Kórónaðar vangaveltur: Eina græna svæðið í "Evrópu" er í Svíþjóð

Það er merkilegt að horfa á Evópukortið og sjá að eina "græna svæðið" í Evrópu, eða þess hluta hennar sem kortið gefur upplýsingar um, er í Svíþjóð.

Líklega mætti þó finna "græn svæði" á Íslandi, væri Íslandi skipt upp í héruð eða landsvæði.  Ef til vill er það svo víðar á kortinu, en um það hef ég engar upplýsingar.

Þó að þær séu ekki á kortinu eru Kanaríeyjar gefnar upp sem rauðar.  Þar lenda þó eftir því sem ég las í fréttum 170 flugvélar á viku.

Getur einhver bent mér á tengsl á milli "harðra aðgerða" og fárra smita/lægra dánarhlutfalls þegar kemur að "stríðinu" við hina "allt um lykjandi veiru"?

Er ekki nokkuð merkilegt að hér um bil 25 sinnum fleiri hafa dáið á Íslandi en í Kína, sé miðað við hina margfrægu höfðatölu?

Það er þó ekkert samanborið við Belgíu, þar sem dauðsföll af völdum veirunnar hafa verið u.þ.b. 400 sinnum fleiri en í Kína miðað við höfðatöluna.

En það er auðvitað merkilegt, þó að við höfum oft heyrt talað um "Kínverska Stakhavóva", að Kínverjar hafi verið byrjaðir að bólusetja í April. Sérstaklega sé litið til þess að þeir hafi ekki orðið var við "veiruna" fyrr en í lok desember.

Óneitanlega vel að verki staðið, eða hvað?

Það er óneitanlega umhugsunarefni að stundum virðist eins og það sé vilji til þess að dánartölur af völdum Covid-19 verði eins háar og mögulegt er.  Eða eins og segir í fréttinni sem hlekkurinn hér að undan tengir við segir:

"The official death toll from the coronavirus soared in New York City on Tuesday after health authorities began including people who probably had COVID-19, but died without ever being tested."

En samt vitum við að að miðað við fréttir frá Íslandi, eru 95% af þeim sem koma með "Covid-19" einkenni til sýnatöku, ekki sýktir.

Er þá ekki nokkuð merkilegt að telja alla sem deyja með "Covid-19" einkenni hafa látist af völdum "Covid-19"?

Það er margt sem hægt er að velta vöngum yfir.

Er hættulegra að ganga um með golfkylfur en án þeirra?

Getur verið verra að ganga um með grímur en án þeirra?

Getur "meðalið" verið verra en "sjúkdómurinn"?

Hvar liggur áhættan?

Það virðist nokkuð ljóst að mesta áhættan hvað varðar "Covid-19" virðist liggja á hjúkrunar og dvalarheimilum.  Síðan koma undirliggjandi sjúkdómar.

Hver er dánartíðnin árlega á t.d. hjúkrunarheimilum?  Ég hef ekki þær tölur frá mörgum löndum, en t.d. í Bandaríkjunum, er talað um vel yfir 30%. 

En það verður að hafa huga og "hjúkrunarheimili" og "hjúkrunarheimili" er ekki nauðsynlega það sama á milli landa.

Síðan koma auðvitað hugleiðingar um afleiðingar af aðgerðum. Líklega munu flest ríki þurfa að eiga við þær árum ef ekki áratugum saman.

Hvaða afleiðingar mun það hafa?

Er ef til vill rétt að vitna í Franklin Roosevelt: "Only Thing We Have to Fear Is Fear Itself."

 

 


mbl.is Ísland ekki lengur rautt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mesta hættan er álag á heilbrigðiskerfið, að fólk deyi úr covid eða ýmsu öðru af því að sjúkrahús (ekki síst gjörgæsludeildir) eru yfirfull og ekki sé hægt að sinna fólki.

ls (IP-tala skráð) 14.11.2020 kl. 10:49

2 identicon

Það var víst skoðað í vor í Evrópu hvort dánartíðnin væri aðallega dauðvona fólk (þá erum við að undanskilja 100% dánartíðni fólks almennt í það heila). Niðurstaðan þá var að það væru um 11% tilvika sem covid flýtti fyrir yfirvofandi andláti. Svipað hlutfall hafði enga undirliggjand áhættuþætti svo vitað væri. Örugglega eru til einhverjar nýrri rannsóknir á þessu þó ég hafi ekki séð þær.

