Hlíðfðarfatnaðinn "heim"?

Það hefur verið ótrúlega mikið af fréttum um að hlífðarbúnaður ætlaður heilbrigðisstarfsfólki uppfylli ekki gæðakröfur.

Slíkar fréttir hafa borist frá Finnlandi, Hollandi, Spáni og ýmsum fleiri löndum.

Oftast hefur verið um að ræða búnað frá Kína.

Nú bætist við frétt frá Bretlandi um að 400.000 hlífðargallar frá Tyrklandi uppfylli ekki nauðsynlega gæðastaðla.

Slík vandræði bætast við hinn mikla skort sem hefur á tíðum ríkt.

Ég held að eitt hið fyrsta sem verður farið að hyggja að eftir að hlutirnar fara að róast, sé að flytja framleiðslu hlífðarbúnaðar "heim".

Það má reyndar þegar sjá merki um slíkt.

Líklega er Ísland of lítill markaður til að slíkt virkilega borgi sig.  En það gæti verið vel þess virði að athuga grundvöllinn fyrir slíkri framleiðslu í samstarfi við Norðurlöndin, jafnvel að útvíkka samstarfið til Eystrasaltslandanna.

Þannig er auðveldara að tryggja gæði og framboð.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband