30.4.2020 | 09:55
Misjafnir eggjasiðir eftir löndum
Ég vona að ég verði ekki sakaður um að stuðla að "upplýsingaóreiðu" en eftir því sem ég kemst næst skiptir meginmáli í hvaða landi egg eru keypt, hvort beri að geyma þau í kæli eður ei.
Í Bandaríkjunum og ýmsum öðrum löndum eru egg þvegin með sápu og heitu vatni áður en þau eru send í verslanir.
Það eyðir náttúrulegri "verndarhúð" sem er á eggjunum. Því er nauðsynlegt að hafa þau í kæli.
Það má lesa fróðleik þessu tengdu víða, svo sem á eggsafety.org, og hjá NPR.
Hvernig þessum málum er háttað á Íslandi hef ég ekki hugmynd um.
Hvort á að geyma egg í kæli eða við stofuhita? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.