5.2.2021 | 00:32
Villandi fyrirsögn hjá mbl.is og guardian.co.uk
Fyrirsögnin á þessari frétt mbl.is er í raun frekar villandi. Þó er í raun ekki við mbl.is að sakast, nema að því leyti að miðillinn treystir fyrirsögn Guardian um of.
Eins og segir í frétt guardian.co.uk, þá er vantraustið í garð bólusetningu mikið hærra Frakklandi, en t.d. Bandaríkjunum og Þýskalandi, þar sem þar er u.þ.b. 25%.
Vantraustið í Frakklandi er næstum 40%
"Nearly four in ten people in France, more than 25% of those in the US and 23% in Germany say they definitely or probably will not get vaccinated against Covid-19, according to a survey that underlines the challenge facing governments."
Hvers vegna Guardian kýs að gera svo lítið úr vantrausti í garð bólusetninga í Frakklandi veit ég ekki, en það er býsna mikill munur á því að vantraustið sé í kringum 25%, eins og það er í Þýskalandi og Bandaríkjunum, og svo aftur næstum 40% vantrausti í Frakklandi.
Önnur spurning er svo af hverju mbl.is kýs að "éta það hrátt" upp eftir vefsíðu Guardian og gengur jafnvel lengra og segir það ekki bara í fyrirsögn, heldur einnig í meginmáli fréttar.
Upplýsingaóreiðina má líklega finna víða.
Hvers vegna tortryggni í garð yfirvalda og bóluefna er svo mikið sterkari í Frakklandi en í öðrum löndum, er síðan verðugt rannsóknarefni.
En sagan er þar líklega vísbending, eins og oft áður.
25% munu líklega ekki þiggja bólusetningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 01:04 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.