15.5.2020 | 09:11
Merkileg saga Winnipeg Falcons
Saga The Winnipeg Falcons er margslungin og ótrúlega heillandi. Það eru á henni ótal fletir og ég hugsa að hægt væri að gera margar kvikmyndir eða langa sjónvarpsseríu um sögu þeirra.
Margir Kanadabúar (flestir af Íslenskum ættum) hafa lagt á sig mikla vinnu til að tryggja að saga "Fálkanna" gleymist ekki.
Hér má finna vefsíðu tileinkaða þeim, og má finna stutt æviágrip leikmanna tekin úr Minningabók Íslenskra hermanna.
Flestir leikmanna (að ég held að einum undanskildum) voru af Íslenskum ættum, en fæddir í Kanada. Þjálfari liðsins var þó fæddur á Íslandi og sneri þangað aftur síðar, en hafði dvalið í Svíþjóð í millitíðinni.
Hann hét Guðmundur Sigurjónsson, og má lesa um glæsilega en jafnframt sorglega sögu hana á vefnum samkynhneigð.is Sannarlega stórmerkileg saga.
Hér fyrir neðan má sjá stutt myndskeið um gerð "Sögumínútu" um "Fálkana" sem Kanadíska ríkissjónvarpið gerði. Sjálf sögumínútan er svo í endann.
Hér er svo þáttur úr sjónvarpsseríu með heitinu "Legends Of Hockey". Í fyrsta þætti er m.a. fjallað um Frank Fredrickson, og hefst sú umfjöllun á u.þ.b. 41:18 mínútu. Virkilega fróðleg frásögn.
Óska að lokum Snorra og Pegasus velfernaðar við að koma þessari merkilegu sögu á hvíta tjaldið, en þangað á hún sannarlega erindi.
P.S. Ég veit um tvær bækur sem hafa verið skrifaðar um "Fálkana", "When Falcons Fly" og "Long Shot: How the Winnipeg Falcons wone the first Olympic hockey gold."
Kvikmynd um Fálkana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Saga | Aukaflokkar: Íþróttir, Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 09:44 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.