Covid einkennin eru ekki augljós framanaf, mörg þeirra mjög lík hefðbundnu kvefi, þess vegna eru menn hvattir til að láta tékka á sér ef þeir fá það sem þeir þykjast þekkja sem venjulegt kvef. Þá kemst maður frekar hjá því að smita aðra af einhverju sem getur veikt þá alvarlega.

ls (IP-tala skráð) 14.11.2020 kl. 11:37

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

The Big Reset.

Ragnhildur Kolka, 14.11.2020 kl. 13:05

4 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Meiri vangaveltur: væri ekki betra að þeir sem tala undir rós um efasemdir um réttmæti sóttvarnaraðgerða tali hreint út og komi þar að auki með konkret tillögur um hvað ætti að gera í staðinn?

Góður málflutningur upplýsingafulltrúa ÍE:

https://www.ruv.is/frett/2020/11/14/er-ekki-timi-til-ad-thau-gangi-bara-hreint-til-verks

Kristján G. Arngrímsson, 14.11.2020 kl. 17:13

5 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Það er fullkomlega eðlilegt að velta því fyrir sér hvort þessir "frelsisriddarar" (Sigríður og Brynjar) séu í rauninni að tala fyrir einskonar "covid-darwinisma" þar sem hinir veikustu einfaldlega eru látnir deyja. 

Kristján G. Arngrímsson, 14.11.2020 kl. 17:17

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hvurslags er þetta Kristján:darwinisme! Á Landakot,þ.S. nánast 100% smit varð, fengu ættingjar ekki að heimsækja sína nánustu nema að undirgangast strøngustu krøfur á meðan starfsfólk valhoppaði á milli deilda. Sóttvarnalæknir hefði mátt sinna þeim sjúku betur í stað þess að eyða øllu sínu púðri í boð og bønn fyrir ungt og hraust fólk. 

Ragnhildur Kolka, 14.11.2020 kl. 19:07

7 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Mig er farið að gruna sterklega að Landakotssmitið sé viljaverk, vísvitandi smit til að búa til dauðsföll.

Hvernig annars nærðu að viðhalda ótta?

Svo brjálast allir út í mig, og deyja úr elli, og fornleyfafræðingar komast að því að ég hef rétt fyrir mér, aftur.  Vindicated by history.

Ásgrímur Hartmannsson, 14.11.2020 kl. 21:20

8 identicon

Það er ljótur og leiðinlegur ósiður að gera þeim sem maður er ósammála upp ljótar skoðanir. Slíkt er oft merki um skort á rökum, sem er alger óþarfi þegar kemur að skoðunum þessara þingmanna og ýmisa annara um þessi mál.

Sama má segja um orð upplýsingafulltrúa ÍE (sem mig minnir að sé ekki alveg laus við pólitískar skoðanir), að þeim skuli fyrst og fremst beint að þessum stjórnmálamönnum en ekki öllum hinum, dregur úr vægi orðanna.

Hvorutveggja alger óþarfi því það hafa komið fram ágætis rök gegn þessum skoðunum.

ls (IP-tala skráð) 14.11.2020 kl. 21:43

9 Smámynd: Már Elíson

Þetta er allt orðið frekar grunsamlegt, svo ekki sé meira sagt.

Stýring og stjórnun. - En þetta kemst allt upp einn daginn.

Már Elíson, 14.11.2020 kl. 22:24

10 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þakka ykkur öllum saman fyrir innlitið og athugasemdirnar.

Skuggi dauðans hvílir víst alltaf yfir lífinu. Það er lögmál sem við komust líklega ekki undan þó að marga hafi dreymt um slíkt.

En það er þó líklega sterk eðlishvöt að leita í sólina.

Engin hefur bent mér á að raunverulega fylgni á milli harðra aðgerða og árangurs í baráttunni.  Mörg lönd sem urðu hart úti í í byrjun árs, virðast aftur vera í "veirunni miðri". 

Líklega hefur margra vikna innilokun ekki gert mikið til að styrkja ónæmiskerfi íbúanna eða eflt baráttuþrek þeirra gegn veirunni.

Ég held að engin sé að óska neinum dauða eða að segja að þeir megi hverfa á braut.

Rétt eins og ég held að enginn sé að óska neinum að verða atvinnulaus, eða að óska þess að einhver tapi eigum sínum vegna þess að geta ekki staðið í skilum.

Nú þegar er atvinnuleysi orðið meira á Íslandi (og í mörgum öðrum löndum) en eftir bankahrunið.

Ef til vill má snúa dæminu við og spyrja þá sem krefjast þess að æ harðari sóttvarnaraðgerðir séu til staðar, hvernig þeir hyggjast leysa efnahagskreppuna sem blasir við?

Og því miður er hún líklega rétt að byrja, þó að vissulega megi binda vonir við bóluefni.  En það er ekki í hendi og ég held að flestum sé ljóst að það mun verða all verulegur tími þangað til það nær "verulegri útbreiðslu", ef svo má að orði komast.

Bóluefni mun heldur ekki bæta það tjón sem orðið hefur og það er ekki ólíklegt að það muni taka áratug eða lengur fyrir efnahag margra landa að ná fyrri styrk.

Það er sömuleiðis vert að velta því fyrir sér að því miður er það svo að í heilbrigðismálum þarf oft að taka erfiðar lítt öfundsverðar ákvarðanir.

Hvað er t.d. réttlætanlegt að margir fái aukaverkanir af bóluefni?  Er einn of mikið? Tveir?  Þrír? Fleiri?

https://www.visir.is/g/2015150339892 Hvað mega margir fá sjúkdóma svo réttlætanlegt sé að nota bóluefni? Er ekki rétt að þeir sem vilja bólusetja þjóðina komi hreint fram og upplýsi um þeirra skoðanir á málinu?

Það er auðvelt að setja fram slíkar "popúlískar" skoðanir.

Heilbrigðisál eru ekki "clean cut", þar eru mörg álitamál eins og á öðrum sviðum. 

Eru einhverjar vísbendingar um að t.d. bann við íþróttaiðkun barna eða golfs hafi bjargað mannslífum?

Hefur síendurtekin sóttkví barna haft einher önnur áhrif en að gera "Víði að Grýlu"?

https://www.ruv.is/kveikur/fjogurra-ara-alltaf-i-sottkvi/

Gæti verið betri til lengri tíma að stunda líkamsrækt og taka "sjéns" á smiti fyrir ungt og fullfrískt fólk?

"Sófakartöflur" eins og ég læt mér bann við líkamsrækt í léttu rúmi liggja, en börnin mín væru alls ekki á sama máli og hafa miklar áhyggjur af því að líkamrækt verði stöðvuð.

Hver verða áhrif af "skjálærdómi" til lengri tíma?  Allt í einu eru þessi "óvinur allra barna" orðinn bjargvættur.

En einbeitingin við lærdóminn er allt önnur og börnin mín kvarta hástöfum.

Mun "Covid kynslóðin" verða að berjast við afleiðingar ráðstafana gegn veirunni allt sitt líf?

Ef til vill, ef til vill ekki.  Sumir ef til vill aðrir ekki.

Er það ekki eins og í öðrum aldurshópum að líkur á erfiðleikum eru hærri hjá þeim sem eru veikari fyrir?

G. Tómas Gunnarsson, 14.11.2020 kl. 22:30

11 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Einhverjum af öllum þessum spurningum verður vísast svarað í fyllingu tímans, en flestar gleymast þær sennilega í eternum.

Eitt af því sem andstæðingar núverandi sóttvarna virðast oftast gefa sér er að heilbrigðiskerfið geti staðist aukið álag sem vænta mætti af vægari aðgerðum. Og að réttlætanlegt sé að leggja auknar byrðar á heilbrigðisstarfsfólk. Þyrfti ekki líka að vernda heilbrigðisstarfsfólkið sérstaklega?

Til dæmis hefur þeirri spurningu aldrei verið svarað hvernig og hverjir eigi að sjá um allt "gamla fólkið" sem þarf að vernda. Þannig að það standa spurningar gegn spurningum, en lítið er um svör á báða bóga.

Afleiðinga þessa faraldurs mun að sjálfsögðu gæta um langa hríð. Ekki síst efnahagslegra. Að ímynda sér að því megi með einhverjum hætti afstýra er tilhæfulaus bjartsýni.

Kristján G. Arngrímsson, 14.11.2020 kl. 23:00

12 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Nú veit ég ekki hvað kort þú ert að skoða G.Tómas, en hér er linkur á kort sem New York Times gefur út daglega. Þetta er staðan í dag.

https://www.nytimes.com/interactive/2020/world/coronavirus-maps.html

Eins og sést á þessu korti er Svíþjóð alls ekki grænt, heldur blóðrautt. Enda hefur tilfellum þar fjölgað mikið síðustu daga, eins og reyndar um mest alla Evrópu. 

Miðað við hverja 100.000 íbúa eru tilfellin í Svíþjóð 43 í dag, meðan þau eru 5,3 hér á landi. Vissulega má finna ríki innan Evrópu með meir smit en í Svíþjóð, en þau eru þó ekki mjög mörg.

Gunnar Heiðarsson, 14.11.2020 kl. 23:22

13 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það sem gerðist á Landakoti er mjög alvarlegt mál. Það eru engar afsakanir fyrir því í raun og veru. Röfl um að það þurfi nýjan spítala til að hindra slíkt er vitanlega ekkert annað en röfl.

Hin hefðbundna leið til að takast á við ástand af þessum toga er að verja þá sem eru í hættu. Það var líka upphaflega línan. En svo tók tilraunin við sem við höfum upplifað undanfarna mánuði, og skilað sér í því að pestin heldur áfram að grassera út í það óendanlega, fókusinn tapast svo fólkið sem er í hættu er ekki verndað, og milljónatugir farast úr hungri og sjúkdómum.

Lykilatriðið er að hættan af þessum sjúkdómi er gríðarlega mismunandi milli aldurshópa. Það myndi ekki skipta heilbriðiskerfið nokkru einasta máli þótt allir undir fimmtugu smituðust á fáeinum vikum, því fólk á þeim aldri lendir ekki á spítala nema í undantekningatilfellum.

Þorsteinn Siglaugsson, 15.11.2020 kl. 00:27

14 identicon

Það sem gerðist á Landakoti er alvarlegt mál og sýnir hvað getur gerst ef svonaa smitsjúkdómur leikur lausum hala í samfélaginu. Upphaflega línan hér og annarsstaðar var að heilbrigðiskerfið réði við ástandið. Þetta var margtuggkð ofaní okkur í vor og leitt að heyra að menn hafi verið sofandi þá.

Hvernig menn ætla svo að stýra því að bara tilteknir smitist er ég ekki einn um að skilja ekki. Það þarf aðeis meira til en að setja límmiða á bréfalúguna og afþakka fjölpóst.

Fyrir svo utan það að fólk á öllum aldri er að veikjast illa og ef ekki væri fyrir heilbrigðisþjónustu sem hefur náð að virka væri talsvert meira um dauðsföll í lægri aldurshópum.

ls (IP-tala skráð) 15.11.2020 kl. 01:38

15 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Mörgum spurningum verður sjálfsagt svarað í fyllingu tímans, öðrum sjálfsagt aldrei, vegna þess að það er ekki einu sinni víst að nokkur áhugi sé fyrir því að svara þeim.

En það eru til margar rannsóknir um t.d. hvernig atvinnuleysi og efnahagserfiðleikar hafa áhrif á fólk og t.d. stytta lífslíkur.

Er einvher ástæða til þess að ætla að annað verði upp á teningunum nú?

Þegar liggur fyrir að atvinnuleysi er hátt á meðal ungs fólks, er þá ekki margföld ástæða til að hafa áhyggjur af atvinnuleysi?

Það má líklega "sjá um" gamla fólkið með ýmsum hætti. Ein hugmynd sem oft hefur heyrst er að ráða allt það fólk sem þegar hefur sýkst til þess. Það kann vel að vera mögulegt.

Það kann líka að vera mögulegt að bjóða upp á góðan kaupauka til þess að einangra sig til einhvers tíma með eldra fólki.  Síðan er skipt um "áhöfn" eftir einhver tíma.

Það kann að hafa aðdráttaafl fyrir einstaklinga sem hafa misst vinnuna.

Aðalatriðið er að hugsa um að leysa málin en ekki nýjar takmarkanir.

Afleiðingar faraldursin munu verða til staðar um langa hríð, þvi minni sem takmarkanirnar eru, því minni verða afleiðingarnar, þó að ég sé sammála því að þær verða alltaf til staðar.

@Gunnar, þakka þér fyrir þetta.  Það liggur eiginlega í hlutarins eðli að ég er að vísa til kortsins sem er birt í fréttinni sem færslan er "hengd við".

Það kort kemur frá "Sóttvarnarstofnun Evrópusambandsins", sem mér virðist reyndar í fljótu bragði að flest viðbrögð sóttvarnaryfirvalda á Íslandi byggist á.

Munurinn á því korti og kortinu frá NYT, er fyrst og frems að hjá NYT er löndum ekki "svæðaskipt".

Eina græna svæðið á kortinu frá "Sóttvarnarstofnun Evróopusambandsins", er í Svíþjóð, en aldrei sagði ég að Svíþjóð væri eina græna svæðið.

En það þarf vissulega að lesa færsluna til að  skilja og sjá muninn.

Ég hygg að ef Íslandi væri skipt upp í landsvæði væru einnig "græn svæði" á Íslandi.

Það gæti átt við mörg önnur lönd, en ég hef ekki nægar upplýsingar til að segja til um slíkt.

@Þorsteinn, þakka þér fyrir þetta.  Það sem gerðist á Landakoti er að mínu mati fyrst og fremst sorglegt mál.

Öll mannana verk og kerfi eru háð mannlegum takmörkunum ef svo má að orði komast og er hætt við mistökum.

Við virðumst hafa æ minni "þolinmæði" gagnvart ófullkomnleika þeirra "kerfa" sem við búum til.

Hvort sem það er krabbameinsleit, heilbrigðiskerfi, eða eiginlega hvað sem er.

Það verður alltaf "skandall" þegar við uppgötvum að ekkert kerfi er fullkomið.

Ekki kosningakerfi, ekki heilbrigðiskerfi og ekki einu sinni fréttastofa Ríkisútvarpsins er hafin yfir það að gera mistök,

Líklega eru þó flestir Íslendingar þeirrar skoðunar að ríkisfréttastofan komist næst fullkomnleikanum.

Íslendingar voru bólusettir gegn svínaflensu og því miður fengu sumir einstaklingar drómasýki.

Þýðir að að við ættum að hætta bólusetningum?  Ekki að mínu mati.

En hvað er ásættanleg áhætta?  Hver svarar því? Hver ber ábyrgð?

Hvað bjargaði bólusetning hugsanlega mörgum mannslífum?  Er réttlætanlegt að einhverjir fái drómasýki til að ná því markmiði?

Þá eru borgaðar skaðabætur og allir sáttir?  Eða hvað, hver ákveður, hver ber ábyrgð?

G. Tómas Gunnarsson, 15.11.2020 kl. 02:19

16 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Eitt í þessu öllu saman held ég að sé ekki tilviljun, og það er að flestir sem tala gegn núverandi sóttvörnum eru það sem kalla mætti á hægri væng stjórnmálanna - leggja alla áherslu á einstaklingsfrelsi. (T.d. apparatið sem framleiddi sk. Barringtonskýrslu).

Þannig að líklega er þessi deila að mestu sprottin af ídeólógíu, fremur en faraldursfræðilegum staðreyndum. Sumir þessara hægrisinna, núna síðast Brynjar Níelsson, hafa gripið til þess að tala niður vísindalega þekkingu. 

Kristján G. Arngrímsson, 15.11.2020 kl. 10:30

17 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Meiri vangaveltur (gaman að þessu). Um tilviljanir (eða ekki):

Athygli vekur að þeim þingmönnum sem hafa haft sig mest í frammi í sóttvarnaandspyrnunni, Sigríði Andersen og Brynjari Níelssyni, hefur báðum nýlega verið settur stóllinn fyrir dyrnar á framabrautinni. Sigríði var gert að víkja úr ráðherrastól og Brynjari var synjað um slíkan stól sem hann langaði mikið í.

Vaknar því óhjákvæmilega sú spurning hvort andspyrna þeirra eigi sér rætur í vonbrigðum og reiði vegna valdsviptingar og þau hafi þarna séð vettvang til að gera sig gildandi, eins og þeim finnst eðlilegt að þau séu.

PS: Mætti halda þessum þræði áfram og spyrja hversu margir sóttvarnaandspyrnumenn séu í raun reknir áfram af einhverri svona undirliggjandi reiði vegna óuppfylltrar valdaþrár. Að minnsta kosti eru þeir margir orðljótir í garð "andstæðinga" sinna, eins og reiðum er tamt, kalla þá "drasl" og örðum, ljótum orðum.

Kristján G. Arngrímsson, 15.11.2020 kl. 11:53

18 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.  Það má oft hafa gaman af svona "samsæriskenningum". 

Persónulega kemur afstaða Brynjars og Sigríðar mér ekki á óvart. Þau er bæði yfirleitt óhrædd við að setja skoðanir sínar fram og hræðast ekki heldur að þær skoðanir séu ekki fjöldans.

En ég heyrði líka kenningu í svipuðum dúr, frá kunningja mínum sem sagðist hafa heyrt hana frá kunningja sínum.

Sú kenning var í þeim dúr að Brynjar og Sigríður hefðu verið send fram á völlinn af ríkisstjórninni sem svona "pre emptive" dúó.

Þar með væri "þessi skoðun" upptekinn og engin hætta á því að stjórnarandstaðan tæki slíka stöðu, því það versta sem hún gæti hugsað sér væri að vera sammála Brynjari og Sigríði.

Persónulega finnst mér það verulega "ódýrt" að reyna að afgreiða "Great Barringto" sem einhverja "hægri ídeólógíu".  En slík vinnubrögð eru þó því miður mjög útbreidd í stjórnmálum nútímans.

Ekki þekki ég neinn af þeim þremur sem settu hana saman.  En þar virðist vera um að ræða þrjá hámenntaða, reynslumikla og margverðlaunaða vísindamenn sem hafa staið sig vel og áður vakið athygli fyrir störf sín.

Einhvers staðar sá ég að í það minnst eitt þeirra liti á sig sem "vinstrimanneskju", en það skiptir í sjálfu sér ekki meginmáli.

Persónulega sýnist mér frekar hægt að um tala að þeir sem sífellt hvetja til strangari aðgerða, meiri takmarkana og harðara eftirlits séu að fá "útrás" fyrir sínar "innstu þrár".

Þetta virðist líka laða fram verstu hvatir margra einstaklinga sem njóta sín vel við að fylgjast með nágrönnum sínum og samborgurum og tilkynna þá fyrir "sóttvarnarbrot".

G. Tómas Gunnarsson, 15.11.2020 kl. 15:20

19 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég held að á endanum snúist þetta um þrennt. Í fyrsta lagi getuna til að sjá heildarmynd hlutanna, ekki aðeins það sem stendur okkur sjálfum næst og er næst okkur í tíma. Í öðru lagi gagnrýna afstöðu, að horfa gagnrýnum augum á aðgerðir stjórnvalda. Í þriðja lagi viljann til, og trúna á að mögulegt sé að finna betri lausnir en nú eru í boði.

Ef einungis hægrimenn eru færir um víðan skilning á heiminum, gagnrýna afstöðu og lausnamiðaða hugsun eru þetta auðvitað mikil meðmæli með þeim.

En ég held að málið sé ekki svona einfalt. Það er stór hópur hægrimanna sem fylgir aðgerðum stjórnvalda í algerri blindni, ekkert síður en vinstrimenn. Og vinstrimenn eru ekkert síður færir um það sem nefnt er hér að ofan en hægrimenn. Vinstrimenn sem sjá heildarmyndina, eins og t.d. dr. Sunetra Gupta, gera sér grein fyrir því hvernig lokanirnar bitna fyrst og fremst á þeim fátækustu, og það rennur öllu sönnu vinstrafólki til rifja. Þetta snýst einfaldlega ekki um flokkapólitík, því fyrr sem fólk áttar sig á því, því betra.

Þorsteinn Siglaugsson, 15.11.2020 kl. 16:38

20 identicon

Þessi Barrington hugmynd er í sjálfu sér ekkert svo galin og hljómar í fyrstu vel. Vandinn er annars vegar sá að fáir ef nokkrir sem bera ábyrgð á sóttvörnum sjá hvernig á að vera hægt að framkvæma hana (það telst ekki með þó að ég hafi ekki séð það heldur). Og svo hins vegar að talsvert mun fleiri spekingar eru á því að þessir yngri og ekki í skilgreindum áhættuhópum sleppi bara alls ekkert svo vel.

Þess vegna hefur hún hvergi verið framkvæmd. Og ákaflega ólíklegt að það verði úr þessu. Sem betur fer (mín skoðun, byggð á þeim rökum og upplýsingum sem ég hef séð).

Og það kemur hægrivinstriflokkapólitík ekkert við.

ls (IP-tala skráð) 16.11.2020 kl. 00:25

21 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Það hvaða aðgerðir eru vænlegastar til raunverulegs og áþreifanlegs árangurs gegn faraldrinum hefur auðvitað ekkert með flokkapólitík að gera. Aftur á móti virðist einsýnt að andstaða við núverandi aðgerðir eigi sér að einhverju ef ekki öllu leyti ídeólógískar rætur og það er einmitt þess vegna sem þessi andstaða er síður trúverðug. Hún þyrfti að vera byggð á faraldursfræðilegum rökum. En amk. einn í andspyrnunni, Brynjar Níelsson, hefur þvert á móti gripið til þess að tala beinlínis niður vísindalegar nálganir. 

Það er svo líka algengur misskilningur að þeir sem vilja byggja aðgerðirnar á vísindalegum og færðilegum grunni líti á vísindi og fræði sem stórasannleik. Bara þeir sem hafa litla vísindalega þekkingu líta á vísindi sem stórasannleik. Enginn vísindamaður "worth his/her salt" gerir það.

Kristján G. Arngrímsson, 16.11.2020 kl. 10:37

22 identicon

Andstaða byggð á prinsippum um hversu langt stjórnvöld mega ganga gagnvart fólki er ekkert verri andstaða en önnur. Eiginlega mun heiðarlegri en að hengja sig á farsóttaraðgerðir sem ekki er hægt að sýna fram á að virki.

Svíar eru t.d. núna að beita svipaðri nálgun og er gert hér, en með minna valdboði (ekki samt engu valdboði eins og stundum mætti halda). En þeir búa líka að öflugri sjúkrahúsum en hér og geta brugðist við mun stærri sýkingum en er mögulegt hér.

Hér fóru menn alveg á hliðina þegar almannavarnir og sóttvarnarlæknir komu með tilmæli sem voru ekki eins og reglurnar. Niðurstaðan var að Íslendingar virtust vilja reglur.

ls (IP-tala skráð) 16.11.2020 kl. 11:56

23 identicon

Ætli ég verði víst ekki að taka þetta til baka með Svía og valdboðin, allavega ef mark er takandi á nýjustu fréttum.

ls (IP-tala skráð) 16.11.2020 kl. 14:02

24 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Andstaðan er að einhverju leyti byggð á almennri andstöðu við inngrip í daglegt líf. En það er þó sjaldgæfara. Og það er ekki fyrr en tiltölulega nýlega sem þær raddir tóku að heyrast, eftir að ljóst varð að þetta væri að dragast verulega á langinn.

Fyrst og fremst grundvallast gagnrýni á þessar aðgerðir á því að um er að ræða fordæmalausa tilraunastarfsemi sem gengur þvert gegn öllum prinsippum faraldursfræða, og svo hinu, að þessar aðgerðir hafa gríðarleg neikvæð áhrif á líf fólks.

Þorsteinn Siglaugsson, 16.11.2020 kl. 15:39

25 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Hugmynd sem ekki er sjáanlega framkvæmanleg af þartilbærum aðilum dugar skammt og getur því ekki talist góð. (Nema kannski í abstraktinu en hér ræðir einmitt um nokkuð sem krefst áþreifanlegra lausna og abstraktið eitt dugar ekki).

Það væri æskilegt að þeir sem andmæla sóttvarnaaðgerðum kæmu heiðarlega fram og segðu eins og er að þeir séu á móti þeim af hugmyndafræðilegum ástæðum - hingað til hefur enginn viljað kannast við það. 

Ég er ekki að halda því fram að ídeólógísk andspyrna eigi ekki rétt á sér, bara segja að mér finnst hún ekki trúverðug.

Kristján G. Arngrímsson, 16.11.2020 kl. 16:08

26 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Aftur vil ég þakka ykkur öllum fyrir innleggin, ágætis umræður.

Í sjálfu sér get ég ekki dæmt um hvort að "Great Barrington" leiðin er framkvæmanleg eður ei.  Hún er ágætlega fram sett og að henni standa eins og ég sagði áður virtir vísindamenn.  Um það held ég að verði varla deilt.

Það er nú reyndar svo að ég man ekki eftir því (svona í fljótu bragði) að stór opinber kerfi s.s. heilbrigðiskerfi taki ábendingum um það sem aðrar leiðir fagnandi og með opnum örmum.

Það er heldur ekki óskiljanlegt, enda um "olíuskip" að ræða en ekki togara, ef svo má að orði komast.

En (og nú er ég fyrst og fremst að tala í alþjóðlegu samhengi) við vitum að opinber heilbrigðiskerfi mjög víða um lönd hafa algerlega brugðist þegar kemur að því að vernda ýmsa viðkvæmustu hópana.

Í landi eftir landi hefur komið í ljós að jafnvel yfir helmingur dauðsfalla vegna Covid-19 hefur verið á hjúkrunarheimilum eða skyldum stofnunum.  Ég þekki ekki hlutfallið á Íslandi.

Nýverið kom út skýrsla á vegu Amnesty International í Belgíu, um hvernig málin þróuðust í "fyrstu bylgjunni".

Þar er því t.d. haldið fram að aldraðir sjúklingar hafi ekki verið fluttir á sjúkrahús þrátt fyrir að gjörgæsludeildir hafi ekki verið fullnýttar.

"Belgium had one of the highest death rates worldwide during the first wave. But while nursing home staff was overwhelmed, the country’s hospitals weathered the crisis, as their intensive care units never reached their 2,000-bed capacity."

https://apnews.com/article/pandemics-coronavirus-pandemic-nursing-homes-belgium-europe-b23dd8c702f43ab9abf0e5b51ff468c9

Frá mars fram í Október segir skýrslan að yfir 60% af öllum Covid tengdum dauðsföllum í Belgíu, hafi verið á hjúkrunarheimilum.

Dauðsföll í Belgíu eru að mig minnir ríflega 14.000, þannig að líklega má segja að dauðsföll á hjúkrunarheimilum séu í kringum 8500.

Fyrir þá skilja Frönsku, má finna skýrsluna hér:  https://www.amnesty.be/IMG/pdf/20201116_rapport_belgique_mr_mrs.pdf

Í Kanada er talað um að allt að 80& af dauðsföllum í "fyrstu bylgjunni" hafi verið á "long term care homes".  

Á tímabili var Kanadíski herinn látinn taka yfir starfsemi á ákveðnum hjúkrunarheimilum.

https://www.kamloopsthisweek.com/long-term-care-deaths-surged-in-covid-19-first-wave-tam-hopeful-it-won-t-repeat-1.24228755

Svipað mátti heyra frá fjölda landa, s.s. Bretlandi, Bandaríkjunum, Svíþjóð, Frakklandi, Spáni o.s.frv. þó að %tölur hafi verið mismunandi.

Hafa sambærilegar tölur fyrir Ísland verið gefnar út?

Ég held að fáir ef nokkrir líti á vísindi sem hinn "stóra sannleik", eða á hinn veginn "algera vitleysu".

En það er ekki flókið að finna vísindamenn með gott orðspor sitt hvoru megin við "línuna" í mörgum málum, þar á meðal Covidinu. 

Síðan koma auðvitað vangaveltur um lagagrunn sem aðgerðir byggja á og svo framvegis.

En ég hef enn ekki getað séð nokkurn benda á raunverulega fylgni á milli harðra aðgerða og árangurs.

Síðan má byrja að velta því fyrir sér þegar byrjað er að tala um að það þurfi ekki aðgerðir "nema" í u.þ.b. ár til viðbótar, hvernig við sjáum fyrir okkur hvernig þjóðfélög líta út þegar hillir undir lok "aðgerða" í t.d. september næst komandi.

https://www.mbl.is/frettir/taekni/2020/11/15/segir_likur_a_edlilegu_lifi_naesta_vetur/

Og hvað gerist ef það bregst?

G. Tómas Gunnarsson, 16.11.2020 kl. 18:20

27 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Verndun þeirra viðkvæmu hefur tekist afskaplega illa.

Og það gerir umræðunni lítið gagn að varpa sífellt fram staðhæfingum um að hitt og þetta sé ekki hægt og einbeita sér að því að reyna að búa til strámenn til að deila við.

En henni er víst ekki jafnt úthlutað andlegu spektinni.

Þorsteinn Siglaugsson, 16.11.2020 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband