Skotist yfir landamærin

Ég ætti erindi til Pärnu, bæjar á suðurhluta Eistlands í dag. Oft kallaður sumarhöfuðborg Eistlands og jafnframt fæðingarstaður Eistneska lýðveldisins.

Lagði af stað eldsnemma í morgun.

Gekk frá erindinu fljótt og örugglega og svo ákvað ég fyrst að tími væri til að halda yfir til Lettlands.

Athuga hvernig "The Baltic Bubble" virkaði.

Í stuttu máli var ferðin þægileg.

Ég skrapp yfir til Lettlands.  Landamærin voru nákvælega eins og venjulega.  Þar var engan að sjá.

Keyrt fram hjá landamærapóstum og myndavélum án þess að nokkur hefði af ferðalöngum afskipti.

Skaust í búðir, keypti "öðruvísi" mat og og "öðruvísi" áfengi og hélt svo heim á leið.

Og kom heim frá útlöndum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband