21.11.2020 | 18:18
Hverjir mega baka piparkökur - nú eða sörur?
Eftir umræður hér á blogginu mínu um lögverndun starfsgreina var mér bent á að Íslendingar ræddu mikið sín á milli og eitthvað í fréttum um "svartar sörur".
En vaxandi eftirspurn mun vera eftir slíku lostæti meðal Íslendinga. Mér var sagt að þeir umsvifamestu bökuðu og seldu þúsundir sara fyrir jólin.
En þetta er auðvitað ólöglegt.
Slíkur bakstur ætti að fara fram hjá fagmanni, í viðurkenndu rými, þar sem heilbrigðiseftirlit hefur gefið sinn stimpil, og svo þarf að sjálfsögðu að gjalda ríkinu það ríkisins er.
Þó að ég sjái ekkert því til fyrirstöðu að "ófaglærður bakari" geti sett á stofn lítið fyrirtæki og bakað sörur, get ég ekki séð hvernig hægt er að verja um slíkt gildi ekki sömu lög og sömu kröfur séu gerðar og til annara fyrirtækja í sama geira.
Eðli máls samkvæmt eiga allir að vera jafnir fyrir lögum og reglugerðum.
En hvað varðar lögverndun starfsgreina er hægt að bera samtn t.d. mismunandi matvælaframleiðslu.
Íslendingar hafa gengið í gegnum það sem kalla má "ísbyltingu". Alls staðar eru ísbúðir.
Þó eru til þess að gera fá ár síðan að segja má að svo gott sem allur ís hafi verið framleiddur í tveimur fyrirtækjum.
En það er ekki boðið upp á nám í ísgerð (að ég best veit), og ísgerðarmaður er ekki lögverndað starfheiti.
Væru allur þessi fjölbreytileiki í ísgerð á Íslandi ef svo væri.
Um slíkt er ekki hægt að fullyrða, en ég tel það ólíklegt.
En skortur á skóla fyrir ísgerð hefur ekki komið í veg fyrir metnað eða að ísgerðarmenn afli sér þekkingar.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Matur og drykkur, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:19 | Facebook
Athugasemdir
Sörur eiga reyndar að vera dökkbrúnar, en ekki svartar.
En Hérastubbur bakari hefði seint fengið að starfa óáreittur í hinu ömurlega íslenska hlýðnisamfélagi. Enda hérar örugglega ekki lögverndaðir sem bakarar.
Þorsteinn Siglaugsson, 21.11.2020 kl. 22:24
@Þorsteinn, þakka þér fyrir þetta. "Svörtu sörurnar" vísa til markaðarins sem þær eru seldar á, ef ég hef skilið rétt.
Hérastubbur hefði auðvitað þurft að vera í "hazmat" búningi til að halda hárum úr deiginu. En ég verð að viðurkenna að ég þekki ekki hvort að hann hafði lokið námi eður ei.
En hann hafði eigi að síður metnað í uppskriftum.
G. Tómas Gunnarsson, 22.11.2020 kl. 00:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.