Fjarfundur Öryggisráðsins sýndur beint á YouTube. En hollt er öllum að lesa yfirlýsingu Mið- og Austur-Evrópu þjóða

Það er vert að minnast þess að heimstyrjöldinni síðari lauk, hvað Evrópu áhrærði fyrir 75. árum.  Margar þjóðir heims höfðu fært ótrúlegar fórnir til þess að sigra Þjóðverja. Mannfall hafði víða verið í einu orði sagt hrikalegt. 

Þjóðir Mið- og Austur Evrópu urðu sumar sérstaklega illa úti og þurftu að þola sitt á hvað hernám Sovétríkjanna og Þýskalands.

En það er líka vert að minnast þess að mannfalli þeirra eða hörmungum lauk ekki fyrir 75. árum.  Hernámið varði miklu lengur.  Fast að 50. árum til víðbótar og hundruðir þúsunda til víðbótar töpuðu lífinu eða heilsunni í fangelsum og fangabúðum Sovétríkjanna. Lestarteinar Mið- og Austur Evrópu hættu ekki að flytja fólk í dauðann þó að Þjóðverjar hafi verið sigraðir.

Því birti ég hér yfirlýsingu frá mörgum þjóðum Mið- og Austur Evrópu ásamt Bandaríkjunum.  Ég veit ekki hvers vegna önnur ríki Evrópubandalagsins taka ekki þátt í yfirlýsingunni, en vissulega væri fróðlegt að komast að slíku.

"7. May 2020
 

We pay tributeJoint statement by the U.S. Secretary of State and the Foreign Ministers of Bulgaria, the Czech Republic, Estonia, Hungary, Latvia, Lithuania, Poland, Romania, Slovakia, and the United States ahead of the 75th anniversary of the end of the Second World War

Marking the 75th anniversary of the end of the Second World War in 2020, we pay tribute to the victims and to all soldiers who fought to defeat Nazi Germany and put an end to the Holocaust.

While May 1945 brought the end of the Second World War in Europe, it did not bring freedom to all of Europe. The central and eastern part of the continent remained under the rule of communist regimes for almost 50 years. The Baltic States were illegally occupied and annexed and the iron grip over the other captive nations was enforced by the Soviet Union using overwhelming military force, repression, and ideological control.

For many decades, numerous Europeans from the central and eastern part of the continent sacrificed their lives striving for freedom, as millions were deprived of their rights and fundamental freedoms, subjected to torture and forced displacement. Societies behind the Iron Curtain desperately sought a path to democracy and independence.

The events of 1956, creation and activities of the Charter 77, the Solidarity movement, the Baltic Way, the Autumn of Nations of 1989, and the collapse of the Berlin Wall were important milestones which contributed decisively to the recreation of freedom and democracy in Europe.

Today, we are working together toward a strong and free Europe, where human rights, democracy and the rule of law prevail. The future should be based on the facts of history and justice for the victims of totalitarian regimes. We are ready for dialogue with all those interested in pursuing these principles. Manipulating the historical events that led to the Second World War and to the division of Europe in the aftermath of the war constitutes a regrettable effort to falsify history.

We would like to remind all members of the international community that lasting international security, stability and peace requires genuine and continuous adherence to international law and norms, including the sovereignty and territorial integrity of all states.

By learning the cruel lessons of the Second World War, we call on the international community to join us in firmly rejecting the concept of spheres of influence and insisting on equality of all sovereign nations."

Á vef Eistneska utanríkisráðuneytisins má einnig lesa stutta viðbót frá Urmas Reinsalu, utanríkisráðherra Eistlands.

"Foreign Minister Urmas Reinsalu said. “Manipulating the historical events that led to the Second World War and to the division of Europe in the aftermath of the war constitutes a regrettable effort to falsify history.”

The ministers who joined the statement would like to remind all members of the international community that lasting international security, stability and peace requires genuine and continuous adherence to international law and norms, including the sovereignty and territorial integrity of all states.
By learning the cruel lessons of the Second World War, the ministers call on the international community to firmly reject the concept of spheres of influence and insist on the equality of all sovereign nations."" 

Að lokum vil ég vekja athygli þeirra sem kunna að hafa áhuga á fjarfundinum í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, að hann verður í beinni útsendingu á YouTube.

Þá útsendingu má finna hér.  Eftir því sem ég kemst næst hefst fundurinn kl. 14:00 í dag að Íslenskum tíma.

 

 

 

 

 


mbl.is Minnast 75 ára frá stríðslokum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Á tímum kórónu vírusins, er gott að hugsa til baka til þessarra tíma. En við búum á tímum, þar sem nasismi blómstrar (Kína er ultra-nationalistic, ekki kommúnistískt). Kína heldur upp á daginn, þar sem kommúnistar myrtu miljónir kínverja ... þeir eru ekki að halda upp á sigur síðari heimstyrjaldar, heldur að kommúnistar myrtu og sigruðu Kína. Eigið land, eigið fólk.  Þetta sama land, marserar eins og Hitler um göturnar ... með her sinn, hefur sent 3 veirur út í heimin, hver annarri mannskæðari.  Tvisvar sögðu menn "þetta voru bara drullugir kínverjar að éta hænur, svín". En þegar kemur að "leðurblökum", hlýtur maður að setja spurningamerki á bak við.

Hvað á öryggisráðið að gera, með að minnast síðari heimstyrjaldarinnar? Gráta dauða gyðinga, en fagna og fyrirgefa dauða hundruði þúsunda manna um alla Evrópu, af því Kína, sem hefur neitunarvald ... ræður yfir Íslandi, með peningavaldi?

Það hafa þegar dáið hundruðir þúsunda, en í lokin eru það miljónir ... því við höfum bara brot af þeim raunverulegu tölum sem gilda.  9/11, dóu um 5 þúsund manns ... að öllu loknu, voru það um 70 þúsund manns.

Hvað á öryggisráðið að gera? Það er "geltur" göltur ... getur ekki og gerir ekki neitt, frekar en WHO sem er há pólitísk ... og selur hylli sína fyrir nokkra silfur dali, eins og Júdas.

Örn Einar Hansen, 8.5.2020 kl. 12:10

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Örn, þakka þér fyrir þetta.  Tímar Kórónuvírusins hafa haft undarleg áhrif á marga.  Margir kunningjar mínir sem ólust upp við kæfandi kúgun Sovétsins hafa sagt við mig að óþægilegar minningar frá æsku sinni hafi rifjast upp. 

Að standa í biðröð eftir nauðsynjum forðast að hittast, halda sig heima og að ekki eigi að gagnrýna stjórnvöld.

En það hafa margir velt fyrir sér sambandi, tengslum og líkindum með nazisma,kommúnisma og fasisma.  Sitt hefur sýnst hverjum.

En þetta eru allt alræðisstefnur.

Það má velta fyrir sér hver er munurinn á "þjóðernis sósíalisma" og "sósíalisma í einu landi".?

En vandamálið var auðvitað ekki hvað síst að hvorki "þjóðernis sósíalismi" eða "sósíalismi í einu landi" var ekki bundið við eitt land, heldur byggðist á því að drottna yfir öðrum löndum og þjóðum og innleiða þar mannfjandsamlega stefnu sína.

Öryggisráðið eða Sameinuðu þjóðirnar hafa ekki verið þarflausar og einstaka sinnum gert eitthvað gagn.

Það hefur verið í samskiptum, eða deilum smálþjóða.  Hvað varðar stærri þjóðir hefur það littla sem enga þýðingu haft, enda gefa stærri þjóðir því svo gott sem engan gaum hvað Sameinuðu þjóðirnar hafa að segja, og stærstu þjóðirnar hafa svo auðvitað neitunarvald í öryggisráðinu.

"Einkaklúbbar" eins og G7, eða G20, hafa í raun og veru mun meira að segja og mun meira áhrifavald.

En "málfundafélög" eins og Sameinuðu þjóðirnar hafa samt hlutverki að gegna, þó að vissulega sé það takmarkað.

Því þrátt fyrir allt er gott að hafa vettvang þar sem þjóðir heims koma saman og ræða málin.

Jafnvel þó að niðurstaða náist ekki.

Auðvtitað má deila um kostnað og annað slíkt, en sameiginlegur vettvangur er þó af hinu góða.

G. Tómas Gunnarsson, 8.5.2020 kl. 14:02

3 Smámynd: Örn Einar Hansen

Ég get vel skilið að þér finnist að "málfundarfélög" eins og SÞ hafi gildi. En ef við hugsum WHO, í þessu sambandi. Verðum við að taka þá afstöðu að WHO sé verra en ekkert.  Þeir voru talpípa kínverskra komúnista (ekki kínverskrar alþýðu) og skópu það vandamál sem við nú sjáum.

Ef SÞ er stjórnað af einungis þjóðum eins og Þýskalandi, Englandi, Bandaríkjunum ... jafnvel Rússlandi. Þá getum við gengið að þeirri niðurstöðu, að í "flestum" tilvikum, sé farið gætilega að. En þega lönd velja "Tedros" (gamlan hryðjuverkamann), sem formann heilbrygðismála. Eða Kína, sem málsvara "mannréttinda" ... þá er ekki bara "svolítið" ábótavant ... heldur hefur SÞ misst allt gildi sitt.

Það eina sem Kína á að hafa með mannréttindi að gera, að vera verjandi gegn ákærum um alvarlega glæpi gegn mankyninu. "organ harvesting" er engin smáræðis glæpur ... það sem nú er að gerast, og er glæpur sem Kína framkvæmir ... er ekkert smáræði heldur. Að kommúnistar Kína skuli sitja á bekk í "mannréttinda" ráði ... er hreinn og beinn glæpur gegn mankyninu.

Hugsaðu þér, ef Nasistar í þýskalandi væru dómarar í Nuernberg. Hefði þér fundist slíkt, vera mannsæmandi?

Örn Einar Hansen, 8.5.2020 kl. 15:43

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Örn, þakka þér fyrir þetta. Þó að Sameinuðu þjóðirnar hafi skilað takmörkuðum árangri, þá eru þær ákveðinn vettvangur.

Ef þú myndir hlusta á útsendinguna sem er að gerast nú, þá heyrir þú að fyrir þjóðir s.s Georgíu, Pólland, Eistland, Lettland og fleiri er þetta vettvangur til að koma skoðunum sínum og áhyggjum á framfæri.

Ekki það að ég held að slíkt breyti heiminum, en eins og áður eru orð til alls fyrst.

Hvað WHO varðar, er það í þörf fyrir yfirhalningu.

En það þýðir ekki að það sé ekki mögulegt að breyta því, en það er auðvitað ekki sjálfgefið að það takist.  Þó er slíkt möguleiki síðar þó að það verði ekki strax.

Það er fullt af ríkjum í Sameinuðu þjóðunum þar sem gerast umfangsmikil mannréttindabrot, miðað við hvað við teljum eðlilegt og Mannréttindasáttmálinn kveður á um.  Þar á meðal er Kína.

Réttarhöldin í Nurnberg voru langt í frá fullkomin.  En þó myndi ég ekki óska þess að þau hefðu ekki farið fram.

En ríkið sem réðst inn í Pólland 17. september 1939, sem réðst inn í Finnland í nóvember sama ár, sem réðst inn í Eystrassaltslöndin 1940, sem sendi þúsundir Pólverja í "gúlagið" 1939 - 1941, sem og tugi þúsunda íbúa Eystrasaltsríkjanna og eigin þegna.

Það ríki, Sovétríkin, var á meðal þeirra ríkja sem skipaði dómara í Nurnberg réttarhöldunum.

En þrátt fyrir það voru þau réttarhöld betur haldin en ekki.  Því miður er veröldin ekki gallalaus. 

Og á meðan Nurnberg réttarhöldin stóðu yfir, og á árunum eftir, voru íbúar Mið- og Austur Evrópu enn sendir í gúlagið af Sovétinu. Tugir þúsunda sneru aldrei aftur.

En til að ná réttlæti fyrir slíka glæpi gegn mannkyninu hefur farið minna fyrir réttlætinu.

Enn þann dag í dag vilja kommúnistar í Evrópu reisa styttur af hetjum sínum eins og Lenín.

Enn í dag, þykir sumum Íslendingum tilhlýðilegt að skreyta sig með hamri og sigð.

G. Tómas Gunnarsson, 8.5.2020 kl. 17:07

5 identicon

Þú segir: " Ég veit ekki hvers vegna önnur ríki Evrópubandalagsins taka ekki þátt í yfirlýsingunni, en vissulega væri fróðlegt að komast að slíku."

Getur verið að ástæðan fyrir því að þjóðir Evrópubandalagsins í V - Evrópu standa ekki að þessari yfirlýsingu sé sú að þau eru nú í raun með ámóta skipulag og kommúnistar, þ.e. alþjóðlega miðstýringu ofar fullveldiþjóðríkja og svipaða hugmyndafræði. 

Guðjón Bragi Benediktsson (IP-tala skráð) 8.5.2020 kl. 17:35

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Guðjón, þakka þér fyrir þetta.  Ég hugsa að ég verði seint talinn til aðdáenda Evrópusambandsins.  En að líkja skipulagi þess við Sovétríkin, eða kommúnista, er ekki eitthvað sem ég myndi gera.

Ekkert er Gúlagið í "Sambandinu" og ekkert ríki hefur verið innlimað í "Sambandið" gegn vilja sínum.

Vissulega hafa þjóðaratkvæðagreiðslur þurft endurtekningar við og lýðræðið verið sniðgengið.

Það er einmitt eitt af því sem ég hef gagnrýnt harðlega.

En samt sem áður er ekki réttlátt að kalla Evrópusambandið "Sovét", eða "Fjórða ríkið", eins og ég hef oft heyrt.

En hvers vegna eru ekki fleiri ríki "Sambandsins" aðili að þessari ályktun?

Ekki mitt að fullyrða, enda tala ég ekki af þeirra hálfu.

En mörg ríki "Sambandsins" hafa "köflótta" fortíð sem þau kjósa að vekja ekki athygli á.

Spánn og Portúgal, voru fasísk ríki.  Það sama gildir um Frakkland og Ítalíu.  Ítalía um all langan tíma, en Frakkland á stríðsárunum.  Líklega vann ekkert ríkið nánara með Þjóðverjum en Frakkland. Þangað til öllum var ljóst hvert "stríðið stefndi" og allir Frakkar urðu "andspyrnuhetjur".

Þess utan voru á bæði Ítalíu og Frakklandi kommúnistaflokkar sem voru gríðarlega áhrifamiklir og eru að sumu leyti enn.

Þýskaland er svo bæði fyrrum land nazista og kommúnista.

Fyrir utan söguna er svo þörf V-Evrópu fyrir orku frá Rússlandi.  Sem og að selja þangað tækniþekkingu og varning.

Hver vill stefna Nord Stream 2, í hættu?

Ekki ríki V-Evrópu.

Kommúnistar í Þýskalandi vilja reisa styttu af Lenín, og munu líklega gera það fljótlega.

Kínverjar borguðu fyrir styttu af Karli Marx í Þýskalandi fyrir fáum árum.

Þannig gerast kaupin á "Evrópu eyrinni".

G. Tómas Gunnarsson, 8.5.2020 kl. 18:55

7 Smámynd: Örn Einar Hansen

Sammála þér þarna, Geir. Hárrétt, að þetta er betra en ekkert ... en mikið má bæta.

Örn Einar Hansen, 9.5.2020 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband