12.6.2020 | 16:15
Skrýtið hagræði við sláttinn
Við eigum það líklega sameiginlegt Reykjavíkurborg og ég að grassláttar er gjarna oftar þörf en að mér þætti best.
Í gær sló ég lóðina hjá mér í 6. sinn það sem af er sumri.
Mér hefur þó ekki dottið það snjallræði í hug að þekja hluta lóðarinnar með grjóthrúgum til að minnka grassláttinn.
Hjá mér er þessu eiginlega öfugt farið.
Mér finnst best að hafa beinar línur og fátt sem þvælist fyrir við sláttinn. Slátturinn finnst mér vinnast best þar sem fátt er sem þarf að slá í kringum og hvað þá að beita "orfinu".
Ég hefði talið að á svæði sem þessu væri fljótlegast og einfaldast fyrir stóra sláttuvél að slá ef ekkert væri í vegi fyrir henni.
P.S. Einhverjir myndu sjálfsagt velta fyrir sér hvort að efnið væri ekki betur komið í annarri notkun, sem og hvort að "gróðurhúsaáhrif" flutnings og minna grass hefði verið reiknuð út.
Vangaveltur vakna einnig um hvernig Reykjavíkurborg hyggst koma í veg fyrir að illgresi skjóti rótum í grjóthrúgunum?
Malarhrúgurnar minnka grasslátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Heimspeki, Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 17:46 | Facebook
Athugasemdir
Mér skilst á fréttum að þarna sé ekki verið að dysja hugsjónir borgarstjórnarmeirihlutans, í þessum annars ágætu hrúgum, heldur sé ætlunin að þarna vaxi upp af sjálfu sér margskonar íllgresi, vegfarendum og íbúum til yndisauka. Það er líka alveg í anda borgarstjórnarmeirihlutans.
Þorsteinn Siglaugsson, 13.6.2020 kl. 20:55
https://www.mbl.is/mogginn/bladid/innskraning/?redirect=%2Fmogginn%2Fbladid%2Fgrein%2F1754599%2F%3Ft%3D973121874&page_name=grein&grein_id=1754599
Kristján G. Arngrímsson, 14.6.2020 kl. 15:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.