Opnað í hálfa gátt í Eistlandi

Í dag opnar Eistland í hálfa gátt ef svo má að orði komast, það er að segja fyrir flestum þjóðum innan EEA/EES. Einungis þeir sem koma frá þjóðum sem eru í "góðu bók" stjórnvalda þurfa ekki að fara í 14. daga sóttkví.

Einungis lönd af EEA/EES svæðinu eru á listanum, en þó ekki öll þeirra.

Til að komast á listann mega ekki hafa verið fleiri smit en 15/100.000, íbúa í landinu síðastliðna 14. daga.

Löndin í "góðu bókinni" eru: Austurríki, Búlgaria,  Kýpur, Danmörk, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Ísland, Ítalía, Króatía, Lettland, Litháen, Liechtenstein, Lúxemborg, Noregur, Pólland, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Sviss, Tékkland, Ungverjaland og Þýskaland. 

Ríkin á EEA/EES svæðinu sem ekki komast í "bókina góðu" eru:  Belgía, Bretland, Írland, Malta,Portúgal, Spánn og  Svíþjóð.

Í dag mega barir og veitingahús vera opin eins lengi og vilji er til og selja áfengi lengur en til 22:00.

Eingungis mega þó 100 einstaklingar koma saman upp að 50% af leyfilegum fjölda sem má vera á hverjum stað.

Þetta er býsna merkileg nálgun hjá Eistlendingum.  Engin skimun, en smit mega ekki fara yfir ákveðið hámark.

Þannig er t.d. vert að hafa í huga að Holland og Ítalíu, rétt náðu undir lágmarkið.

Færslan er byggð á frétt ERR.

P.S. Það má bæta því við að frá og með deginum í dag verður aftur farið að rukka fyrir dvöl barna á leikskólum í höfuðborginni Tallinn, en þeir hafa verið opnir í gegnum faraldurinn eins og venjulega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Athyglisvert

Eistar hafa reyndar allan tímann mátt koma til Íslands, reyndar með þeirri kvöð síðustu vikurnar að þurfa að fara í sóttkví í tvær vikur

ls (IP-tala skráð) 1.6.2020 kl. 13:05

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@ls, þakka þér fyrir þetta. Ef ég hef skilið málið rétt hafa allir alltaf átt rétt á því að koma til Íslands, landinu var aldrei lokað.  Það var svo ekki fyrr en nýlega sem allir þurftu að fara í 14. daga sóttkví.

En víða um lönd hefur landamærum verið lokað, jafnvel svo kirfilega að enginn hafa mátt "transita" í gegn.

En svo verða lönd að taka mið af aðstæðum og opna með þeim aðferðum sem henta þeim.

Ég held til dæmis að Eistlendingar gætu aldrei staðið undir því að skima alla sem kæmu að landamærunum.

Stærstu skipin sem sigla á milli Tallinn og Helsinki taka svo dæmi sé nefnt 2800 farþega.

Fullt af skipum sem sigla þar á milli taka á bilinu 2000 til 2500 farþega.  Leiðin er ekki lengri en svo að þau koma ca 3svar á dag í höfn í Tallinn.

Síðan bætist við flugsamgöngur og landamærin að Lettlandi.

Þannig að líklega er skimun ekki raunhæfur mögueleiki.

En að miða við nýgengi smita er athyglisverð nálgun.

G. Tómas Gunnarsson, 1.6.2020 kl. 14:00

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það virðist skynsamlegt að miða við fjölda smita í upprunalandinu. Líklega er það vitrænni aðferð en að pína Kára til að skima alla sem koma til landsins líkt og stendur til hér.

Þorsteinn Siglaugsson, 1.6.2020 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband