7.11.2020 | 22:00
Hvenær er forseti Bandaríkjanna kjörinn?
Það er ekki svo einfalt að skilja hvernig allt gengur fyrir sig hvað varðar Bandarísku forsetakosningarnar. Mismunandi reglur eftir ríkjum og allra handa flækjustig.
Ég hygg að margir líti nú svo á að Joe Biden hafi verið kjörinn forseti Bandaríkjanna. Ég geri það nú að stærstum hluta einnig.
En svo er þó ekki.
Það er rétt að hafa í huga að fjölmiðlar ákveða ekki kjör forseta og þó þeir lýsi yfir sigri þessa framjóðenda eða hins, hefur það að sjálfsögðu enga lögformlega þýðingu.
Úrslit verða ekki ljós fyrr en kjörstjórnir í ríkjunum hafa lokið talningu og gefa út úrslit, og eins og oft hefur komið fram geta kærur haft áhrif eftir það.
Forseti Bandaríkjanna verður svo kjörinn, ef ég man rétt, þann 14. desember næskomandi. Þá er koma þeir sem skipa "The Electoral College" í hverju ríki saman og kjósa forseta og vara forseta.
Þau atkvæði eru síðan send (þau er í reynd sent í margriti til mismunandi aðila) til forseta Öldungardeildarinna (sem er jú vara forsetinn).
Miðað er við að öllu vafaatriðum sé eytt fyrir 8. desember.
Atkvæði kjörmannanna eru síðan talin af sameinuðu þingi þann 6. janúar næstkomandi.
Forseti tekur svo formlega við embætti 20. janúar á næsta ári.
Persónulega hef ég enga trú á því að sú staða sem blasir við breytist, þó að talningu sé ekki lokið og sjálfsagt eigi fjölmargar kærur eftir að koma fram.
En endanleg niðurstaða gæti hæglega dregist fram í byrjun desember.
Svo fylgjast allir auðvitað spenntir með kosningum þann 14. des :-)
Joe Biden sagður kjörinn forseti Bandaríkjanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.11.2020 kl. 14:23 | Facebook
Athugasemdir
Það ætti að vera meginverkefni bandarískra stjórnmála næstu 4 árin að lagfæra þetta úrelta og meingallaða kosningakerfi. Hið sorglega er að það er alls ekkert víst að svo verði raunin.
Guðmundur Ásgeirsson, 8.11.2020 kl. 14:40
@Guðmundur, þakka þér fyrir þetta. Ég á nú síður von á því að kjörmannakerfinu verði breytt á komandi kjörtímabili. Það hefur enda reynst Bandaríkjunum ágætlega, þó að það sé komið til ára sinna.
Það verður alltaf að hafa í huga að ríkin eru að velja sér sameiginlegan forseta.
En það má auðvitað hugsa sér að einstök ríki myndu vilja breyta kosningakerfinu hvað varðar kjörmennina. Það er þó sömuleiðis ólíklegt, því að núverandi kerfi hentar gjarnan ráðaandi flokki í ríkinu.
En það myndi breyta miklu, ef t.d. ríki ákvæðu almennt að hafa "hlufallskosningu" um kjörmennina.
Það gæti jafnvel aukið kosningaþátttöku, því að í núverandi kerfi finnst mörgum í "öruggu" ríkjunum og kjósa "minnihlutaflokkinn" þeir hafa lítið að gera á kjörstað.
Líklega er svo ekkert kjörkerfi fullkomið. Er það ekki í Reykjavík (einn maður eitt atkvæði) þar sem meirihluti borgarstjórnar hefur færri atkvæði á bak við sig en minnihlutaflokkarnir?
G. Tómas Gunnarsson, 8.11.2020 kl. 20:28
Tvö ríki hafa það fyrirkomulag að einum kjörmanni á hverja kjördeild er úthlutað til sigurvegara í þeirri kjördeild, auk tveggja sem þess sem nær meirihluta atkvæða í fylkinu í heild.
Fimmtán önnur ríki auk Washington DC hafa gert með sér samkomulag um að taka upp hlutfallskosningu kjörmanna í eigin ríkislöggjöf, miðað við fjölda atkvæða á landsvísu. Þessi ríki hafa samanlagt 196 kjörmenn, en samningurinn tekur ekki gildi fyrr en ríki með samanlagðan meirihluta eða 270 kjörmenn hafa undirgengist hann. Fjögur ríki til viðbótar með samtals 60 kjörmenn hafa málið til skoðunar en hafa ekki tekið ákvörðun um hvort þau undirgangist samninginn. Geri þau það verður samanlagður fjöldi kjörmanna í viðkomandi ríkjum 256, eða nálægt meirihluta.
Landskosning (National popular vote) myndi eflaust henta demókrötum betur því öruggu ríkin þeirra eru mörg með þeim fjölmennustu. Það eru allavega rökin sem repúblikanar hafa notað gegn þeirri hugmynd. Afstaða mín til þess ræðst hins vegar ekki af flokkshagsmunum heldur af því að ég er almennt fylgjandi jöfnu vægi atkvæða kjósenda á landsvísu.
Guðmundur Ásgeirsson, 8.11.2020 kl. 21:44
@Guðmdundur, þakka þér fyrir þetta. Þetta er eins og margt annað með ýmsa fleti og sjónarhorn.
Bandríkin eru sambandslýðveldi, ríkin hafa mikið vald og í raun hefur forseti Bandaríkjanna mun minna vald í innaríkismálum en margir telja.
Það eru því 50 ríki sem kjósa sér forseta. Þess vegna starfa 50 ríkisþing o.s.frv.
Sumir vilja svo meina að "samningur" eins og þú nefnir sé ólöglegur. Vegna sambandslaga sem hljóma svo:
No State shall, without the Consent of Congress, lay any Duty of Tonnage, keep Troops, or Ships of War in time of Peace, enter into any Agreement or Compact with another State, or with a foreign Power, or engage in War, unless actually invaded, or in such imminent Danger as will not admit of delay.
Svo má líka halda því fram að það sé rökréttara arð hvert ríki endurpegli vilja íbúa sinna, frekar en íbúa annara ríkja.
Það myndi hlutfallskosning kjörmanna gera.
En persónulega hef ég ekki trú á því að þessu kerfi verði breytt í bráð.
En breytingar til hlutallskosninga kjörmanna, eða ef breytt yrði í "einn pott", myndu án ef gjörbreyta kosningunum og kosningabaráttunni.
G. Tómas Gunnarsson, 9.11.2020 kl. 01:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.