Kanada: Kæri forsætisráðherra, Kanadabúar þurfa bæði heilsu og efnahagslega velmegun

Kórónuveiran hefur tekið yfir stærstan hluta opinberrar umræðu um allan heim undanfarna mánuði og ekki að undra.

Mér hefur þótt mátt merkja all nokkra breytingu á umræðunni á allra síðustu vikum. Efnahagsmálin hafa smátt og smátt komið inn í umræðuna af miklum þunga og mér þykir líklegta að sá þungi aukist enn frekar á komandi vikum.

Aðgerðir stjórnvalda mismunandi ríkja, bæði í heilbrigðis- og efnahagsmálum verða vegin og metin og næsta víst að sitt mun sýnast hverjum.

Valdsvið og ábyrgð sérfræðinga og stjórnmálamanna munu án efa einnig verða skeggrædd.

Á vef Kanadísku Macdonald-Laurier stofnunarinnar má nú lesa nýlegt opið bréf til forsætisráðherrans, Justin Trudeau. 

Bréfið er vel skrifað og vel þess virði að lesa það.  Það má lesa hér að neðan.

En það er rétt að hafa í huga við lesturinn að Kanadísku fylkin hafa mikið sjálfstæði, þó að Kanadabúum sé gjarnt að líta til alríkisstjórnarinnar um leiðsögn og forystu

 

Dear Prime Minister,

Since the beginning of the COVID-19 outbreak, Canadians have been presented with a stark choice – either selflessly shut down the economy to save lives or selfishly worry about the economy and condemn thousands to a vicious illness.

This view has formed the basis of the federal government’s response to the crisis to this point, usually bolstered by the claim that the approach is based on science and “evidence,” even as the evidence changes daily and the proclamations of health officials have proven wrong countless times. If it hasn’t already, the government’s refrain will soon wear thin with Canadians suffering the devastating economic, social and health effects of the lockdown.

As numerous experts, including those at MLI, have been arguing from the outset, the alleged choice we face is not just a stark one, but a deeply misleading and false one. The lockdown was likely necessary, given the position Canada was in, and was justified because it served two purposes. First, to “flatten the curve,” thus spreading over time the number of cases of inevitable illness so they would not overwhelm the health care system. Second, the lockdown was to buy us time to build sufficient testing and protective capacity to allow us to return to something like “normal” at the earliest possible moment.

What seems clear by now is that the lockdown did contribute to flattening the curve, but the measures employed were disproportionate to the objective. Moreover, flattening the curve was not without significant cost to our well-being, whether from the health or the economic point of view.

As for the economic cost, it has been nothing less than the deepest and most rapid loss of jobs, savings and income in the history of Canada. As MLI’s Philip Cross has pointed out, the topline job loss numbers we’ve seen so far only scratch the surface. If one includes those unable to work due to lockdown measures and those who have given up looking for work due to the crisis, the unemployment rate would have been 23 percent in March alone. Over March and April, three million Canadians officially lost their jobs, while another 2.5 million were not able to work at all or had much reduced hours. Overall, employment fell by 15.7 percent and hours worked by 27.7 percent. By early May, 7.8 million Canadians had turned to emergency income support from the federal government.

Estimates of the federal deficit resulting from COVID-19 range up to $400-billion. Cross’s Leading Economic Indicator, which had previously predicted sluggish growth over the early part of 2020, shows the economy is now in freefall.

Equally importantly, the lockdown has in fact been very damaging to Canadians’ health: illnesses and conditions not related to COVID-19 have gone untreated or undiagnosed, including leading killers such as cancer and heart disease; mental illness issues have become exacerbated on a major scale; Canadians have died of heart attacks and other conditions for fear of visiting emergency wards despite the fact that most have capacity. Other social issues with a clear connection to health have also been made worse, including increases in domestic abuse and crime, and troubling worries about a potential suicide epidemic. The poor health outcomes from growing impoverishment of Canadians due to the lockdown will likely continue for years.

So these, too, are consequences of lockdown measures done in the name of health. The US Centers for Disease Control and Prevention (CDC) has begun releasing figures showing that a substantial portion of the spike in mortality accompanying the pandemic was not due to confirmed or probable COVID-19 infections. In New York City, for example, as of May 2, such cases accounted for more than 5,000 deaths, or 22 percent of the excess deaths since the pandemic hit. It’s certainly plausible that many died due to the effects of the lockdown and the impact of COVID-19 on the health system. According to the CDC, “Tracking excess mortality is important to understanding the contribution to the death rate from both COVID-19 disease and the lack of availability of care for non-COVID conditions.” Unfortunately, Canada has so far failed to release comparable data.

Despite all this, judging by the lack of preparedness for the necessary phase two of our recovery efforts, the lockdown has also been largely squandered. Personal protective equipment remains in short supply, vulnerable populations like seniors remain inadequately protected in many cases and we are struggling to get needed testing capacity up to the levels required to begin a phased return to work. We have failed even to perform a national random sample test to establish a COVID-19 baseline across the entire population. Yet we seem to have no difficulties spending hundreds of billions of dollars of borrowed money to compensate people for not being able to work when proper measures would make work possible for many now idled.

Now Ottawa seems to be shifting the goalposts. The rationale for the lockdown seems to have morphed subtly from managing the outbreak by “flattening the curve” to preventing the illness from infecting Canadians at all, pushing the timeline for a return to some economic activity into the summer and a return to “normal” a year or more into the distance when a vaccine is available. It’s an impossible goal that is being pursued at an almost incalculably large cost to the well-being of Canadians in exchange for a largely illusory benefit. Some health experts would go even further, advocating that the goal should be “eliminating” the virus from Canada, somehow avoiding any mention of the economic hardship that would entail.

Even as provinces such as Quebec, Alberta and BC push to reopen, you are hesitating. Ottawa needs to do more to support the provinces in their efforts, not get in their way.

“More” does not mean more vast government programmes such as those that have been created on the fly to “tide people over” as a consequence of the government-imposed lockdown. While these have their merits in the very short term, the result is that we are imposing huge costs on ourselves and future generations with spending that is a very poor substitute for Canadians being able to work and provide for themselves and their families through their own efforts and energy. We don’t work only to earn money but because of the dignity of work and its affirmation of our worth and our contribution to society.

Moreover we are loading a disproportionate share of the cost of combating COVID-19 onto the young (in order to protect the old) and blue-collar and service sector workers (who cannot work from home) as opposed to white-collar workers (who often can). These too are policy trade-offs we cannot blame on “experts.” They are choices made by politicians who must be accountable.

We can and must do better. It is the responsibility of our leaders to defend both the health and prosperity of Canadians. These goals are not in conflict but reinforce one another. The path forward does not lie in politicians deferring to experts. As two experts from the London School of Economics observed recently, “It is dangerous when politicians ignore expert advice. But it is just as dangerous when politicians outsource their judgment to experts, especially if the margin of error is huge and the advice is contested. Ultimately, it is the job of politicians to make the tough decisions about trade-offs.”

Understanding this should give our leaders, including you Prime Minister, the courage to lead us in a better direction. What is needed from you now is a clear indication of how we can move to normality and what we can expect to see as a result.  Any easing of the lockdown is going to increase the infection rate – the crucial question is how we can do it without increasing the death rate. This is what we are looking for from you, not endless announcements of programmes to pay us while we wait. We need as much information as possible about the risks of returning to work and how to mitigate them while leaving final decisions in the hands of local workers and employers who know their own circumstances best.

The government must trust and empower Canadians to move prudently back to something approaching normal by giving us clear, non-technical statements of the best available information on which to base our decisions and then allowing and indeed encouraging us to take responsibility for ourselves and get back to work.

Confirmed signatories to date:

John Adams, Board Chair, Best Medicines Coalition

Uswah Ahsan, political science student and non-profit founder

Michael Binnion, CEO, Questerre Energy

Brendan Calder, Professor of Management, Rotman School of Management, U of T

Ken Coates, Canada Research Chair, Johnson-Shoyama School of Public Policy

Philip Cross, former Chief Economic Analyst at Statistics Canada

Brian Lee Crowley, Managing Director, Macdonald-Laurier Institute

Patrice Dutil, Professor, Department of Politics and Public Administration, Ryerson University

Brian Ferguson, Professor of Economics, University of Guelph

Wayne Gudbranson, CEO, Branham Group Inc.

Robert Krembil, Chairman, Krembil Foundation

Ian Lee, Associate Professor, Sprott School of Business, Carleton University

Micheline Brunet McDougall, Founding President, BMA Strategic Research

Vaughn MacLellan, Partner, DLA Piper (Canada) LLP, Toronto

Joe Martin, Founding President, Canadian Business History Association

Soroush Nazarpour, CEO, NanoXplore Inc

Nigel Rawson, President, Eastlake Research Group 

Raheel Raza, President, Muslims Facing Tomorrow

Vijay Sappani , CEO , Ela Capital Inc.

Anil Shah, President, Ni-Met Metals Inc.

Shawn Whatley, MD, former President, Ontario Medical Association

Andrew Wildeboer, President. Royal Lepage RCR Realty and Team Realty

Rob Wildeboer, Executive Chairman, Martinrea International

David Zitner, retired physician and founding director of Medical Informatics, Dalhousie University


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Held að þarna sé verið að segja hug allra borgara. Það er ekki hlustað á þá af því að þeir eru ekki "sérfræðingar" með próf uppá að hafa rangt fyrir sér. Mer finnst lykilsetnimgin vera sú að pólitikusar eigi að vera þeir sem vega kostina og gera málamiðlanir og að sérfræðingarnir gefi ráðleggingar en ráða ekki neinu.

Þessi krísa hefur allavega sýnt og sannað hverslagt hryggleysingjar það eru sem við kjósum til að veita okkur forsjá.

Þetta var þó fyrirséð með forsætisráðherrann ykkar.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.5.2020 kl. 09:09

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Jón Steinar, þakka þér fyrir þetta. Það er nú líklega of sterkt til orða tekið að í bréfinu sé verið að segja hug allra borgara.  En ég hygg að þeir séu að verða stærri og stærri hluta borgaranna.

En enn eru að sjálfsögðu skiptar skoðanir um hvernig sé best að höndla núverandi kringumstæður.

Ef ég dæmi stöðuna t.d. af þeim sem ég heyri í og kannast við (það er rétt að taka fram að minn vina/kunningjahópur er hvorki stór né vísindalega valinn) þá er áberandi, en ekki einhlýtur, munur á afstöðu eftir hvernig afkomu er háttað.

Ríkisstarfsmenn og þeir sem eiga auðvelt með að vinna heima er mun umburðarlyndari gagnvart takmörkunum, en þeir sem eru t.d. með eigin rekstur eða geta ekki sinnt sínum störfum heima.

Hitt kom mér þó ef til vill meira á óvart, að þeir sem ég kannast við og hafa á einum eða öðrum tíma gefið sig út fyrir að vera trúaðir, eru mun sótthræddari en aðrir.

En það er vert að hafa í huga að það eru alltaf stjórnmálamennirnir sem taka ákvarðanirnar og bera ábyrgð á þeim.

En það er alltaf rík tilhneyging hjá stjórnmálamönnum að reyna að skjóta sér undan ábyrgð, en mæta í "borðaklippingar".

G. Tómas Gunnarsson, 17.5.2020 kl. 10:00

3 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Ekki að ég hafi neina hvöt til að bera blak af stjórnmálamönnum (og er enginn sérstakur Trudeau-aðdáandi), en er þetta ekki bara svona dæmi um að það sé auðvelt að vera vitur eftir á? 

Og stjórnmálamennirnir bera á endanum ábyrgðina (enda kosnir til þess) og þessi skrif því svolítið auðveld, þannig séð. Akademíkerar bera enga ábyrgð, hvað svo sem þeir sjálfir kunna að halda.

Kristján G. Arngrímsson, 17.5.2020 kl. 10:34

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Ég myndi líta á þetta bréf sem bæði eftir á, nútíma og framtíðarskoðun.

Ég vil byrja á því að ég þekki engan af þeim sem skrifa undir bréfið og hvað þeir hafa skrifað áður.  Ég birti einfaldlega bréfið vegna þess að mér fannst það athyglisverð skrif.

En það verður að taka með í reikninginn að Kanada er langt í frá á sama stað og t.d. Ísland hvað varðar baráttuna gegn Kórónuveirunni, hvorki frá heilbrigðissjónarmiði eða efnahags. (Ég held reyndar að það sé varla hægt að segja að nokkur tvö ríki séu stödd á nákvæmlega á sama stað.)

Staðan er svo auðvitað mismunandi eftir fylkjum, rétt eins og hún var t.d. mismunandi eftir landshlutum á Íslandi. Margir sem ég hef heyrt hafa til dæmis furðað sig á því hvers vegna sömu reglur þurftur að gilda á Austurlandi og t.d Reykjavik, en það er önnur umræða.

En það sem ég tek ekki síst frá þessu bréfi er t.d. 10. málsgrein sem hefst svo: "

Now Ottawa seems to be shifting the goalposts. The rationale for the lockdown seems to have morphed subtly from managing the outbreak by “flattening the curve” to preventing the illness from infecting Canadians at all, pushing the timeline for a return to some economic activity into the summer and a return to “normal” a year or more into the distance when a vaccine is available."

Þetta horfir beint til framtíðar (náinnar) en ekki í baksýnisspegilinn.

Ég lít ekki svo á að gagnrýnin snúist fyrst og fremst um það sem hefur gerst, heldur hitt sem er að gerast og á eftir að gerast (eða ekki).

Stjórnmálamenn bera auðvitað ábyrgðina, það er að mínu mati ljóst.  En ert þú þá þeirra skoðunar að þeir sem ekki bera ábyrgðina (akademíkerarnir) eigi ekki rétt á því að gagnrýna þá eða ættu að stilla sig um það?

Persónulega er ég þeirra skoðunar að öll gagnrýni á stjórnvöld eigi rétt á sér.  En ég gef henni ekki mikinn gaum, nema hún sé sett fram með kurtleislegum og vitrænum hætti. 

Mér finnst umrætt bréf uppfylla þau skilyrði.

G. Tómas Gunnarsson, 17.5.2020 kl. 10:54

5 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Ég á alls ekki við að gagnrýni á stjórnmálamenn eigi ekki rétt á sér. Ég á bara við að þeir sem gagnrýna þurfa að gæta þess að setja sig ekki á háan hest og jafnvel hafa í hug hvað þeir hefðu sjálfir gert ef þeir hefðu þurft að taka ákvörðun og bera ábyrgð þegar ákvörðunin var tekin - við þær ytri aðstæður sem það var gert og í þeirri tímaþröng sem það var gert, með þær takmörkuðu upplýsingar sem það var gert.

Ennfremur sýnist mér að stjórnmálamenn hafi hingað til tekið mark á akademískum sérfræðingum - t.d. sóttvarnalækni - (nema Trump, blessaður) og muni því væntanlega gera það áfram.

Kristján G. Arngrímsson, 17.5.2020 kl. 11:17

6 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Þannig að mér finnst alls ekki að það eigi ekki að gagnrýna pólitíkusa, en ég er mjög upptekinn af því að gagnrýnin sé ekki úr fílabeinsturni. 

Kristján G. Arngrímsson, 17.5.2020 kl. 11:29

7 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.  Finnst þér bréfritarar "setja sig á háan hest"?

Persónulega finnst mér að þeirra gagnrýni snúi t.d. að því að það þurfi að taka tillit til fleiri sjónarmiða ein "faraldsfræðinga".

Til dæmis hvað varðar efnahaginn, sem snertir alla "fleti" þjóðfélagsins og jafnframt til lengri tíma litið heilbrigðiskerfið, bæði hið líkamlega og andlega.

Hins vegar lít ég svo á að engin geti fullyrt um hvernig ákvarðanir hann muni taka undir álíka kringumstæðum og nú ríkja, nema þeir sem hafa þurft að gera það.

En gagnrýnin í bréfinu beinist síður (að mínu mati) að þeim ákvörðunum sem teknar voru í fyrndinni (fyrir mánuði eða tveimur LOL), heldur þeim ákvörðunum sem verið er að taka núna.

Vissulega er myndin ekki skýr, en mun skýrari en var.  En það eru líka fleiri og fleiri sem gera sér grein fyrir því hver efnahagsáhrifin verða.

Þær ákvarðanir sem verið er að taka núna (eða ekki taka) hafa gríðarleg áhrif.

Það er verið að tala um hvernig þær muni hafa áhrif í framtíðinni.

G. Tómas Gunnarsson, 17.5.2020 kl. 11:36

8 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Ertu þá að meina (með seinni athugasemdinni) að þeir sem starfa í háskólum ættu að hafa vit á því að halda sér til hlés?

Hvað finnst þér benda til að bréfritendur lifi í "fílabeinsturni"?  (Óttalega ó-PC hugtak, enda byggir enginn úr fílabeini í dag).

Þarna eru reyndar fjölmargir sem starfa í háskólum, en jafnframt einstaklingar í "atvinnulífinu".

G. Tómas Gunnarsson, 17.5.2020 kl. 11:41

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er mjög gott bréf og varpar skýru ljósi á vandann. Í bréfinu kemur fram sú afstaða að aðgerðir til að draga úr hraða sýkinga hafi verið mikilvægar, en að líklega hafi þær gengið of langt. Og jafnframt að verði sömu stefnu haldið áfram leiði það af sér margfalt alvarlegri hörmungar en pestin sjálf. Sjálfur hef ég haft áhyggjur af þessu lengi og viðrað þær. Yfirleitt fengið skammir fyrir. Nú, þegar fleiri eru farnir að átta sig á þessu, fæ ég líklega þau skilaboð að það sé auðvelt að vera vitur eftir á.

Þorsteinn Siglaugsson, 17.5.2020 kl. 11:52

10 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Öll gagnrýni á stjórnvöld á rétt á sér. Ekki er þar með sagt að öll gagnrýni á stjórnvöld sé skynsamleg eða gagnleg. Sennilega er megnið af henni bæði heimskulegt og tilgangslaust. Ekki gerir það hana óréttmæta.

Þannig að enginn ætti að halda aftur af sér í gagnrýni ef honum finnst hann hafa (eða hann bara langar til) eitthvað til málanna að leggja.

(Eina eiginlega gagnrýnin á stjórnvöld kemur upp úr kjörkössunum, ef út í það er farið).

Vel heppnuð gagnrýni er sú gagnrýni sem hinn gagnrýndi tekur mark á. Í þessu tilviki Trudeau. 

Kristján G. Arngrímsson, 17.5.2020 kl. 15:58

11 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Þegar ég segi að "eina eiginlega" gagnrýnin á stjórnvöld komi upp úr kjörkössunum á ég líklega við að það sé eina gagnrýnin sem stjórnvöld komist ekki hjá að taka mark á.

Kristján G. Arngrímsson, 17.5.2020 kl. 16:06

12 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Þorsteinn, þakka þér fyrir þetta.  Ég er sammála þér að bréfið sé gott og skýrt.

Það hafa verið (að mínu mati) ákveðin tímabil hvað varðar Kórónuveiruna.  Fyrst tímabil, sem fæstir tóku hana alvarlega, svo kom tímabil þar sem gríðarlega óvissa ríkti og gripið var til harkalegra aðgerða, enda vissu fæstir ef nokkrir hverju von var á.

Síðan kemur tímabil þar sem enn ríkir nokkur óvissa, en fleiri og fleiri eru að gera sér grein fyrir því að við verðum að læra að lifa með veirunni, þó að vissulega séu skiptar skoðanir um hvernig.

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.  Ég er sammála þér um að öll gagnrýni á stjórnvöld eigi rétt á sér.  Síðan verður hver og einn að meta hver er trúverðug og hverju er tekið mark á.

Það sem kemur upp úr kjörkössunu er ekki beint gagnrýni, heldur dómur.

Það er alls ekki rétt að eina velheppnaða gagnrýnin á stjórnvöld sé sú sem stjórnvöld taka mark á.  En hún getur vissulega verið vel heppnuð.

En ekki síður er gagnrýnin vel heppnuð ef kjósendur taka mark á henni og fella dóm sinn (í kosningum) með tilliti til hennar.

Persónulega þykir mér þú taka um of afstöðu út frá "persónum", Niall Ferguson var "alþekktur besserwisser", þeir gagnrýnendur sem rita það opna bréf sem hér hefur verið til umræðu "lifa í fílabeinsturni". 

En hvað um það sem þeir eru að segja?

G. Tómas Gunnarsson, 17.5.2020 kl. 16:13

13 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Langar svo að bæta við hlekk hér á viðtal Kristjáns Kristjánssonar, við heimspekingin Jón Ólafsson, á Sprengisandi í morgun.

Var að enda við að hlusta á viðtalið sem var fróðlegt og tengist umræðuefninu.

https://www.visir.is/k/c7fe6d9e-0dbf-4fae-97e5-4d6927edbe75-1589716770463

G. Tómas Gunnarsson, 17.5.2020 kl. 16:18

14 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Here we go again ...

Að gagnrýni á stjórnvöld geti haft áhrif á kjósendur og þar með á stjórnvöld er kannski svolítið sjálfgefið.

Ég gerði tilraun til að hlusta á Ferguson, eins og ég útskýrði á sínum tíma, en "varð frá að hverfa" vegna þess að mér fannst hann ekki trúverðugur. Fræðimenn sem tala um hlutina út frá sjálfum sér eru að mínu mati hvorki góðir né trúverðugir fræðimenn.

Ég fullyrti hvergi að ritendur þessa bréfst til Trudeau lifðu í fílabeinsturni (eða ég amk. ætlaði ekki að fullyrða það, hafi ég fullyrt það tek ég þá fullyrðingu aftur); ég velti því upp sem spurningu hvort það væri kannski ekki svolítið þannig með einhverja af bréfriturunum, eins og kannski fleiri sem gagnrýna viðbrögð stjórnvalda. Þú hefur sagt - skilji ég þig rétt - að svarið við þessari spurningu minni sé nei. Gott og vel. Ég hef ekkert meira um það að segja.

Kristján G. Arngrímsson, 17.5.2020 kl. 16:35

15 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Sum gagnrýni hefur áhrif stjórnvöld, sum gagnrýni hefur áhrif á stjórnvöld og kjósendur, sum gagnrýni hefur eingöngu áhrif á kjósendur, og þá er yfirleitt skipt um stjórnvöld.  Það er að segja á Vesturlöndum, í því lýðræði sem við þekkjum.

Það gerist ekki t.d. í Kína, sem sumir vilja þó meina að séu álíka trúverðug stjórnvöld og sum á Vesturlöndum, eða í þeim ríkjum sem eru ofurseld einhvers konar fasisma/kommúnisma.

Það er ekkert að því að nenna ekki að hlusta á einstaklinga, en öll gagnrýni á þá verður bitlausari frá þeim sem ekki nenna að hlusta.

Ég kann að hafa misskilið setninguna hér að ofan:  "Þannig að mér finnst alls ekki að það eigi ekki að gagnrýna pólitíkusa, en ég er mjög upptekinn af því að gagnrýnin sé ekki úr fílabeinsturni."

En þar sem engin gagnrýni (í það minnsta sem ég gat skilið á þann veg) kom fram á það sem stóð í bréfinu (sem um er rætt), gat ég ekki skilið setninguna á annan veg en að hún beindist að þem sem skrifuðu undir bréfið.

Eða beindist þetta að einhverjum öðrum?

Eins og ég sagði áður þekki ég ekki til þeirra sem skrifa undir bréfið, eða fyrri skrifa þeirra.

En það rýrir í sjálfu sér ekki hvað þeir hafa fram að færa.

G. Tómas Gunnarsson, 17.5.2020 kl. 16:50

16 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Fínt viðtal við Jón Ólafs. 

Kristján G. Arngrímsson, 17.5.2020 kl. 16:50

17 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Ég skil alveg að þú hafir misskilið þessa setningu sem þú vitnar til. Hún er ekki afdráttarlaus og ég biðst velvirðingar á því. En vonandi er ég búinn að útskýra þetta betur núna. Þetta beindist einfaldlega að þeim sem tala úr fílabeinsturni, hverjir það svo sem eru. (Til að flækja málið enn frekar er það svo vísast matsatriði hverjir tala úr fílabeinsturni og hverjir ekki!) Ég var ekki að beina orðum mínum sérstaklega að bréfriturunum, en ég velti því upp hvort vera kynni að einhverjir þeirra væru í fílabeinsturni. 

Það var svo ekki þannig að ég "nennti ekki" að hlusta á Ferguson, heldur eins og ég sagði að mér finnst hann ekki trúverðugur fræðimaður og ég hef útskýrt af hverju mér finnst hann ekki trúverðugur fræðimaður. Að sjálfsögðu er það bara mín uppifun og aðrir geta verið mér ósammála um trúverðugleika hans. Þannig að það sem hann hefur að segja hefur ekki mikið gildi fyrir mig, en er áhugavert og upplýsandi fyrir aðra.

Kristján G. Arngrímsson, 17.5.2020 kl. 16:59

18 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég held að það sé ágæt venja að meta málflutning út frá gildi röksemdanna sem færðar eru fram, og gagnrýna þær þá ef maður telur þeim ábótavant. Ég held að það sé miklu gagnlegra en vangaveltur um hvort einstaklingar séu trúverðugir, hvort manni finnist eða finnist ekki að sá sem talar sé í fílabeinsturni, sem er nú ekki sérstaklega skýrt hugtak yfirleitt, eða hvort sá sem talar eða skrifar sé að manns eigin mati vitur eftir á eða fyrirfram. Slíkar vangaveltur falla allar undir það sem kallað er ómálefnalegt, og hefur því í sjálfu sér ekkert gildi.

Og hvað gagnrýni varðar, á stjórnvöld eða aðra, þá ræðst gildi hennar af því hvort hún á við rök að styðjast eða ekki. Ekki af því hvort hún nær eyrum þessa eða hins, eða öðlast vinsældir.

Þorsteinn Siglaugsson, 17.5.2020 kl. 17:10

19 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Gott og vel, Þorsteinn, en þú útskýrir þá kannski hvað þú átt við með "gildi röksemda" og hvað "rök" eru - sem gagnrýni á eða á ekki við að styðjast.

Kristján G. Arngrímsson, 17.5.2020 kl. 17:20

20 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég held að við þekkjum báðir muninn á málefnalegri og ómálefnalegri umfjöllun og gagnrýni Kristján. 

Þorsteinn Siglaugsson, 17.5.2020 kl. 18:00

21 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Ég er ekki viss um að ég geri það, og hefur sýnst þú ekki heldur telja mig vita það. Eða ertu að saka mig um að vera viljandi ómálefnalegur?

Kristján G. Arngrímsson, 17.5.2020 kl. 18:10

22 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Persónulega skil ég ekki hvaða aðra einstaklinga þú getur hafa verið að ásaka um að búa í "fílabeinsturni", en þá sem skrifa undir bréfið, því bréfið er í raun eina umfjöllunarefni upphaflegu færslunar.

Nema auðvitað að þú sért að ásaka mig (höfund færslunar) um að lifa í fílabeinsturni.  En það væri auðvitað annar handleggur.

Persónulegar segi ég fyrir mig, að ég hef líklega oftar en ekki verið ósammála Jóni Ólafssyni, sérstaklega líklega hvað varðar stjórnarskrármál, en það er ekki það eina.

Samt þykir mér meira eða minna alltaf fróðlegt að hlusta á viðtöl við hann og hef gert það á fjölda fjölmiðla.

Það gildir um fjölda annara sem ég er oftast nær algerlega ósammála en en legg mig samt fram við að hlusta á það sem þeir hafa fram að færa.

Það er auðvitað svo að ég finn oft alls ekki knúinn til þess að andmæla þeim, en mér þykir fengur að því að safna því sem þeir segja í "sarpinn" ef svo má að orði komast.

@Þorsteinn, þakka þér fyrir þetta. Persónulega finnst mér trúverðugleiki einstaklinga sem annara (hópa eða ríkja) skipta máli.  Það er mjög oft sem einstaklingar eins og ég hef enga möguleika til þess að afla mér upplýsinga sem geta rennt stoðum undir hinar ýmsu fullyrðingar. 

Það hefur vissulega í för með sér hættu á að þeir sem hafa byggt upp trúverðugleika segi ósatt og sé trúað, en slíkt endist að jafnan ekki að eilífu.

Það er langt í frá að gagnrýni á stjórvöld sé alltaf rétt, röng eða sönnuð sem annað af því tvennu.

Persónulega tel ég enga leið til að líta fram hjá því að kosningar ráðist oft af þvi sem nær "eyrum kjósenda" frekar en mörgu öðru.

G. Tómas Gunnarsson, 17.5.2020 kl. 18:31

23 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Tommi, ég var alls ekki að segja undir rós að þú værir að tala úr fílabeinsturni. Þessi umræða hérna er orðin öll mjög loðin og óskýr og ég biðst forláts á mínum þætti í því. 

Kristján G. Arngrímsson, 17.5.2020 kl. 18:45

24 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.  Ég tók "fílabeinsumræðuna" ekki til mína, taldi frekar að þú beindir henni að bréfriturum.

En ég taldi hvorki mig né þá eiga hana skilið.  Þó með þeim fyrirvara að ég þekki ekki neitt til bréfritarana.

Umræða í athugasemdakerfum sem þessu hér, verður oft frkar loðin og óskýr. Við því er lítið að gera nema að reyna að gera betur næst, og svo næst, og næst og næst og næst.

Það þýðir ekki að það megi ekki hafa á köflum gaman af henni og svo á stundum gagn.

G. Tómas Gunnarsson, 17.5.2020 kl. 19:22

25 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég ætla ekki að fara að rífast við þig um skilgreiningar á hugtökum Kristján. Ómálefnalegur? Já, stundum finnst mér þú vera það. Til dæmis þegar þú afskrifar bréfið sem birt er í þessum pistli með þeim orðum að þarna séu menn bara að vera vitrir eftir á. Það er ódýr og ómálefnaleg afgreiðsla.

Þorsteinn Siglaugsson, 17.5.2020 kl. 20:17

26 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Þetta er nefnilega vandinn, Þorsteinn, að það er auðvelt að tala um "gild rök" en þegar kemur að því að útskýra hvað það nákvæmlega er þá verður oft fátt um svör. (Varla áttu við rökfræðilega formlega "gilda" röksemdafærslu?) Og hvað á maður að gera þegar viðmælandinn (án þess að ég sé að tala um neinn sérstakan) ypptir bara öxlum yfir rökum manns og heldur áfram að gera það sem er greinilga "órökrétt"?

Tommi, varðandi spurninguna um hverja ég hafi verið að tala um þegar ég minntist á fílabeinsturninn þá get ég ekki annað en "klippt og límt" hér útskýringu mína á því hér að ofan: "ég velti því upp sem spurningu hvort það væri kannski ekki svolítið þannig með einhverja af bréfriturunum, eins og kannski fleiri sem gagnrýna viðbrögð stjórnvalda. Þú hefur sagt - skilji ég þig rétt - að svarið við þessari spurningu minni sé nei. Gott og vel."

Svo er ég alveg sammála þér um að það er hollt og oft lærdómsríkt að lesa og ræða við þá sem maður er alveg ósammála, sbr. að ég hef lengi lesið bloggið þitt og blogg Styrmis Gunnarssonar. Ykkur báðum er ég ósammála um grundvallaratriði (þið eruð t.d. báðir mjög stækir ESB-andstæðingar en ég er það ekki) og hef lært margt af ykkur.

Kristján G. Arngrímsson, 18.5.2020 kl. 06:48

27 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Vitanlega verða röksemdafærslur að vera formlega gildar, en það er ekki nóg til að röksemdir haldi vatni. Forsendurnar þurfa jafnframt að standast skoðun.

Þorsteinn Siglaugsson, 18.5.2020 kl. 13:12

28 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Já en þegar að því kemur að skera úr um hvort forsendur "standast skoðun" er ansi hætt við að sitt sýnist hverjum og til komi mismunandi túlkanir, mismunandi skilningur, mismunandi verðmætamat, mismunandi upplifanir og svo framvegis og svo framvegis.

Þannig að það sem fyrir einum er skotheld rök er fyrir öðrum tóm þvæla vegna þess að þeir hafa mismunandi skilning á forsendunum. Og hvernig skerum við á úr um hvor hefur rétt fyrir sér? Með öðrum röksemdafærslum? Fáum rökfræðing í lið með okkur?

Ég er ansi hræddur um að seint yrði endir á þessu - eins og þessir endalausu kommentaþræðir okkar hérna eru kannski til marks um!

Kristján G. Arngrímsson, 18.5.2020 kl. 14:14

29 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Auðvitað eru ekki allar forsendur sannreynanlegar. En margar eru það.

Þorsteinn Siglaugsson, 18.5.2020 kl. 15:02

30 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég held að þeir sem eru vitrir eftirá viti talsvert meira en þeir sem eru vitrir fyrirfram. Það er kostur þessarar greinar. Gengdarlausar dómsdagsspár hafa ekki gengið eftir og það er nokkuð víst að nánast allir þeir serfræðingar sem spáðu í málið í upphafi vissu ekkert hvað þeir voru að segja. Álit vísindamanna er ekki það sama og vísindi, svo mikið er víst.

Þetta hefur allt saman verið ágætt dæmi um serfræðingaveldið þar sem ókjörnir beturvitar taka völd og stjórnvöld sem eiga að gera málamiðlanir í stórum áhættuþáttum hætta að stjórna. Það er tilhneiging þeirra að fría sig ábyrgð með að vísa til annarra. Þannig telja þeir sig tryggja þingsæti sín sem þeir vilja samgróin sitjandanum. Hryggleysingjum farnast best í stjornmálum. Þetta á reyndar við um alla stjórnsysluna. Ekki benda á mig syndtómið.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.5.2020 kl. 07:40

31 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Ég hef margsagt að ég þekki ekki til fyrri skrifa bréfritara.  En mér finnst "ódýrt" að tala um að þeir búi í "fílabeinsturni", án þess að gagnrýna skrif þeirr.

Er ég að skilja þig rétt, að þú teljir að enginn "einn sannleikur" sé finnanlegur í þessu máli? 

Ef svo er get ég tekið undir það.

@Þorsteinn, þakka þér fyrir þetta.  Það eru ótrúlega fáar óhagganlegar staðreyndir hvað varðar Kórónuveiruna á þessu stigi.  Þeim fjölgar þó hægt og hægt, en þó virðist enn sem komið er lítið hægt að segja og "staðreyndir" mismunandi milli landa og svæða. 

Það verður ekki fyrr en að löngum tíma liðnum, t.d. þegar dánartölur verða ljósar yfir lengra tímabil.  Það deyr víst enginn nema einu sinni.

Staðan í efnahagsmálum er t.d. að verða fleirum og fleirum ljós, en er samt óljós.  Þar verður mjög líklega t.d. verri skýrari mynd í haust.

@Jón Steinar, þakka þér fyrir þetta. Bréfið fjallar minnst um það sem hefur gerst, heldur um það sem er að gerast núna og er að fara að gerast.

En samspilið á milli "sérfræðinga" og stjórnmálamanna á eftir að verða mikið rætt á næstunni.

G. Tómas Gunnarsson, 19.5.2020 kl. 11:26

32 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Bæti hér við viðtali við lækni í þættinum Harmageddon. 

Fróðlegt viðtal og athyglisverð afstaða.

https://www.visir.is/k/e23057e3-7a6a-47ca-813d-f23195b8a2cb-1589807717905

Og svo BBC um "Sænsku leiðina"

https://www.bbc.com/news/world-europe-52704836

G. Tómas Gunnarsson, 19.5.2020 kl. 11:27

33 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Gaman að þessu ...

Ég sagði í athugasemd þann 17. 5. kl. 11.29 að mér finnist alls ekki að það eigi ekki að gagnrýna pólitíkusa, en ég sé mjög upptekinn af því að gagnrýnin sé ekki úr fílabeinsturni.

Nú er það svo, að maður getur ekki alveg ráðið því sjálfur hvað orð manns merkja. Jafnvel þótt maður ætli að segja eitthvað alveg ákveðið og úthugsað þá er endanleg merking orðanna alltaf komin undir þeim sem les þau eða heyrir.

Þannig að ef þú skilur þetta sem gagnrýni á bréfritarana þá er þetta það. En ef ég ætlaði þetta ekki sem gagnrýni á þá, og skil þetta sjálfur ekki þannig, þá er þetta það ekki. Hvor okkar skilur orð mín rétt? Eiginlega við báðir, bara. Ég er alveg sáttur við það. Ef þér finnst þetta ódýr gagnrýni þá bara er það þín skoðun. Ég ætla aftur á móti ekki að fara að reyna að útskýra eða svara fyrir eitthvað sem ég sagði ekki (þ.e. sagði ekki að mínu mati), það væri eiginlega óhugsandi, bæði vegna þess að þá væri ég að svara fyrir eitthvað sem ég skil ekki og svo væri ég þá búinn að samþykkja að þinn skilningur á orðum mínum væri réttari en minn eigin skilningur á þeim. Og ég sé ekki af hverju ég ætti að gera það.

Kristján G. Arngrímsson, 19.5.2020 kl. 15:06

34 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

ES: varðandi þetta viðtal: ég átta mig ekki alveg á því hver punkturinn er hjá lækninum.

Annað: er reiknað með að þegar landið verður "opnað" muni taka að streyma hingað ferðamenn?

Kristján G. Arngrímsson, 19.5.2020 kl. 15:15

35 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

En Tommi, í athugasemdum við þennan þráð hefur þú að mér sýnist að minnsta kosti þrisvar sagt ummæli mín um fílabeinsturninn ekki verða skilin öðru vísi en sem ummæli um þá sem skrifuðu bréfið, þrátt fyrir að ég hafi oftar en einu sinni reynt að útskýra hvað ég átti við, þe. að ég hafi ekki verið að tala um þá sérstaklega.

Ég held að í ljósi þeirrar áherslu sem þú hefur lagt á að hér séu menn kurteisir og sýni hver öðrum virðingu sé kannski kominn tími til að þú lítir í eigin barm. Að sitja ítrekað undir því að orð manns séu mistúlkuð (að mér finnst) þrátt fyrir tilraun til frekari útskýringa, sem þú hefur ekki gert neitt með, fer að líkjast því að mistúlkunin sé vísvitandi. Hvað liggur svo þar að baki get ég ekki vitað. En eitthvað er það.

Kristján G. Arngrímsson, 19.5.2020 kl. 15:49

36 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég held að áður en þið farið að slást (hvernig sem menn gera það svosem og virða tveggja metra regluna) væri rétt að ég varpaði fram kenningu minni um árangur Íslands í baráttunni við veiruna. Þá fer ykkur kannski frekar að langa til að lemja mig. Í stuttu máli er kenningin sú að þvert á það sem flestir halda hefur árangurinn hér verið hraksmánarlegur. Rökin fyrir því eru þau, að markmið aðgerða gegn svona veiru hlýtur að vera það að lágmarka tjón, bæði af veirunni og af aðgerðunum. Til þess þarf að gæta þess að veiran gangi ekki hraðar yfir en heilbrigðiskerfið ræður við, en jafnframt þarf að gæta þess að hún gangi eins hratt yfir og mögulegt er, að tilliti teknu til afkastagetu spítalanna. Þetta kallast að fletja kúrfuna. En það sem hér hefur gerst er að kúrfan er alls ekkert flöt. Hún er horfin. Og kannski fimm prósent komin með ónæmi í hæsta lagi, sem er litlu skárra en enginn. Þetta þýðir þá að þegar fara á að opna landið aftur er vitanlega morgunljóst að smitin fara að koma upp aftur. Og þá endar með því að landinu verður lokað aftur. Við erum því eiginlega eins og íbúar í umsetinni borg, sem loka hliðunum og bíða þess að falla smám saman úr hor meðan umsátursherinn bíður rólegur fyrir utan.

Þ.e.a.s. í stað þess að hámarka nýtingu flöskuhálsins, sem er heilbrigðiskerfið, þannig að pestin geti gengið yfir án þess að allt fari á hliðina, þá er flöskuhálsinn ekki að afkasta neinu lengur, og gott ef það er ekki bara búið að leggja hann niður. Og við sitjum í nánast nákvæmlega sömu sporum og áður en samfélaginu var parkerað fyrir tveimur mánuðum síðan. Það er nú allur árangurinn.

Þorsteinn Siglaugsson, 19.5.2020 kl. 18:14

37 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vissulega fjallar bréfið um það sem er að gerast og framundan er Tómas. Það er þó allt í ljósi þess sem á undan er gengið.  Það er þó ekki eins og menn séu að draga saman álit að leikslokum og vera vitrir eftirá í neikvæðum skilningi. Vitleysurnar, ofmatið og vanmatið hefur verið mönnum ljóst jafn óðum allan þennan tíma og þessi gagnrýni er ekkert ný þannig. 

Lærdómurinn sem ég dreg af þessu er að ábyrgðarfælni pólitíkusa er stór hluti af þeim efnahagslega skaða sem orðinn er. Það var bara skipt um í brúnni og brokkgengar sérfræðinefnur settar í staðinn. Þessir sérfræðingar gáfu þó aldrei nema álit og skutu oftast yfir markið í eigin ábyrgðarfælni. Ef hlutirnir fara betur en ýkjur þeirra gefa til kynna, þá geta þeir fullyrt að það,sé dragónískum aðgerðum að þakka. Sama ábyrgðafælnin líka á þeim bæ. Betra að skjóta yfir markið en undir, því vanmat kallar frekar á að menn verði kallaðir til ábyrgðar en hitt.

Heilagleiki sérfræðinga er samt óútreinanlegur. Alvaldur dr. Fauci sagði 21. Febrúar að fólk þyrfti ekki á nokkurn hátt að breyta daglegu lífi og að hættan væri minimal. Þetta var á versta tíma. Samt er hann lofaður eins og saraþústra í dag.

Skömmu síðar lokaði Trump á Kína og Evröpu og var kallaður víðáttufælinn rasisti fyrir. Nú er verið að kokka upp nýja saksókn á hann fyrir það að hafa ekki brugðist fyrr við.

Það er ekki sama Jón og Séra Jón í þessu.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.5.2020 kl. 19:25

38 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Efni þessarar bloggfærslu er bréfið sem birtist í honum.

Hvert erindi á hugsanlega gagnrýni á einhverja hugsanlega einstaklinga sem hugsnalega eru að gagnrýna hugsanlegar aðgerðir stjórnvalda úr mögulega fílabeinsturni hingað inn ef hún beinist ekki að þeim sem skrifuðu bréfið sem er til umfjöllunar?

Persónulega tel ég gagnrýni sem hér kemur fram hljóti að beinast að því sem er til umfjöllunar.

Punkturinn hjá lækninum, Kristján, ef þú hefur hlustað á viðtalið, er að hann er fylgjandi opnum landsins en telur skimum við komu óþarfa og í raun taka fé og fyrirhöfn frá aðalatriðunu, sem hann telur vera að undibúa heilbrigðiskerfið undir fleiri smit.

Perónulega tel ég mig ekki hafa verið dónalegan í þinn garð.  En vissulega er "móðgunarupplifelsi" okkar mismunandi eins og hefur áður komið fram í athugasemdakerfinu.

@Þorsteinn, þakka þér fyrir þetta. Það er að mínu mati engin leið til þess að hægt sé að gera upp faraldurinn svo eitthvert vit sé fyrr en að all löngum tíma liðnum.

Að öllum líkindum munu efnahagslegu áhrifin koma fram fyrr og endast lengur.

@Jón Steinar, þakka þér fyrir þetta. Það er til endalaust af álitum "sérfræðinga" og hægt að velja þau að eigin vali ef svo má að orði komast.

Allir stjórnmálamenn sem vilja geta falið sig á bak við álit sérfræðinga.  Svo er spurning hvernig sérfræðingarnir standa sig og hvernig aðgerðir þeirra ríma við álit kjósenda og fjölmiðla.

Trump "lokaði" á Kína 31. janúar og hlaut mikla gagnrýni fyrir.  Það var óverðskuldað.

Hefði hann hins vegar reynt að byrja með víðtakar skimanir á sama tíma hefði staðan líklega verið betri í US en hún er í dag.

En að vera vitur eftir á er auðvelt.

En það má líka velta því fyrir sér hvers vegna fæstir eru að velta sér upp úr viðbrögðum stjórvalda t.d. í Belgíu, Frakklandi eða Hollandi?

G. Tómas Gunnarsson, 20.5.2020 kl. 14:08

39 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Gleymdi að minnast á það að ég held að enginn reikni með því að mikill fjöldi ferðamanna komi til Íslands seinnipartinn í júní.  Mér heyrist á flestum að það sé einmitt talið gott að "opna" þegar straumurinn verði ekki svo mikill.

Hins vegar segja mér aðilar sem ég kannast við í ferðaþjónustu á Íslandi að það sé all nokkuð af pöntunum í júlí og ágúst sem hafi aldrei verið afpantaðar.

En þetta mun koma í ljós.

G. Tómas Gunnarsson, 20.5.2020 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband