorsteinn Siglaugsson, 10.4.2021 kl. 00:27
@Þorsteinn, þakka þér fyrir þetta. Þó að forseti Íslendinga hafi mælt með því að læsa einstaklinga inni og henda lyklunum, þá get ég ekki tekið undir slíkar refsingar.
Hvort sem talin er hætta á því að einstaklingar brjóti sóttkví, fari með vitleysu eða geri sig seka um raunveruleg afbrot.
En hver er stefnan?
Veit það einhver?
Hver stjórnar upplýsingaflæðinu?
Hvar skyldu opinber stjórnvöld/almannavarnir vera á lista yfir stærstu aðila sem fjölmiðlar hafa tekjur frá?
Langar málsgreinar trufla mig lítið. Innihald sumra þeirra getur gert það getur gert það, en eins og áður er það sem skiptir máli, það sem er sagt/gert, en ekki hvernig það ser sett fram.
G. Tómas Gunnarsson, 10.4.2021 kl. 01:02
"Hverjum viltu trúa?" Það er spurningin. En hvernig er hægt/best að svara henni? Skiptir engu máli hvernig maður svarar henni, þ.e. á hvaða forsendum? Eru öll svör við henni jafn góð, svo fremi sem þau eru valin af einstaklingnum sjálfum af hans eigin, frjálsa vilja?
Hefur "venjulegt fólk" raunverulega forsendur til að meta sjálft og án utanaðkomandi áhrifa hverjum er skynsamlegast að trúa?
Að vísu sýnist mér að í þessari færslu sértu aðallega að nota þessi vandkvæði til að koma höggi á ESB, og gott og vel, en þá áttarðu þig væntanlega á því að það kemur sér vel fyrir þinn málstað að magna upp áhrif upplýsingaóreiðu og falsfrétta. Alveg eins og það kemur sér vel fyrir Rússa.
Eitt enn: herjar ekki faraldurinn verst á Brasilíu núna? Eða eru það falsfréttir?
Kristján G. Arngrímsson, 10.4.2021 kl. 12:53
Og þetta með Úrsúlu Leyen, án þess að ég sé eitthvað sérstaklega að reyna að bera blak af henni, veistu um einhvern stjórnmálamann sem ekki tíðkar að koma sökinni á aðra til að fría sjálfan sig?
Kristján G. Arngrímsson, 10.4.2021 kl. 12:57
@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Það er nú einmitt stóra spurningin eins og bendir réttilega á, hverjum á að trúa, hver hefur trúverðugleika?
Þar sýnist sjálfsagt gjarna ýmsum sitt á hvað.
Ef bóluefni er fyrst bannað fyrir eldri en 55&/65 ára, en síðar eingöngu ætlað eldri en 65/70 ára, eða körlum niður að 30 ára aldri, þá geta það í sjálfu sér allt verið réttar niðurstöður, eða er það ekki?
Bara ný vitneskja komin til staðar.
En bendir það þá til að rannsóknir á verkun bóluefnisins sé ennþá í miðjum klíðum? Væri þá ekki rétt að upplýsa þátttakendur?
Eða er þetta liður í pólítískri baráttu eins og sumir vilja halda fram?
Persónulega hef ég ekki séð meira klúður og "upplýsingaóreiðu" hvað varðar bóluefni en hjá "Sambandinu". Er eitthvað óeðlilegt að það komi fram?
Er þá ekki æskilegt að minnast á "upplýsingaóreiðuna", vegna þess að það gæti magnað hana upp?
Er best að þegja?
Eftir því sem mér skilst er mikill gangur í faraldrinum í Brasilíu, án þess að ég hafi persónulega nokkur tök á því að sannreyna það.
En faraldurinn virðist hafa herjað lang verst á Evrópu, þá er ég að tala um frá upphafi og síðan eins og ég sagðií upphaflegu færsluni á Ameríkur.
Ef skoðað er t.d. dauðsföll/milljón íbúa þá raða Evrópulönd/landsvæði sér á toppinn, USA í 14 sæti og Brasilía í því 16.
Séu tilfelli/milljón íbúa skoðuð, eru US of A í 8 en Brasilía nr. 41.
Rétt að taka það fram að þetta eru ekki tölur úr persónulegri talningu af minni hálfu, heldur styðst ég við https://www.worldometers.info/coronavirus/
sem mér hefur virst ágætlega áreiðanlegir.
Hvað Ursulu varðar virðist það regla fremur en undantekning, enda var ágætis grein um hana í Spiegel í janúar.
https://www.spiegel.de/international/europe/europe-s-vaccine-disaster-commission-president-ursula-von-der-leyen-seeking-to-duck-responsibility-a-1197547d-6219-4438-9d69-b76e64701802
G. Tómas Gunnarsson, 10.4.2021 kl. 13:24
Það er rétt að Evrópulönd hafa mörg hver farið illa út úr þessu. Og verr en Brasilía held ég. Hvað bóluefnin varðar eru ekki öll kurl komin til grafar, ekki síst varðandi öryggi þeirra. Nú virðist til dæmis vera að koma á daginn að áhættan fyrir vissa hópa varðandi AZ sé umtalsvert meiri en áhættan vegna smits af flensunni.
Þorsteinn Siglaugsson, 10.4.2021 kl. 23:54
Spurningin sem þú spyrð í lokin er mikilvæg, en málið flókið.
Ef við gefum okkur að bólusetning sem flestra sé besta leiðin til að vinna bug á faraldrinum þá eru þeir sem víkja sér undan bólusetningu að njóta góðs af því að aðrir gangist undir það sem þeir sjálfir víkja sér undan. Og slíkt væri siðferðilega illverjandi. Þótt það sé áreiðanlega löglegt.
Þetta er að sumu leyti svipað og hernaður. Ímyndum okkur land sem verður fyrir árás óvinar. Stjórnvöld kalla út alla sem vettlingi geta valdið til að verja landið fyrir óvininum. Einn sem vettlingi getur valdið skorast undan, kannski af því að hann segir að óvinurinn sé ekkert hættulegur, og hann fær að komast upp með það að taka ekki þátt í vörnum landsins. Innrásinni er hrundið, allmargir falla en flestir lifa af, þ.á m. sá sem skoraðist undan. Augljóslega hefur hann notið góðs af fórnum sem aðrir færðu en hann neitaði að færa.
Frá hans eigin sjónarhorni er þetta vísast allt í lagi, hann er viss um að hafa haft rétt fyrir sér, óvinurinn var ekki hættulegur, eins og best sést á því hversu léttilega innrásinni var hrundið.
En lógík þessa manns er auðvitað bregluð, eins og allir sjá.
Spurningin er, var "óvinurinn" hættulegur í rauninni? Því verður aldrei hægt að svara endanlega, nær að spyrja: er hægt að skera úr um hvort óvinurinn var í rauninni hættulegur? Svarið er líklega nei.
Önnur spurning er: gengur upp að líkja "baráttunni" við Covid við baráttu við innrásarher?
Það væri kannski fróðlegt að ræða.
Kristján G. Arngrímsson, 11.4.2021 kl. 12:59
Það að líkja covid við innrásarher kann að hljóma vel, en þegar nánar er að gáð er slík samlíking einfaldlega út í hött.
Spurningin um mögulega skyldu til bólusetningar á hins vegar fullan rétt á sér. En til að hægt sé að mæla með slíkri skyldu þurfa tvö skilyrði að vera uppfyllt. Í fyrsta lagi að ávinningurinn af bólusetningunni sé meiri en áhættan. Sé hann það ekki fyrir tiltekna hópa er ekki verjandi að skylda þá til bólusetningar. Hins vegar að hjarðónæmi sé nauðsynlegt. Ef það er ekki nauðsynlegt, til dæmis vegna þess að það nægir að bólusetja tiltekna hópa sem eru í raunverulegri hættu, er bólusetningaskyldan heldur ekki verjandi.
Sumir sjúkdómar eru nægilega hættulegir og nægilega smitandi til að bólusetningaskylda sé sjálfsögð. En af því leiðir ekki að það sama eigi við um alla sjúkdóma.
Þorsteinn Siglaugsson, 11.4.2021 kl. 17:41
En Þorsteinn, þú skrifar beint inn í líkinguna með því að segja eins og maðurinn í sögunni hjá mér að "óvinurinn" sé ekki hættulegur. Þannig að líkingin stendur óhögguð.
Kristján G. Arngrímsson, 11.4.2021 kl. 19:17
@Kristján og Þorsteinn, þakka ykkur fyrir þetta. Lönd og landsvæði í Evrópu raða sér í efstu sætin hvað varðar dauðsföll og tilfelli þegar miðað er við íbúafjölda.
Það að ræða og hamra á heildarfjölda tilfella finnst mér hafa takmarkaðan tilgang.
Hitt er svo að vissulega hefur þungamiðja faraldursins færst til og mismunandi lönd verið á "toppnum" þessa vikuna og hina þegar skemmri tímabil eru mæld.
Þessi "innrásarlíking" er bæði ágæt og slæm ef svo má að orði komast. Eins og í flestum örðum málum eru breyturnar svo margar að þær komast ekki fyrir í söguna, en vissulega getur verið þægilegt að smætta mál og stundum má hafa af því gaman.
Hvað ef einstaklingi lýst betur á ríki innrásarhersins en sín eigin stjórnvöld? Þannig kann t.d. að hafa verið með marga Þjóðverja á tímum seinni heimstyrjaldarinnar. Þannig var það líklega með marga íbúa Sovétríkjanna. Þeir töldu innrásarher alls ekki verri en sín eigin stjórnvöld.
Hvað ef stjórnvöld ætla að senda viðkomandi vopnlausan gegn innrásarhernum, þannig að telja má öruggt að hann láti lífið?
Hvað ef vopn sem ætlast er til að viðkomandi berjist með sé eins líklegt að springa í höndunum á honum eins og ekki? Þannig að líklegt sé að hann láti frekar lífið þannig en af óvinahöndum?
Síðasta dæmið kann t.d. að vera sambærilegt við að þiggja bóluefni AZ, fyrir suma einstaklinga, ef marka má sumar staðhæfingar, en vissulega fer það eftir því hvern viðkomandi metur trúverðugan.
En það er búið að vera í notkun í ca 2 - 3 mánuði. Engin veit um hvað gerist til lengri tíma.
Þó hef ég heyrt vísindamenn, þar á meðal Íslenska fullyrða að í engu hafi verið slakað á kröfum hvað varðar reynsluferli og að bóluefnið sé öruggt, en samt er verið að hafna því víða um lönd.
Það er t.d. eftirtektarvert að FDA hefur ekki gefið því samþykki, vildi fá frekari upplýsingar ef ég hef skilið rétt.
En flest Evrópulönd treysta ekki vísindamönnum FDA til þess að segja til um hvort að óhætt sé að borða kjúkling eða ekki, þannig að sjálfsagt má deila um hvort að þörf sé að taka mark á þeim.
Þannig er ekkert óeðlilegt, eins og Þorsteinn segir, að einstaklingar reikni út eins langt og það er hægt, hvort að það sé betra að vera bólusettur með AZ, að vera óbólusettur. Sjálfsagt mismunandi niðurstöður, enda mismunandi forsendur.
Það vilja margir einblína á það að einstaklingar "fórni" sér fyrir fjöldann.
Er til dæmis til eitthvað sem heitir ásættanleg dauðsföll af völdum bólusetninga, því þannig næst markmiðið?
Hvert væri það þá?
Er nóg að vera aðeins lítillega fyrir neðan það sem telja mætti að létust af sjúkdómnum?
Það er hægt að setja fram fjöldan allan af spurningum, en svörin fara gjarnan eftir sjónarhólnum.
G. Tómas Gunnarsson, 11.4.2021 kl. 22:43
Já, eins og ég nefndi þá er það inni í myndinni að einhverjum þyki "óvinurinn" ekki hættulegur - jafnvel vilja fá hann til valda, sbr. suma Breta á tímum seinna stríðs. En svona á heildina litið eru þeir færri og frá bæjardyrum hinna, sem óttast óvininn, eru þessir menn beinlínis hættulegir. Á stríðstímum voru þetta beinlínis réttdræpir landráðamenn.
Er hugsanlegt að þeir hafi rétt fyrir sér núna í covidinu?
Að sjálfsögðu. Hugmyndir og vilji meirihlutans er aldrei fullnægjandi rök fyrir einhverju. En þetta kemur í ljós eftir á - held að fáir séu núna þeirrar skoðunar að breskir fylgjendur nasista hafi haft "rétt" fyrir sér. Amk. ekki upphátt.
Hvernig er hægt að vita hvort maður á að velja ef 100% rétt svar er ekki í boði?
Flestir velja að fylgja vísindunum, þótt vísindaleg svör séu ekki afgerandi, einfaldlega vegna þess að reynslan hefur sýnt að vísindaleg svör leiði í flestum tilvikum til góðrar niðurstöðu, sbr. þá óteljandi sjúkdóma sem tekist hefur að sigrast á með vísindalegri afstöðu - en t.d. ekki fyrirbænum.
Að benda á að stundum skjátlist vísindamönnum er mjög tæp rök gegn því að fylgja vísindalegu nálguninni. Gæti meiraðsegja flokkast sem þekkt rökvilla:
https://is.wikipedia.org/wiki/R%C3%B6kvilla#A%C3%B0_%C3%A1lykta_%C3%BAt_fr%C3%A1_undantekningunni_(e._converse_accident)
Kristján G. Arngrímsson, 12.4.2021 kl. 11:13
Annað dæmi um að vilja óvininn til valda eru kannski ESB-sinnar á Íslandi. Þeirra rök eru einmitt stundum þau að það væri betra að hafa "evrópsk" stjórnvöld en íslensk því að íslenskt stjórnkerfi sé í grunninn gerspillt.
Kristján G. Arngrímsson, 12.4.2021 kl. 11:15
@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Það eru mörg sjónarhornin og ómögulegt eins og ég sagði áður að setja allt upp í "jöfnu" og reikna út.
Landsmenn eru ekki "einn hópur" o.s.frv.
Nýlega sá ég frétt sem sagði að allt að 40% landgönguliða (Marines) í Bandaríska hernun hefðu afþakkað að vera bólusettir. Ég veit ekkert hvort að þetta sé nákvæmlega rétt, en gefum okkur það um stund.
Þetta eru einstaklingar sem hafa boðið sig fram til að þjóna og verja land sitt.
Kallar þú þá föðurlandssvikara vegna þess að þeir vilja ekki láta bólusetja sig?
Það hefur komið fyrir að ég hef séð "Sambandssinna" kallaða "föðurlandsvikara". Persónulega finnst mér það frekar ómerkilegur málflutningur og óþarfur og hef ekki tamið mér slíkt.
En föðurlands málflutningur kemur upp reglulega og Stalín sá að það virkaði betur að biðja landsmenn að berjast fyrir "Rodina" en kommúnisma.
Það hefur reynst mörgum vel að að bíða eftir frekari rannsóknum/niðurstöðum, jafnvel að fá álit annars staðar frá, hvort sem um er að ræða vísindi eða önnur svið.
Svo er aftur spurning hvort að tími sé til slíks?
G. Tómas Gunnarsson, 12.4.2021 kl. 11:57
Af því að hér að ofan var spurt hverjum maður vilji trúa, þá virðist nokkuð ljóst, svo ekki sé meira sagt, hverjum Íslendingar vilja trúa.
Þórólfi. Sjá: https://www.ruv.is/frett/2021/04/12/80-prosent-vilja-hardari-adgerdir-a-landamaerunum
"97 prósent treysta sóttvarnalækni til að taka ákvarðanir um viðbrögðin og traustið er sambærilegt til embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra."
Kristján G. Arngrímsson, 12.4.2021 kl. 16:42
En ég var auðvitað ekki að segja þá föðurlandssvikara sem ekki vilja láta bólusetjast. Ég er ekki viss um að ég gæti útskýrt hvað myndi teljast föðurlandssvik.
Föðurlandsást og hugmyndin um að verja föðurlandið er vel kunn leið til að eggja menn til bardaga. Vel þekkt er að Þjóðverjar litu margir svo á að það þyrfti að vernda aríska kynstofninn fyrir "menguninn" sem stafaði af gyðingum. Gyðingar voru kallaðir kakkalakkar og fleiri slíkum nöfnum. Það sama átti sér stað í Rúanda 94.
Kristján G. Arngrímsson, 12.4.2021 kl. 18:57
@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Ég er í sjálfu sér ekkert hissa á því að Íslendingar hafi traust á Þórólfi.
Hann er geðþekkur maður með sinn eigin (svo gott sem) daglega sjónvarpsþátt. lol
Hann hefur staðið sig t.d. afskaplega vel að finna úr um hverjir séu best fallnir til að vera sprautaðir með AZ.
Persónulega gat ég ekki skilið þig öðruvísi en að þú væri að ýja að því að þeir sem ekki veldu að vera bólusettir væru að svíkja þjóð sína/föðurland.
Þeir væru að svíkjast um að verja þjóðina/föðurlandið. Umfjöllunn um Breska nazista dró ekki úr þeim skilningi mínum.
Hins vegar tel ég að enginn "haldi með" veirunni og er það enn eitt dæmi um hve samlíkingin er takmörkuð.
G. Tómas Gunnarsson, 13.4.2021 kl. 12:15
Mér finnst svolítið skrítið hvað þú gerir lítið úr trausti Íslendinga á sóttvarnalækni. Ég held að megi ganga út frá því að traustið á honum hefur ekkert með persónu hans að gera heldur einfaldlega það að hann er vísindamaður. Traust á Þórólfi er proxy fyrir traust á vísindalegri nálgun í viðbrögðum við faraldrinum.
Þeir sem efast um gildi þessarar nálgunar, t.d. í ljósi þess að ekki liggur alveg dagljóst fyrir strax hvort öll bóluefni eru örugg og virka, eru einfaldlega few and far between. Alls ekki er þar með sagt að þeir ættu að halda skoðunum sínum útaffyrir sig, en þeir ættu að sýna okkur vísindatrúuðum sömu virðingu og þeir vilja að við sýnum þeim.
Kristján G. Arngrímsson, 13.4.2021 kl. 20:28
Þetta með föðurlandssvikin - eins og ég sagði þá veit ég ekki hvað þyrfti til að ég notaði það orð um einhvern. Líklega er ég ekki mikill föðurlandsvinur sjálfur - enda hálfgerður ESB-sinni!
Kristján G. Arngrímsson, 13.4.2021 kl. 20:30
@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Ég er alls ekki að gera lítið úr trausti því sem Íslendingar hafa á Þórólfi, þó ég hefi reyndar á tilfinningunni að það sé eitthvað ofmetið, en það skiptir ekki meginmáli.
Mér er heldur ekki illa við Þórólf, eða tel hann hafa staðið sig illa eða gert herfileg mistök.
Hvað hann hefur svo afekað er önnur saga.
Telur þú að Ísland sé að koma vel út úr faraldrinum fyrst og fremst vegna Þórólfs? Hefur ekki verið "vísindaleg nálgun" í þeim löndum þar sem faraldurinn hefur verið hvað verstur? Þó hafa verið þar mun harðari aðgerðir en á Íslandi?
Ég sá t.d. haft eftir honum að engin afláttur hafi verið gefin hvað varðar rannsóknir og gæðaprófanir á bóluefnum.
Nú er staðan að helmingur af "samþykktum" bóluefnum eru á "hold". Þó nokkuð mikið af aukaverkunum, eftir því sem mér skylst af hinum tveimur, sérstaklega frá Moderna.
En sem betur fer er það sjaldgæft að það þurfi að innkalla eða banna bóluefni, þó að til þess hafi komið.
Nú er Danir búnir að ákveða að AZ verði ekki notað meir. Bandaríkjamenn hafa aldrei samþykkt það.
En eins og ég sagði áður er Þórólfur geðþekkur maður. Það fyndnasta í þessu öllu er, hálf hjákátlegt en um leið ákaflega Íslenkst að hann fékk svona "celeb status" og um tíma var varla hægt að vera með skemmti- eða spjallþátt nema að Þórólfur kæmi fram.
Líklega verður hann beðinn um að koma fram á árshátíðum og þorrablótum ef hann einhverntíma ákveður að leyfa slíkar samkomur aftur.
Hvað föðurlandssvik varðar er það vissulega flókið fyrirbæri. Var Ukraínumaður sem gekk í lið með Þjóðverjum gegn Sovétríkjunm föðurlandssvikari?
Getur hugsast að Quisling hafi talið að hann væri að gera það sem Noregi væri fyrir bestu? Nú eða Petain í Frakklandi?
Ég er alls ekki að taka afstöðu með þeim tveimur, einfaldlega að benda á að málið er ekki alltaf eins einfalt og oft er talið.
Það sama gildir um "ykkur Sambandssinnana", þó að það þýði ekki að ég sé sammála ykkur.
Það er heldur ekki eins og að einhugur ríki á meðal þeirra sem vilja Ísland áfram fullvalda um hvað sé því fyrir bestu að öðru leyti.
Né heldur einhugur á meðal "Samdbandsinna" víða um lönd, í hvaða átt það eigi að stefna, hvað "Sambandinu" sé fyrir bestu.
G. Tómas Gunnarsson, 14.4.2021 kl. 11:34
Ég er ekki viss um að það hafi endilega verið hin vísindalega nálgun sjálf sem hefur leitt til ágæts árangurs á Íslandi, kannski frekar almennur vilji meðal þjóðarinnar til að hlýða Víði - og vísindunum. Stjórnvöld geta lagt línur en hvað allur almenningur gerir með þær línur er svo annað mál.
Fróðlegt væri að vita af hverju Danir hafa alveg hafnað AZ, er það af því að rannsóknir sýni að það lyf sé hættulegt eða eru þarna pólitíkusar að reyna að hafa almenning góðan og slá á ótta hans? Er ástæðan vísindaleg eða pólitísk?
Varðandi föðurlandssvikarana þá held ég að það segi sig nokk sjálft að þeir upplifa sig ekki sjálfir sem slíka - þeir eru áreiðanlega sannfærðir um réttmæti gjörða sinna og skoðana.
"One man's terrorist is another man's freedom fighter," ekki satt?
Kristján G. Arngrímsson, 14.4.2021 kl. 15:25
Tvennt rifjaðist upp núna með morgunkaffinu: líkurnar á að fá blóðtappa og deyja af völdum bóluefnis Johnson og Johnson (frekar en AZ, man það ekki nákvæmlega) eru minni en líkurnar á að verða lostinn eldingu og deyja, sá ég einhverstaðar. Ef á nú að banna notkun þessa bóluefnis, ætti þá ekki líka að banna fólki að vera utandyra í eldingaveðri?
Hitt var að Trausti Jónsson veðurfræðingur öðlaðist svona celeb-status eins og Þórólfur hefur núna og var einmitt orðinn skemmtikraftur í þorrablótum og eitthvað fleira slíkt. Eins og þú kannski manst var Trausti byltingarkenndur veðurfræðingur því að veðurlýsingar hans í sjónvarpinu voru stundum bráðfyndnar. En hann gafst víst fljótt upp á því að vera veislustjóri á þorrablótum.
Kristján G. Arngrímsson, 15.4.2021 kl. 07:48
@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Ég get ekki sagt um hvers vegna veiran virðist á köflum fara skringilegar leiðir.
Þar sem borgir og svæði eru svo "sambyggð" að ekki má greina hvar ein byrjar og hin endar, er samt gríðarlegur munur á fjölda smittilfella eftir svæðum.
Það á t.d við hér í GTA.
Þó hafa þau svæði þar sem færri tilfelli eru (réttilega að mínu mati) oft verið með mun minni hömlur.
Danir segja að líkurnar á aukaverkunum af AZ sé 1/40.000, og dánarlíkur háar ef aukaverkanirnar koma í ljós. Eins og oft áður koma fram mismunandi upplýsingar.
Mig minnir að fram að þessu séu hins vegar ekki nema 1 tilfelli á hverja milljón af J&J.
Persónulega, ef þú vilt mitt álit er ekkert óeðlilegt að nota þessi bóluefni áfram, að því gefnu að einstklingum sé gert fulljóst hvaða bóluefni það er að fá, að hvaða marki og fyrir hvaða hópa það er talið geta verið hættulegt o.s.frv.
Þetta þarf að gera með ákveðnum fyrirvara og gera ljóst að ákvörðun á hvorn veg sem er hafi engin "eftirköst".
Ég hef til dæmis séð karlmenn sem segjast meira en reiðubúnir til að fá AZ bóluefnið, þar sem fátt bendi til að þeir séu í neinum áhættuhópi.
Svo er aftur spurning um "kokteila", þegar rætt er um að gefa þeim sem hafa fengið fyrri skammtinn af AZ eitthvað annað bóluefni sem seinni skammt.
Ég þekki ekki til hvað varðar rannsóknir á slíku.
En Trausti var einmitt sá sem ég hafði að hluta til í huga þegar ég skrifaði þetta hér að ofan, en það eru fleiri sem Íslendingar hafa "étið" upp til agna með þessum hætti.
G. Tómas Gunnarsson, 15.4.2021 kl. 14:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.