Alls konar niðurstöður frá alls kyns vísindamönnum

Eitt af því sem einkennt hefur fréttir undanfarna mánuði, er svona "örlítil upplýsingaóreiða" hvað varðar Kórónuveiruna.

Vísindamenn (sem allir eiga þó að treysta) komast nefnilega að mismunandi niðurstöðum. 

Það er til dæmis alls ekki langt síðan að birt var niðurstaða rannsóknar um að mótefni entust stutt í líkama þeirra sem hefðu smitast.

Ef ég man rétt hafði "stúdía" Íslenskrar Erfðagreiningar áður gefið þveröfuga niðurstöðu.

Nú er aftur komin ný rannsókn sem segir að mótefnið sitji í líkama þeirra sem hafa smitast í langan tíma.

Þannig ganga niðurstöður visindamanna og niðurstöður þeirra sitt á hvða og engin undur að almenningur verði á stundum örlítið ruglaður.

 


mbl.is Mótefni í mörg ár í líkamanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta gengur sitt á hvað, enda lítið vitað og því engin leið að benda á einhverjar sannreyndar vísindalegar niðurstöður.

En ýmsir vísindamenn virðast þó hafa ríka tilhneigingu til að varpa fram ýmsum staðhæfingum sem styðjast ekki við nein rök. Ágætt dæmi eru fullyrðingar um að hitt eða þetta afbrigði veirunnar sé meira smitandi en önnur. Á bak við þetta, sem fulltrúar yfirvalda hafa hvað eftir annað sett fram, eru engin vísindaleg rök. Virðist fremur notað þegar verið er að leita afsakana fyrir hinu og þessu sem komið hefur upp á, t.d. misferlinu á Landakoti.

Þorsteinn Siglaugsson, 19.11.2020 kl. 00:08

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Þorsteinn, þakka þér fyrir þetta.  Vísindi eru flókið fyrirbrigði og við höfum auðvitað lifað ýmsar "vendingar" og lesið um þær í gegnum söguna. Giordano Bruno, kemur stundum upp í hugann nú á dögum, þó að við séum blessunarlega hætt að brenna fólk, svona "physical".

En víða um lönd hefur ekki tekist að vernda þá hópa sem eru viðkvæmastir fyrir "veirunni". Hvað veldur ætla ég ekki að dæma um.

Hins vegar er það svo að það er sama hvað við "mennirnar" rembust, þá tekst okkur ekki að byggja upp fullkomin kerfi.

En okkur hefur þó oft á tíðum tekist að læra af mistökum okkar með því að rannsaka þau og "kryfja".

Persónulega tel ég að seint, ef nokkurn tíma verði girt fyrir mistök.  Það kemur til sögunnar "mannlega eðlið".

En hvort að starfsfólk Landspítala sé best til þess fallið að rannsaka hvaða hugsanlegu lærdóma megi draga af hugsanlegum mistökum starfsfólks Landspítala, leyfi ég mér að efast um.

Svo má auðvitað leyfa sér að velta vöngum yfir því hvort að öll "afbrigði veirunnar" hafi komið að utan?

Er ekki vel hugsanlegt að "veiran" hafi stökkbreyst á Íslandi?  Jafnvel smitað þá sem þangað komu?

Er "Franska abrigðið" vel þekkt víða um lönd og í Frakklandi? 

Það eru ótal spurningar en ég get ekki svarað þeim.

G. Tómas Gunnarsson, 19.11.2020 kl. 00:49

3 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Það er fullkomlega eðlilegt að vísindamenn komist að mismunandi niðurstöðum, ekki síst þegar verið er að rannsaka eitthvað nýtt, eins og þessa kórónuveiru og áhrif hennar á mannskepnuna.

Að vísindamenn komist að mismunandi niðurstöðum dregur ekki úr trúverðugleika þeirra né trausti á þeim. Vísindamenn eru eitt, vísindi eru annað. 

Eitt af því sem maður þarf að hafa þegar vísindi eru annars vegar er dálítið "óreiðuþol" - þeir sem vilja komast að 100% réttum niðurstöðum ættu að fara í stærðfræði, ekki raunvísindi.

Kannski verður einhverntíma öllum spurningum um þennan faraldur svarað svo óyggjandi sé, en kannski ekki, og að minnsta kosti er mjöööög langt þangað til.

Kristján G. Arngrímsson, 19.11.2020 kl. 14:07

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.  Ég veit ekki hversu eðlilegt mér þykir að vísindamenn komist að mismunandi niðurstöðum í þessu tilfelli.

Því í þessu tilfelli er eiginlega ekki verið að gera meira en að stunda "mælingar".

Það er verið að mæla mótefni í blóði og síðan hvort/hve mikið það "þynnist út" eða hverfi.

Ef að niðurstöður úr slíkum mælingum eru verulega mismunandi vekur það upp ýmsar spurningar.

Er mótefnamyndun misjöfn eftir löndum?  Er mótefnamyndum misjöfn eftir "veiruafbrigðum"?

Eða er vinnubrögðum verulega áfátt í einhverjum tilfellum?

En það að mælingar á sama fyrirbrigðinu, í þessu tilfelli mótefnamyndum og "þynningu" þess séu svo mismunandi er að mínu mati vissulega skrýtið og athyglisvert.

G. Tómas Gunnarsson, 19.11.2020 kl. 17:53

5 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Þetta eru góðar spurningar sem þú berð fram, og vísindalegar. Þarf einfaldlega að finna svör við þeim, það væri mjög vísindalegt. Svo má ekki gleyma þeim möguleika að mótefnamyndun sé misjöfn eftir einstaklingum - svo óskaplega margt er einstaklingsbundið, eins og við vitum.

Ég myndi halda að vísindamenn væru þér sammála um að það sé "skrýtið og athyglisvert" að niðurstöður mælinga séu svona misjafnar. 

Kristján G. Arngrímsson, 19.11.2020 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband