Hryggilegt að horfa á

Það er hryggilegt að horfa á ofbeldi eins og hefur mátt sjá í beinni útsendingu frá þinghúsinu í Washington.

Sjálfsagt eru þeir sem brutust inn í þinghúsið "aktívistar" í bókum einhverra. En í mínum huga er ofbeldi svo sem hefur mátt sjá, ekki réttlætanlegt.

Vissulega er þetta, eins og svo margt annað, umdeilanlegt. Telji einstaklingar eða hópar, að þeim hafi verið neitað um lýðræðislega leið til að tjá sig, þá kann þeim að finnast ofbeldi eina leiðin.

En ég get ekki séð að "lokað" hafi verið á lýðræðið í þessu tilfelli.

Eins og í öllum kosningum í Bandaríkjunum hafa komið fram vafa atriði, og jafnvel einstakir atburðir sem benda til kosningasvindls.  En dómstólar hafa fellt úrskurð í slíkum málum, nú sem áður.

Það eru margar hugsanir sem fljúga í gegnum hugann þegar horft er á óeirðir sem þessar.

Ein af þeim er: Skyldi mörgum enn þykja það góð hugmynd að skera niður fjármagn til löggæslu í Bandaríkjunum?

 

 

 


mbl.is Donald Trump: „Farið heim“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Er hugsanlegt að þetta sé hinn nauðsynlegi undanfari þess að Trump setji herlög?

Þorsteinn Siglaugsson, 6.1.2021 kl. 22:55

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Þorsteinn, þakka þér fyrir þetta. Þó að óeirðir séu í Washington borg, get ég ekki séð að það sé grundvöllur fyrir Trump að setja herlög.

Mér sýnist sem svo að óeirðirnar hafi að mestu leyti verið "leystar upp".

Það má líka velta fyrir sér hvers vegna ekki voru gerðar frekari ráðstafanir til að hindra að "skríll" kæmist inn í þinghúsið?

En ég held að það þurfi ekki að hafa stórar áhyggjur af þessu.  En svo er það auðvitað að taugarnar eru þandar enn frekar en venjulega vegna alls kyns "Covid" takmarkana og það sem margir telja árás á borgaralg réttindi.

"Cabin fever" af þess völdum eykur "tensíónína".

En ég held að hætt á herlögum sé ekki raunveruleg (vona að ég hafi rétt fyrir mér).

En það er ljóst að "Bandaríska þjóðin" er klofin, sem sjaldan áður.  Það er í sjálfu sér mikið áhyggjuefni.

G. Tómas Gunnarsson, 6.1.2021 kl. 23:16

3 identicon

Nú leiða minningarnar mann aftur til búsáhaldabyltingarinnar þar sem múgur gerði tilraun til að ráðst inn í Alþingishúsið og réðst að lögreglu með grjótkasti.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 7.1.2021 kl. 11:18

4 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Það er bara kolröng fullyrðing að dómstólar hafi fellt úrskurði í málum tengdum 3 nov. kosningunum. 

Dómstólar hafa vísað langflestum þessara mála frá dómi án umfjöllunar og það er þá engin úrskurður (um 80 skilst mér).  Fyrirtaka í þeim málum sem ekki hefur verið vísað frá er fyrst að vænta 11. janúar, og úrskurða ekki fyrr en í fyrstalagi í sumar.

Guðmundur Jónsson, 7.1.2021 kl. 12:57

5 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Gæti verið að Hillary hafi haft eitthvað til síns máls þegar hún talaði um basket of deplorables? 

Er eitthvað til sem kalla mæti "bandarísku þjóðina"? Væri ekki nær að tala um að "bandarískir kjósendur" skipi sér í tvær fylkingar. Sem er í sjálfu sér ekkert nýtt, en mætti kannski segja að skiptingin sé orðin skarpari.

Ekki gott að segja hvað veldur, en hvað hefur verið að gerast á sama tíma, og gæti því verið orsök? Það sem blasir við er stóraukin munur á ríkidæmi sem ef til vill má rekja til hnattvæðingar. Bandarísk fyrirtæki vilja ekki lengur ráða bandarískt fólk í vinnu. Þau vilja frekar ráða fólk sem ekki þarf að borga mannsæmandi laun m.v. bandarískt samfélag.

Afleiðingarnar blasa við.

Hvað annað (eða fleira) gæti valdið? 

Kristján G. Arngrímsson, 7.1.2021 kl. 17:23

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þessir aktívistar "lokuðu" ekki á lýðræðið.  Það var búið að loka því löngu áður.  Það er ástæðan fyrir þessu veseni... ein af þeim.

Önnur er meira en 4 ár af gargi sem var minnst vitrænt.  Og nú er búið að skifta öllum í lið.  Mjög vel defineruð lið.

Þetta á bara eftir að versna.  Sennilega mjög hratt.  Ég heyri allavega engan sáttatón.

Þetta verður merkilegt ár.

Ásgrímur Hartmannsson, 7.1.2021 kl. 18:39

7 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Stefán, þakka þér fyrir þetta. Þó að rétt ríflega 12 ár séu liðin, man ég ekki betur en að "níumeningarnir" svokölluðu hafi náð að ryðja sér leið inn í Alþingishúsið.

Einhverjir þingverðir slösuðust ef mitt minni er rétt. En "níumenningarnir" voru allir sýknaðir fyrir rétt að ég tel.

@Guðmundur, þakka þér fyrir þetta. Að dómstóll vísi máli frá er fullgildur úrskurður.  Dómurinn telur mál ekki dómtækt, fyrir því kunna að vera margar mismunandi ástæður. Það geti vantað upp á sannanir, þær ekki trúverðugar o.s.frv.

Hvað varðar þú mál sem enn eru óútkljáð fyrir dómstólum, er eðlilegt að bíða eftir þeim úrskurðum.

Það eitt að kæra þýðir ekki sjálfkrafa réttarhöld.  Nú í dag mætti lesa um frávísun héraðsdóms á máli gegn Jóni Baldvinu.   Þó að ég þekki ekki það mál til hlýtar, sýnist mér ekkert óeðlilegt þar á ferðinni.

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.  Ég veit ekki hvort að það bendi til "visku" Hillary Clinton, þó að einhverjar þúsundir ofbeldisseggja safnist saman og ráðist inn í "Kapítóluna" vestra.

Ekki frekar en ástæða er til að dæma Íslensku þjóðina af þeim sem réðust ínn í Alþingishúsið.

En vissulega er Bandaríska þjóðin til, en hún eins og margar aðrar er ekkert endilega sammála um málin. En málið er vissulega flóknara þar sem 50 ríki eru í samstarfi.

Ég hygg að Bandarískir kjósendur skiptist í miklu meira en 2. fylkingar, rétt eins og kjósendur víða um lönd. 

En þeir eru og kjósendur um víða veröld velja þann kost sem að þeir telja skástan, eða illskástan.  Í nýastöðnum kosningum voru aðeins tveir raunverulegir kostir og að mínu mati hvorugur góður.

Reyndar höfðu laun og atvinna fyrir þá lægst launuðu almennt aukist í valdatíð Trump, svona framan af.  En "Kínaveiran", eins og hann kallar hana þurkaði það út.

Hann verður varla heldur sakaður um að vilja "útvísta" framleiðslunni, eða að fjölga innflytjendum sem í upphafi munu koma til með að keppa um lægstlaunuðu störfin.

Telur þú að Biden og hans fólk muni berjast með skynsamlegum hætti gegn "hnattvæðingunni"?  Gegn "Bezos og félögum"?

Enda kom víst stuðningur við hann til dæmis á meðal "hispanics" á óvart.

En auðviað eru ótal aðrir þættir sem spila inn í og stundum mismunandi frá ríki til ríkis.

Sigur Demókrata í Georgíu í gær, breytir því að togstreitan verður vonandi aðeins minni í Bandarískum stjórnmálum, alla vegna næstu 2 árin.

En það á eftir að koma í ljós hvernig Biden og hans fólki tekst til á þeim árum.

Persónulega er ég ekki ýkja bjartsýnn.

G. Tómas Gunnarsson, 7.1.2021 kl. 18:55

8 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásgrímur, þakka þér fyrir þetta. Ég efast í sjálfu sér ekkert um að mörgum (ef ekki flestum) þeirra sem ruddust inn í þinghúsið telji að "slökt" hafi verið á lýðræðinu um all nokkra hríð.

Það þýðir ekki að það sé raunin.

Sáttaviljinn er líklega ekki mikill og hefur ekki verið undanfarin ár.

Ég veit ekki hversu merkilegt nýhafið ár verður. Ég fer ekki inn í það klyfjaður bjartsýni.

G. Tómas Gunnarsson, 7.1.2021 kl. 19:01

9 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Ég var alls ekki að alhæfa um Bandaríkjamenn, enda var Hillary ekki að því heldur, ef ég man rétt. Ég átti sosum bara við þessa vitleysinga sem höfðu sig mest í frammi við þinghúsið. Og ekki ætla ég að mæla "níumenningunum" bót. Þarna var á ferðinni "reiða fólkið" (sem er væntanlega andstaðan við "góða fólkið")

Því hefur verið haldið fram að það séu sjö þjóðir í USA, reyndar er þá átt við landfræðilega skiptingu sem ég man ekki nákvæmlega hvernig er.

Þótt eitthvað hafi skánað atvinnuástand og kaupmáttur þeirra verst stöddu breytir það engu um hvað bilið á milli hinna ríku og fátæku hefur aukist því að sú aukning stafar af því að hinu ríku verða svo miklu ríkari, sbr Bezos. Skyldi þó ekki vera að þar sé komin ástæðan fyrir þessari ofboðslegu reiði sem virðist helst knýja áfram "pólaríseringuna" í Bandaríkjunum?

Trump lofaði reiða fólkinu öllu fögru en eitthvað varð lítið um efndir því að eins og narsissista er von og vísa var hann eingöngu að hugsa um sjálfan sig. (Að þessu leyti var uppgangur Trumps ekki alveg ólíkur uppgangi Hitlers á sínum tíma).

Munu Biden og félagar draga úr misskiptingunni? Það efast ég stórlega um, enda á hnattvæðingin ekki síst rætur að rekja til "fjölþjóðasinnaðra prógressívista", sbr. Blair-ismann í Bretlandi. Ég held að í hnattvæðingunni séum við löngu komin framhjá the point of no return og guð má vita hvernig þetta endar.

Eða hvað? Nú er Kanada beinlínis fjölmenningarsamfélag skv. skilgreiningu frá gamla Trudeu en engu að síður harla friðsælt land, myndi ég segja. Hvað hefur komið í veg fyrir að allt færi loft upp í Kanada og t.d. Alberta lýst yfir sjálfstæði? (Að ekki sé minnst á Quebec).

Kristján G. Arngrímsson, 7.1.2021 kl. 19:36

10 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Ég tók þessu ekki sem alhæfingu um Bandaríkjamenn, heldur fyrst og fremst um kjósendur Trump.  Mig minnir reyndar að Hillary hafi sagt að það gilti um ca. helming þeirra.

Það eru þá í kringum 37 milljónir einstaklinga eða svo.  Hvað voru margir þeirra sem tóku þátt í að ryðjast inn í þinghúsið?

En það er margt ótrúlega skrýrið við "ruðninginn", ekki síst hvað auðvelt þetta virðist hafa verið.

Ég held að ég hafi séð skrifað um 7, 9 og 11 "þjóðir" innan Bandaríkjanna, en í sjálfu sér gef ég ekki svo mikið fyrir slíka skilgreiningargleði.

Bezoa (og margir fleiri) hafa auðgast gríðarleg, ekki sist eftir að "Covid fárið" tók yfir.  Ég held hins vegar að hinn almenni Bandaríkjamaður geri kröfu til þess að fá skerf af þvi sem hann "græðir" erlendis.

En "joe sixpack" vill að hann geti séð fyrir sér og sínum, ef svo má að orði komast. "Alþjóðavæðingin", eins og þú nefnir hefur gert það erfitt á mörgum svæðum og svo eru það margir sem ekki skilja að á sama tíma og atvinna flyst úr landi, skuli ekki vera settar frekari takmarkanir á innflytjendur.  Er þörf á fleira fólki til að "berjast" um störfin velta þeir fyrir sér?

Það var líklega ekki síst inní þennan hóp sem Trump talaði og ég held að þeir heilt yfir hafi ekki verið óánægðir með frammistöðu hans. 

Það sýnir mikil atkvæða aukning hans á milli kosninga.

Ég þekki nú ekki nógu vel til í Kanada til að kveða upp úr um hvað heldur því saman, og víða sjást "sprungur", ekki síst í Alberta.  Þegar flokkurinn sem er í ríkisstjórn hefur engan þingmann í tveimur fylkjum, Alberta og Saskatchewan, þá lít ég ekki á það sem "gott signal" ef svo má að orði komast.

En borgirnar, sérstaklega þær stærstu í Kanada eru fjölmenningarsamfélög og virka sem slík. 

Quebec hefur fyrst og fremst verið "dekrað" að margra mati, fær fé og hefur áhrif, langt umfram það sem eðlilegt getur talist að margra mati. 

En sögulega séð verður svo að líta til þess að það voru "þeir hlýðnu og tryggu" af ameríkönum sem mynduðu Kanada.  LOL

Ýmsir hafa bent á fylgni á milli fjölda innflytjenda og ójafnaðar, en hlutfall fyrstu kynslóðar innflytjenda í Bandaríkjanna er nú nokkurn veginn það sama og í upphafi 20. aldarinnar.  Merkilegt nokk, þá var ekki ósvipuð staða upp.  Ójöfnuður mikill, miklir auðjöfrar og fá en stór ráðandi fyrirtæki.

Ef til vill er þörf á öðrum Roosevelt, og þá er ég ekki að tala um Franklin D.

Einhvern sé ég Biden ekki fyrir mér sem "trustbuster", en það verður kosið aftur eftir 4. ár.

G. Tómas Gunnarsson, 7.1.2021 kl. 22:04

11 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Gleymum ekki að Trump bjó ekki til ástandið, hann var bara svarið sem "the deplorables" hennar Hillary biðu eftir. Fólkið sem sá á eftir störfum sínum til Kína og fengu bara opioida í staðinn.

Ragnhildur Kolka, 8.1.2021 kl. 01:00

12 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Trump var alls ekki það svar sem þetta fólk í raun og veru þarf á að halda. Hann er ekki annað en loddari sem notfærði sér neyð annarra. Ómerkilegasti "stjórnmálamaður" sem komið hefur fram á síðari árum.

En neyð þess fólks sem orðið hefur útundan í hnattvæðingunni og markaðstrúnni sem Reagan og Thatcher steyptu heiminum í er engu að síður mjög raunveruleg. Þetta fólk er fullt örvæntingar og þess vegna gerist svonalagað. Væntanlega  hefur Trump þó markað upphafið að endinum á þessu hörmungartímabili.

Hvernig nákvæmlega? Það á eftir að koma í ljós.

Kristján G. Arngrímsson, 8.1.2021 kl. 08:30

13 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er rangt Kristján; ekki var þó Hillary í neyð þegar hann sigraði í forsetakosningum fyrir 4 áru en meðreiðarsveinar hennar ærðust? Nei hann sá neyð bandarísks almennings og skynjaði fátækt þeirra sem misstu vinnuna í valdatíð Demokrata.Fróðir menn benda á að efnahagur BNA hafi versnað stórlega í valdatíð Demokrata.

Helga Kristjánsdóttir, 8.1.2021 kl. 14:02

14 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ragnhildur, þakka þér fyrir þettta.  Það er alveg rétt að það var ekki Trump sem skapaði ástandið, ég held að hann hafi heldur ekki verið rétta svarið, hann var einfaldlega eina svarið sem bauðst.

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.  Ég er sammála því að Trump var ekki maðurinn sem "the deplorables" þurfti í starfið.  Hann var hins vegar eini kosturinn sem þeim bauðst, ef svo má að orði komast.

Eins og ég hef oft áður þurfa stjórnmálamenn ekki að vera fullkomnir, þeir þurfa eingöngu að vera betri kostur en mótherjarnir.

Og heilt yfir, eins og ég mintist á áður, hafa þeir ekki verið óánægðir með hann í starfi.  Því miður get ég ekki tekið undir að hann sé "ómerkilegasti stjórnmálamaðurinn", þó að ég feginn vildi.  Það er ekki eins og skorti samkeppnina þar.

Persónulega finnst mér alltaf merkilegt hvernig svo margir vinstrimenn virðast álíta að Thatcher og Reagan hafi "eyðilagt", eða umbylt einhverjum "ideal" heimi.

En hversu "ideal" heimur var þetta fyrir 1980 (eða svo)?

Vissulega var heimurinn að einhverju marki "einfaldari" og "svart/hvítari", skattheimta hærri og meira að segja kommúnisminn átti ennþá "séns".

En hvernig var ástandið í Bretlandi og Bandaríkjunum?

Bretland var "sjúki maðurinn" í Evrópu, þurfti að leita til Alþjóðagjaldeyrisissjóðsins (án þess að til sérstaks "áfalls" hefði komið), iðnaður á fallanda fæti, þjóðfélagið lamað trekk í trekk af verkföllum, enda í "heljargreip" verkalýðsfélaga, sem sum hver tóku á móti fé frá Sovétríkjunum í verkfallssjóði.

Bandaríkin höfðu sömuleiðis iðnað á fallanda fæti, sérstaklega þungaiðnað, bílaverksmiðjur í miklum vandræðum (að hluta til vegna áhrifa verkalýðsfélaga), o.s.frv. 

Að hluta til vegna alltof mikillar skattheimtu, sem hélt aftur af nauðsynlegri fjárfestingu.  Skattheimta sem notuð var m.a. til að kosta "varnir hins Vestræna heims", geimferðir o.s.frv.

Enda ráku margir "vinstrimennirnar" upp ramakvein þegar skattar fyrirtækja voru lækkaðir og fannst það allger ósvinna þegar Trump lækkaði tekjuskatt fyrirtækja í svipaða prósentu og Svíþjóð.

Það tók enda ekki svo langan tíma fyrir bæði Bandaríkin og Bretland voru komin í mikið sterkari efnahagslega stöðu en áður.

Hvort að það sé tilviljun að kommúnisminn í A-Evrópu hrundi að mestu leyti á næstu áratugum, er auðvitað umdeilanlegt, en heilt yfir er ég ekki trúaður á tilviljanir.

Næstu skref voru síðan tekin af Bush eldri (sem var við völd þegar NAFTA samningurinn varð til) og Clinton (Amen útgáfan) sem var við völd þegar NAFTA fór í gegnum þingið og varð að lögum.

Ég held að sá samningur hafi verið þokkalegur fyrir löndin, líklega hefur Kanada komist hvað best út úr honum og meiri vandamál skapast í Bandaríkjunum og Mexikó, en ávinningur hefur líka verið til staðar.

En "næsta skref" sem tekið var í valdatíð Clintons, er miklu umdeilanlegra.

Það að halda að "frjáls markaður" geti skapað og komið á frelsi og lýðræði í ríkjum eins og Kína, er líklega ofmat á "markaðnum", eða vanmat á Kínverska kommúnistaflokknum, nema hvoru tveggja sé.

En W. Cinton (þó alls ekki einn) barðist hatrammlega fyrir því að Kína fengi aðild að W.T.O. (alþjóða viðskiptastofnuninni) og virtist telja að þá myndi Kína (eins og A-Evrópskur kommúnismi áður) breytast  til batnaðar).

Hann sagði m.a. :  "And of course, it will advance our own economic interests. Economically, this agreement is the equivalent of a one-way street. It requires China to open its markets — with a fifth of the world's population, potentially the biggest markets in the world — to both our products and services in unprecedented new ways. All we do is to agree to maintain the present access which China enjoys."

…

"So if you believe in a future of greater openness and freedom for the people of China, you ought to be for this agreement. If you believe in a future of greater prosperity for the American people, you certainly should be for this agreement. If you believe in a future of peace and security for Asia and the world, you should be for this agreement. This is the right thing to do. It's an historic opportunity and a profound American responsibility. I'll do all I can to convince Congress and the American people to support it. And today I ask for your help."

Að tala um "einstefnu" minnir mig eiginlega á "allt fyrir ekkert" sem talað var um þegar Íslendingar voru að ræða um EEA/EES samninginn.  Ég er ekki viss um að margir skrifi undir þá niðurstöðu eða fullyrðingar Cinton í dag.

En það er öllum hollt að lesa ræðu Clintons sem ég vitna í hér.

En trúði Clinton þessu, var hann "plataður" eða fór hann vísvitandi með ósannindi?  Ég ætla ekkert að fullyrða um það.

En hvort að "Kína pólísía" Trumps hafi tekist, eða fyrst og fremst verið "hávaði", er umdeilanlegt, en orð eru til alls fyrst og um einhverjar aðgerðir hefur verið að ræða.  Meiri en frá öðrum stjórnmálamönnum.

Almennt er talið, þó að of snemmt sé um það að segja að Biden og hans fólk muni fara hægt í að breyta þeim aðgerðum sem Trump hefur komið á.

Það er að mörgu að hyggja.  Loftslagsmál eru ein af breytunum.  Er það einhver ávinningur ef framleiðsla er flutt til landa þar sem minna er hugsað um slíkt?  Er nóg að geta barið sér á brjóst og sagst hafa dregið úr mengun í "sinni lofthelgi", en hafa "útvistað" framleiðslu til annara landa.

Það berjast líka margir fyrir t.d. auknum innflutningi á landbúnaðarafurðum til Íslands.  Er það ekki bara jákvætt?

En auðvitað er framleiðsla þeirra með mismunandi hætti.  Mikið hefur verið fjallað um slæman aðbúnað t.d. starfmanna í Þýskum kjötvinnslum og landbúnaði.

"Kórónuveiran" hefur leitt í ljós mikil smit á meðal þeirra vegna "umdeilanlegs aðbúnaðar", launin eru lág, búið þröngt, skipt við starfsmannaleigur  o.s.frv.

En ef Íslenskur "athafnamaður" grípur til sambærilegra aðgerða til að auka samkeppnishæfi sitt, þá eru margir á Íslandi sem vilja stimpla hann sem "glæpamann", og meðferðin í fjömiðlum óvægin.

En vilja Íslendingar samt njóta lægra matvælaverðs, jafnvel frá löndum þar sem "umdeilanlegur" aðbúnaður er til staðar og lág laun eru greidd? 

Eða ætti að krefjast "upprunavottorðs um að "siðferðislega rétt" sé staðið að framleiðslunni?

Það er hægt að ræða slík mál endalaust og frá ótal hliðum.

Þetta er nú orðið mikið lengra en ég ætlaði, ef til vill þarf ég að breyta þessu í sérstaka færslu.

G. Tómas Gunnarsson, 8.1.2021 kl. 18:30

15 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Það er misskilningur þinn að ég telji Thatcher/Reagan hafa umbylt eða eyðilagt fullkominn heim. Ég geti alveg tekið undir það sem þú telur upp sem "gallana" á því hvernig komið var.

Þetta snérist alls ekki um fortíðina og að vernda hana og halda henni óbreyttri. Allt bendir til að það hafi verið ógeranlegt og fáum til gagns.

Aftur á móti er ekki þar með sagt að eini valkosturinn hafi verið sá sem Thatcher/Reaganisminn fól í sér. Að líta svo á er einföld rökvilla (sk. false dilemma).

Þannig þótt maður tali um að Thatcher og Reagan hafi markað upphafið að þeim ógöngum sem heimurinn hefur ratað í er maður alls ekki að segjast hafa viljað viðhalda því ástandi sem ríkjandi var fyrir þeirra tíð. Mætti alveg eins búast við að þeim myndi nú þykja ferlegt hvernig komið er. Því eins og skáldið sagði: The best laid plans of mice and men go oft awry.

Og engum dettur held ég í hug að þau hafi verið með eitthvað sérstakt langtímaplan. Þau voru stjórnmálamenn og sem slíkir hugsuðu þau væntanlega ekki lengra en fjögur ár fram í tímann. Stjórnmálamenn eiga sér tvö markmið: a) ná völdum og b) halda völdum.

Hvort Trump er ómerkilegastur allra pólitíkusa er náttúrulega matsatriði. Mætti kannski segja að Pútín vinur hans sé verri.

PS: ég treysti mér varla í debatt um innflutning á landbúnaðarafurðum. Eins og staðan er núna sé ég persónulega engan ávinning af auknum innflutningi, en vissulega er það bara mín skoðun byggð á mínum smekk og mínum kaupmætti.

Kristján G. Arngrímsson, 8.1.2021 kl. 22:15

16 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Ég hef ef til vill misskilið þig hvað varðar viðhorf þitt til Reagan og Thatcher, og þá er mér ekkert á móti skapi að biðjast afsökunar á því.

Það er líka rétt að þó að einn kostur sé augljóslega rangur, þýðir það ekki sjálfkrafa að einhver annar sé réttur.  Fjölbreytnin er meiri en svo.

En kostirnir sem Bretum og Bandaríkjamönnum bauðst á þessum tíma voru ekkert ýka margir, þó að "teórískt" væru þeir fleiri.

Ég er hins vegar ekki frá því að þú sömuleiðis misskiljir Thatcher og Reagan.

Þau einbeittu sér fyrst og fremst að því að "laga til" hjá eigin þjóðum, markaðsvæða þær, það er alveg rétt, og tókst víða vel upp, en eins og altaf misvel.

Auðvitað höfðu þau ekkert á móti viðskiptum á milli þjóða á jafnréttisgrundvelli og eðlilegum markaðsforsendum.

Enn einn af frægari "kvótum" Thatcher er: "I came to office with one deliberate intent: to change Britain from a dependent to a self-reliant society – from a give-it-to-me to a do-it-yourself nation. A get-up-and-go, instead of a sit-back-and-wait-for-it Britain." (Ræða, 1984)

Þetta var ef til vill í raun "langtímaplanið" hjá Thatcher, ekki að "micromanagera" Bresku þjóðinni.

En auðvitað voru stefnur þeirra litaðar sterklega af "kalda stríðinu" og "the evil empire", það er auðvitað engin leið að líta fram hjá því.

En þau gerðu sér grein fyrir því að það vinnur engin stríð ef efnahagurinn er í kalda koli.

Það kann líka að koma þér á óvart að Thatcher er gjarna talin ein af fyrstu (stóru) stjórnmálamönnunum sem tók upp baráttu gegn "umhverfisvá" og flutti frægar ræður um slík efni, m.a. hjá Sameinuðu þjóðunum (sem hún að ég tel hafði ekki mikið álit á, svona almennt séð).

En ég tel míg alls ekki eitthvert "átórítet" hvað varðar Reagan og Thatcher, en ég tel þó afar líklegt að þau hefðu ekki hvað síst lagst gegn "útvistun" á alls kyns iðnaði út frá öryggissjónarmiði.

Eins og heimurinn er að komast að núna, er tryggur og öruggur aðgangur að ýmsum vörum nauðsynlegur þegar hætta steðjar að.

Ætli ál, stál, og margs kyns annar iðnaður geti ekki einnig flokkast þar undir, þó ekki gegn sömu tegund hættu.

Það hefur tíðkast að líta á sem svo að engar "hættur" séu í heiminum, en slíkt er þó að taka breytingum, sem betur fer (það er að segja skilningurinn á því).

En persónulega tel ég ekki rökrétt að líta svo á að "alþjóðavæðingin" eins og við köllum hana í dag, sé óumflýjanleg afleiðing af stefnu Reagan og Thatcher.  Þar hafa aðrir kraftar haft meiri áhrif.

Ég er langt í frá að vera viss um að Trump sé "ómerkilegasti" stjórnmálamaður síðari tíma.

En hann er líklega einn sá "ófyrirleitnasti" og "dónalegasti", en það er önnur saga.

Ég hef t.d. enga sérstaka trú á því að Biden verði betri forseti en Trump, en hann verður kurteisari.

Ef til vill er það allt og sumt sem við leitum eftir í stjórnmálaleiðtogum.

En hvað köllum við stjórnmálaleiðtoga sem eðlilega "fyrtast" við þegar erlend leyniþjónusta myrðir einstakling í landi þeirra, þegar ríki ræðst inn í og hertekur hluta annars ríkis, en þeir kjósa að setja "viðskiptahöft" á nokkra einstaklinga, en önnur viðskipti eru "business as usual", þar á meðal risa gasleiðsla til innrásarríkisins?

Hvað köllum við stjónrmálamenn sem eru með háværar yfirlýsingar um kosningsvindl í Hvíta Rússlandi, lýðræðishalla þar og að nauðsynlegt sé að skipta þar um stjórvöld og vilja beita viðskiptaþvingunun, en snúa sér svo við og undirrita risastóran samning við Kína.

Köllum við þá ómerkilega, eða "real pólítíkusa"?

Mér er það að meinalausu að sleppa umræðu um innflutning á landbúnaðarvörum, en ég minntist á það, vegna þess að auðvitað er það angi af sömu "alþjóðavæðingunni".

G. Tómas Gunnarsson, 9.1.2021 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband