Velkomin á Evrópska efnahagssvæðið

Það hefur borið nokkuð á því að Íslensk fyrirtæki beri sig illa yfir samkeppni frá Evrópskum/erlendum fyrirtækjum.

Þannig virðast Íslenskar auglýsingastofur telja það skrýtið að erlend auglýsingastofa (reyndar með Íslenskar samstarfsaðila, eða er það öfugt?) hafi  "skorað hæst" í útboði fyrir auglýsingaherferð Íslenskra stjórnvalda.

Þó er alveg ljóst að Íslenskum stjórnvöldum er skylt að bjóða slík verkefni út og tilboðsgjafar geta komið frá hvaða landi sem er aðili að EEA/EES samningnum.

Eins virðast Íslenskir fjölmiðlar ekki vera hrifnir af samkeppni frá fjölmiðlum/samfélagsmiðlum sem eru reknir á Evrópska efnahagssvæðinu.

Þeir tala um að þeir greiði ekki skatta og skyldur á Íslandi.  Reyndar greiða fjölmiðlar eins og Netflix virðisaukasktt af seldum áskriftum eins og aðrir miðlar.

En þeir greiða ekki tekjuskatt, tryggingargjald o.s.frv. á Íslandi.

Það gerir kjötvinnsla í Danmörku, eða Þýskalandi sem selur til Íslands ekki heldur.

Það gera ekki heldur erlend flugfélög sem fljúga til Íslands.

Þau greiða fyrir afnot af flugstöð og tækjum á Íslandi, en Íslenskir Netflix notendur greiða nota auðvitað þjónustu Íslenskra internet þjónustu aðila til að geta horft á stöðina.

Flestir eru sammála um að aðild Íslands að EEA/EES hafi reynst landinu vel.  Það hefur opnað stóran markað fyrir littlu landi, en við megum heldur ekki gleyma því að sama skapi var lítill markaður opnaður fyrir fjölda stórra aðila. 

Þannig einfaldleg virkar sú viðleitni að skapa "einn markað".

Annað mál, en þó skylt, er réttindi fjölmiðla til efnis sem þeir framleiða, s.s. frétta.

Þar er ábyggilega þörf á bragarbót, en það þarf heldur ekki að dvelja lengi á Íslenskum miðlum til að sjá að þeir fara afar frjálslega með efni frá hvor öðrum. 

Hvort það er með einhverju samkomulagi veit ég ekki.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband