En hvar ættu liðin að æfa?

Það er gaman að sjá að alls kyns hugmyndir koma fram sem geta hjálpað til við að setja efnahagslífið af stað og þá sérstaklega tengdar ferðamennsku.  Það er mikið af möguleikum til staðar og mikið af eignum vannýttar

Þannig vantar líklega ekki hótelplássið fyrir Ensk knattspyrnulið á Íslandi og myndu margir hóteleigendur gleðjast ef þau boðuðu komu sína.

En hvar ættu liðin að æfa?

Eru ekki Íslenskir knattspyrnuvellir og hús að mestu fullnýtt af Íslenskum liðum?  Og þar sem liðin yrðu líklega að vera í 14 daga sóttkví-B, til 15. júní, gætu þau varla æft á sömu völlum og Íslensk lið æfa, eða hvað?

En ef til vill eru til einhverjir vellir sem eru lítið eða ekkert notaðir. 

En hugmyndin er að öðru leyti góð og myndi án efa gefa Íslenskri ferðaþjónustu vel þegna athygli.

 

 


mbl.is Ensk úrvalsdeildarlið á leið til landsins?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband