Sex skotárásir miðsvæðis í Reykjavík?

Það að skotið hafi verið á skrifstofur Samfylkingarinnar og á bíl borgarstjóra, vekur bæði undrun og ugg.

En þegar kemur fram að þegar hafi verið skotið á skrifstofur, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Pírata vekur það enn meiri undrun.

Bæði að slíkt skuli ekki hafa vakið meiri athygli og verið í fréttum, og hitt að slíkir raðglæpir skuli eiga sér stað.

Ef marka má fréttir hefur ennfremur verið skotið á skrifstofur Samtaka Atvinnulífsins.

En þegar málið er hugsað frekar, og aðrir atburðir rifjast upp, er í raun ljóst að ofbeldi gegn stjórnamálfólki og frammáfólki í atvinnulífinu á sér býsna langa sögu á Íslandi.

Það er ekki langt síðan stjórnmálafólk var ofsótt við heimili sín, frammáfólk í viðskiptum (ekki síst tengt orkufrekum iðnaði virðist vera) þurfti ítrekað að þola skemmdarverk á og við heimili sín og í það minnsta kosti í einu tilfelli olli það líkamlegu tjóni (líklega má telja það heppni að ekki varð alvarlegra líkamstjón).

Síðan er óþarfi að rifja upp þau átök sem urðu í "Búsáhaldabyltingunni", þar sem ýmsir stjórnmálamenn áttu fótum sínum fjör að launa, ef svo má að orði komast.

Það er uggvænlegt að allt að 6. skotárásir (skemmdarverk) skuli hafa átt sér stað miðsvæðis í Reykjavík.

Það hefur mikið verið rætt um aukna "heift" í stjórnmálaumræðu og hvort að þessir leiðindaatburðir séu "framhald" af slíku er ekki gott að segja.

Hvort að um sé að ræða "pólítískt statement", eða "heimskupör" vil ég ekki fullyrða, en það er fyllsta ástæða til þess að taka þessa atburði alvarlega.

En hvort sem um er að ræða árásir með sýru (lakkþynni) eða skotvopnum, er ljóst að það þarf ekki mikið að bregða út af til að líkamstjón geti orðið.

 


mbl.is Fordæmir ógnanir og ofbeldi gegn stjórnmálafólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband