Gleðileg jól

Þá eru jólin komin, einu sinni enn. Dimmur, en góður tími, þar sem (skert) samvera og vinátta eiga sviðið. 

Reyndar tekur matur og drykkur æ meira pláss, og segja má að margir "blóti" jólin. 

Það er reyndar (eins og ég hef oft skrifað hér áður) einn stærsti kosturinn við jól, það er að segja orðið sjálft.

Það er allra og getur staðið fyrir ótal mismunandi atriði.

Það tilheyrir heiðni, það er ein heilagasta hátíð kristinna og trúleysingjar eins og ég eigum auðvelt með að tileinka okkur jólin, enda nokkurn veginn á sólhvörfum, sem eru alltaf tímamót.

Ég óska öllum nær og fjær, gleðilegra jóla og vona að þeir njóti þeirra í friði og spekt.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband