Einhver farsælasta söngsveit 7. áratugarins

Það er ekki ofsögum sagt að The Supremes með Diönu Ross hafi verið einhver farsælasta og vinsælasta söngsveit 7.áratugarins.

Ég segi söngsveit, því þær hvorki sömdu lögin sín, eða spiluðu á hljóðfæri.  En það er hægt að hugsa sér verra hlutskipti en að flytja lög Holland - Dosier - Holland, eða njóta upptökustjórnunar þeirra.

En The Supremes mörkuðu að ýmsu leyti spor sín í tónlistarsöguna og voru á meðal fyrstu sveita svartra sem nutu slíkrar hylli hvítra Bandaríkjamanna að ná á topp vinsældarlista Billboard.

Ef ég man rétt var sveitin fyrst til þess að ná 5. smáskífum í röð á topp Billboard listans.5.

The Supremes kom 12. lögum á toppinn í Bandaríkunum, sem enn þann dag í dag kemur þeim á topp 10, í því tilliti.

En það tók The Supremes ekki nema ár að ná því, sem ekki margir hefa leikið eftir.

En hér á myndbandi er líklega það lag The Supremes (eftir Holland - Dosier - Holland), sem líklega er þekktast á Íslandi, en náði aldrei á toppinn í Bandaríkjunum, og varð ekki sérstaklega vinsælt í Evrópu.

My World Is Empty Without You.  Þá skein sól The Supremes skært, sem og Detroit og Motown.

 

 

 

 


mbl.is Fimm vinsælustu lög The Supremes
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband