Síðastliðinn föstudag var Sigurborg (formaður skipulagsráðs borgarinnar) ekki búin að uppgötva að um "mistök" væri að ræða

Núna er meirihluti borgarstjórnar á hröðu undanhaldi hvað varðar ákvarðanir sínar varðandi Reykjavíkurflugvöll.

Núna eru þetta "mistök" og meirihlutinn ætlar að skoða málin og læra af þeim eins og af öllum hinum mistökunum sem hann hefur "orðið" fyrir.

En síðastliðinn föstudag var Sigurborg Ósk Haraldsdóttir (Pírötum) ekki búinn að "uppgötva" að um mistök væri að ræða.

Þá var þetta í skipulaginu.

Það má heyra í þessu útvarpsviðtali hjá Harmageddon.

Þar er áðurnefnd Sigurborg í viðtali ásamt Vigdísi Hauksdóttur (Miðflokki). 

Umræða um flugskýlið hefst þegar u.þ.b. á 19:30, mínutur eru liðnar af viðtalinu, en það er vel þess virði að hlusta á það allt.

Ótrúlegt hvernig fulltrúum meirihlutans tekst að bera á borð ósannindi án þess að fjölmiðlar geri mikið úr því.

 

 


mbl.is Borgin gerði mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Hafa kjósendur einhverja sérstaka ástæðu til að vilja þennan meirihluta burt? spurðirðu í athugasemd við aðra færslu. Er ekki svarið komið?

Kristján G. Arngrímsson, 9.6.2020 kl. 10:46

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.  Ég spurði hvort að það væri sterkari ástæða nú en árið 2018.  Mér fannst nægar ástæður þá.

En að vísu var þáverandi meirihluti felldur, en Viðreisn reisti hann við.

Viðreisn er "hækjan" sem var skotið undir þáverandi meirihluta.

En hvort að borgarbúar eru búnir að fá nóg er önnur saga.  Því verður sjálfsagt ekki svarað fyrr en í næstu kosningum.

En ég verð að segja að mér finnst ekkert benda til þess að Píratar (alla vegna miðað við framgöngu þeirra í borgarstjórn) séu á nokkurn hátt þess megnugir að bæta siðferði í Íslenskum stjórnmálum, eins og þeir telja sig oft færa um.

G. Tómas Gunnarsson, 9.6.2020 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband