3.5.2020 | 07:42
Sannleikurinn um Kórónavírusinn - "Made in China" útgáfan
Áróðurinn sem nú má víða finna varðandi Kórónavírusinn er mikill og mismunandi. Líklega gerist hann þó vart fáranlegri en "nýjasta útspil" Kínverja.
Yfirlýsingar þeira eigin ríkisstjórnar eins og lesa má hér rata ekki inn í "heimildamyndina". En þegar þau féllu voru "opinber" smittifelli í Kína u.þ.b. 17.000:
"Chinese foreign ministry spokesperson Hua Chunying said the US actions "could only create and spread fear" instead of offering assistance.
She said the US was the first country to impose a travel ban on Chinese travellers and the first to suggest a partial withdrawal of its embassy staff.
"It is precisely developed countries like the US with strong epidemic prevention capabilities... that have taken the lead in imposing excessive restrictions contrary to WHO recommendations," Ms Hua said, according to a Reuters report."
Ótal margt fleira mætti týna til. En ekki hvað síst er sú staðreynd að Kínverjar fyrtast við í hvert sinn sem lagt er til að alþjóðleg rannsókn á uppruna veirunnar fari fram, finnst mér styðja að þeir hafi ekki hreinan skjöld í málinu
En nú þegar fréttir af yfirgangi, hótunum og yfirhilmingu yfirvalda í Kína aukast dag frá degi, má reikna með að áróðursstríðið harðni.
Það er erfitt að sjá leið sem mun gera Kínverjum kleyft að "halda andlitinu" (sem mér er sagt að sé gríðarlega mikilvægt í menningu þeirra) ef marka má fréttir.
En þeir munu vissulega leita hennar.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 16:36 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Tómas.
Ég held að þú hafir mikið rétt fyrir þér þega kemur
að Kínverjum að reyna fela ósómann sem þeir ullu.
Hér er góður linkur fyrir þig að kíkja á,
segir ansi mikið og vekur upp spurningar með
tilganig WHO í málinu..
https://www.youtube.com/watch?v=toY-NjUN9CU
M.b.kv.
Sigurður Kristján Hjaltested, 3.5.2020 kl. 13:45
@Sigurður, þakka þér fyrir þetta. Ég er ekki ýkja trúaður á samsæriskenningar, en ég held að Kínverjar hafi ekki komið hreint og heiðarlega fram.
En vonandi kemur það betur í ljós á komandi mánuðum.
G. Tómas Gunnarsson, 3.5.2020 kl. 18:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.