21.1.2021 | 23:47
Vitleysa leiðir gjarna af sér vitleysu
Það er auðvitað alger vitleysa að vara að gagnrýna Joe Biden, forseta Bandaríkjanna fyrir að koma fram grímulaus.
Nákvæmlega ekkert út á framgöngu hans að setja.
Það er að virðist einn annar einstaklingur (fyrir utan sjálfsagt þann sem filmar og öryggisverði) viðstaddur í risastóru rými og fjarlægð á milli þeirra þokkaleg.
En vitleysan byrjar með tilskipun um grímuskyldu í byggingum og á landareignum ríkisins.
Ef ég hef skilið rétt er skyldan án undantekninga. Það er að einstaklingum er ekki treyst til þess að ákveða sjálfir hvort að þörf sé á grímu, eða skyldugir til þess að nota grímu í margmenni, án tilits hvort að hægt sé að virða hæfilega fjarlægð eða ekki.
Því má telja Biden brotlegan við eigin tilskipun.
Vitleysa leiðir oft af sér vitleysu. Og vissulega ætti "The Chief" að fylgja eigin tilskipunum.
Sjálfsagt velta svo margir fyrir sér hvers vegna grímuskylda sé einungis bundin við byggingar og landsvæði alríkisins (Federal).
Þó að ég sé ekki sérfræðingur í Bandarískum lögum, þá eiginlega blasir það við. Forseti Bandaríkjanna hefur einfaldlega ekki vald til víðtækari grímuskyldu.
Þar kemur til vald ríkistjóra, ríkisþinga, borgar/bæjarstjóra o.s.frv., allt eftir því hvernig lögum er háttað í hinum ýmsu ríkjum.
Biden grímulaus þvert á eigin tilskipun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.