Gróflega gengið á rétt neytenda

Ég get alveg skilið að ástandið er erfitt.  Það er erfitt fyrir flugfélög og ferðaskrifstofur að endurgreiða ferðir.  Lausafjárstaða þeirra er erfið.

En, að ganga jafn freklega á rétt neytenda og mörg stjórnvöld vilja, þar á meðal Íslensk, er verulega hættulegt fordæmi.

Það er verið að segja að lög og réttur, neytendavernd gildi aðeins við "bestu aðstæður".

Hvaða skilaboð eru það?

Ennfremur verður að hafa í huga að allt eins líklegt er að einhver af flugfélögum og ferðaskrifstofum sem um ræðir eigi eftir að fara í greiðslustöðvun og jafnvel verða gjaldþrota.

Hvers virði eru inneignarnóturnar þá?

Einskis.


mbl.is Vilja takmarka neytendavernd flugmiðahafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Hárrétt athugað hjá þér.

Örn Einar Hansen, 1.5.2020 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband