Hvalaskoðun í Montreal?

Hvalir eiga það til að skjóta upp kollinum á ólíklegustu stöðum, en ekki er vitað til þess áður að þeir sýni sig mikið í Montreal.  Þó hafa smærri hvalir s.s. hrefnur og mjaldrar einstöku sinnum heiðrað borgina með nærveru sinni.

En nú hefur  hnúfubakur (humpback whale) glatt borgarbúa síðan í gær.  Ekki er vitað til þess að hvalur af slíkri stærð hafi áður sést jafn langt inn í landi.

Lawrence áin er stór og mikil og fær býsna stórum skipum, þannig að hvalurinn á ekki erfitt með að synda, en þó töldu einhverjir að hann væri þreyttur á að synda á móti straumnum.

Svo er auðvitað spurning með æti í ánni.

En sjón er sögu ríkari og auðvitað var mikill fjöldi mættur í höfnina í Montreal til að sjá og taka myndir.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband