30.4.2020 | 10:08
Kórónupólítík
Það kemur ekkert á óvart að ýmsir hópar reyni að nota Kórónufaraldurinn til þess að koma að sínum pólítíska boðskap og ýta undir sinn málstað.
Þetta er ágætt dæmi um slíkt.
Fyrsta vitleysan er að segja að Kórónufaraldurinn sé sá "fyrsti af mörgum".
Auðvitað er hann langt í frá að vera sá fyrsti, enda hafa álíka faraldrar fylgt mannkyninu í árþúsundir.
Stóraukið þéttbýli, almenningssamgöngur, stór aukin ferðalög hafa svo gert "vaxtarskilyrði" fyrir slíka faraldra mun hagstæðari en áður þekkist og aukinn fólksfjöldi þýðir fleiri fórnarlömb. Þó ekki sem hlutfall af íbúafjölda.
Faraldrar fyrri alda hjuggu mun stærri skörð í íbúafjöldann.
Svo eru þeir sem halda að viðbrögðin við Kórónufaraldrinum sýni að kvenleiðtogar standi sig betur.
Vissulega hafa ýmsir kvenleiðtogar staðið sig vel. Það hafa margir karlkynsleiðtogar einnig gert.
En þegar samanburðurinn er gerður virðist engin muna eftir Sophie Wilmès, forsætisráðherra Belgíu. En því miður er Belgía með flest dauðfsöll/íbúafjölda, ja fyrir utan San Marino.
En ekki hvarflar að mér að kenna Sophie Wilmès um það, og alls ekki þeirri staðreynd að hún sé kona.
Svo er það þeir sem segja að náttúran sé að senda okkur skilaboð.
Hvaða skilaboð eru það?
Að náttúrunni sé illa við kaþólikka? Þau lönd sem hafa orðið harðast úti eiga það sameiginlegt að kaþólikkar eru fjölmargir.
"Guðlausir kommúnistar" í fjölmennustu þjóð veraldar komust hins vegar mun betur frá þessum "skilaboðum" náttúrunnar. (Svona ef við teljum opinbera tölur ekki algerlega gagnslausar, en jafnvel verstu hugsanlegu tölur eru ekki slæmar miðað við íbúatölu Kína).
Eru það skilaboðin? Að harðstjórn og einræði sé það sem virki?
Ef náttúran væri að reyna að draga úr fólksfjölgun, myndi hún beina "veirunni" að konum og börnum, en ekki haga því þannig að karlar og eldri borgarar verði í meira mæli fyrir henni.
Hitt er auðvitað rétt að það ber enginn annar ábyrgð á veirunni en mannkynið, eða alla vegna hluti þess.
Það skortir hreinlæti víða og þegar reynt er að kæfa upplýsingar og ótti verður þess valdandi að boðleiðir virka ekki, þá fara hlutir úrskeiðis.
Hafa gert það áður og eiga örugglega eftir að gera það í framtíðinni.
Aðeins ein tegund ábyrg fyrir faraldrinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vegir Drottins eru órannsakanlegir Tómas. Það máttu Gyðingar reyna forðum tíð. Stundum fór Drottinn í fýlu og hafði uppi ýmsar hótanir. Móse tókst stundum að fá hann ofan af fyrirætlunum sínum, en stundum ekki. Þegar þeir höfðu til dæmis nærst að mestu á mannakorni í einhverja áratugi í eyðimörkinni og voru orðnir leiðir á því og heimtuðu kjöt, þá lét Drottinn rigna yfir þá gríðarlegu magni af lynghænum og lét þá svo fá svo svakalega magapest af ofátinu að tugþúsundir hrukku upp af.
Þorsteinn Siglaugsson, 30.4.2020 kl. 10:45
@Þorsteinn, þakka þér fyrir þetta. Aldrei hef ég gengið á guðs vegum, þannig að óhætt er að segja að ég hafi ekki rannsakað þá.
Krakkarnir mínir voru ekki hrifnir af því þegar boðið var upp á "mannasúpu" í skólamötuneytinu en ég held að þeim hafi aldrei verið boðið upp á lynghænur.
En spurningin er auðvitað hvort að Kínverjar spili á gítara og éti mandólín um ókomna tíð, eða hvort eitthvað breytist.
En að öllu gamni slepptu, þá held ég að skilaboðin komi hvorki frá guði eða náttúrunni.
G. Tómas Gunnarsson, 30.4.2020 kl. 11:10
Ef út í það er farið þá segir það sig sjálft að mennirnir séu ábyrgir fyrir faraldrinum, ef maður ætlar að gefa sér að "ábyrgð" komi málinu við. Því að engin önnur dýrategund getur "borið ábyrgð" - ábyrgð er siðferðilegt hugtak og dýr, önnur en maðurinn, falla ekki undir siðferði. Það er ekki "rangt" af kettinum mínum að drepa fugla. Hann á ekki að skammast sín fyrir það. Og hann verður ekki dreginn til ábyrgðar.
Kristján G. Arngrímsson, 30.4.2020 kl. 12:54
@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Eins og ég segi í upphaflega pistlinum:
"Hitt er auðvitað rétt að það ber enginn annar ábyrgð á veirunni en mannkynið, eða alla vegna hluti þess."
Eða eins og brandarinn sem gengur víða núna segir: Q: What is the biggest problem with the human race?
A: Sooner og later one of us will want to eat a bat.
En hins vegar er þessi sameiginlega ábyrgð örlítið vafasamari.
Er á einhvern hátt hægt að setja ábyrgðina á "gömlu konuna á Raufarhöfn", eða "gauchoin" í Argentínu?
Og svo eru þeir býsna margir sem refsa kettinum sínum, en það er allt annar handleggur.
G. Tómas Gunnarsson, 30.4.2020 kl. 13:13
Það er nú bara siðferðilega rangt að refsa kettinum sínum. Að ekki sé nú talað um hversu tilgangslaust það er!
En ég veit aftur á móti ekki hvort það hefur tilgang að finna út hver eða hverjir beri ábyrgð á faraldrinum. Hvernig ætti líka að fara að því?
Það er svo annað mál hvort einhverjir hafi sk. ábyrgðarskyldu hvað faraldurinn og afleiðingar hans varðar.
Kristján G. Arngrímsson, 30.4.2020 kl. 13:20
@Krisján, þakka þér fyrir þetta. Þekki lítið sem ekkert til uppeldis katta. Þeir kettir sem koma í garðinn hjá mér og hlaupa ekki strax í burtu fá kjúkling, nauta og svínakjöt.
En fróðir menn segja mér að það megi kenna flestum dýrum, rétt eins og mannskepnunni er kennt. Það er þó erfiðara með hina munnlegu kennslu.
En okkur hefur verið og er kennt.
En hitt með að finna sökudólga. Persónulega er ég þeirrar skoðunar að það að finna hver ber ábyrgð, eða "hver át leðurblökuna" skipti engu máli og það að elta einhvern uppi til að gera hann ábyrgan sé tilgangslaust.
En það að kryfja málið og "ferilinn" og "tímalínuna" til mergjar þykir mér góð tillaga.
Ekki til þess að krefjast skaðabóta eða slíks. Það er sömuleiðis einkis virði.
En ef við ætlum að læra eitthvað af faraldrinum og viðbrögðum við honum, þarf að kryfja málið eins langt og hægt er.
Það að Kínverjar setji sig alfarið upp á móti slíkum "rannsóknum" fær mig enn frekar til þess að efast um heilindi þeirra.
En það er í sjálfu sér ekkert nýtt.
G. Tómas Gunnarsson, 30.4.2020 kl. 14:21
Hvernig getur þú verið viss um það Kristján að kisi þinn hafi ekki siðferðisvitund. Hefur þú spurt hann?
Nágranni minn á nokkra ketti og hann sagði mér að hann hefði eitt sinn rætt alvarlega við þá og útskýrt fyrir þeim að það væri rangt að drepa fugla. Að hans sögn hættu kettirnir þeirri iðju hið snarasta og hafa ekki tekið hana upp aftur.
Þorsteinn Siglaugsson, 30.4.2020 kl. 17:28
Þorsteinn gerir lítið úr reynslu Gyðinga til forna af leiðsögn Drottins. Staðreyndin er samt sú, að þær leiðbeiningar sem er að finna í Mósebókunum, hefðu dugað til að koma í veg fyrir þennan faraldur, hefði verið farið eftir þeim.
11. kafli 3. Mósebókar telur upp þau dýr sem skyldu vera Gyðingum viðurstyggð og ef menn svo mikið sem snertu hræ þeirra, voru þeir óhreinir til kvölds. Það vill svo til að leðurblakan er þar á meðal og flest þau dýr sem eru þekktir smitberar ýmissa veirusjúkdóma.
Er ekki kominn tími til að við hlustum á Drottin, eða viljum við fleiri svona faraldra? Eru það svona skemmtilegt þegar tugþúsundir eru stráfelld?
Biblían er uppfull af spádómum og frásögnum um farsóttir. Yfirleitt brutust þær út vegna óhlýðni við boðorð Krists.
Kína hefur fengið fjöldan allan af kristniboðum í heimsókn, sem hafa lagt líf sitt og limi í hættu til að ferðast yfir hálfan hnöttinn til að boða kínverjum fagnaðarerindið um afturhvarf frá syndum og trú á Jesú Krist.
Viðtökurnar hafa verið dræmar. Einungis lítið brot af þeim hefur tekið við Kristi og kirkjan hefur verið ofsótt, rekin til að starfa neðanjarðar nánast og þannig fram eftir götunum.
Er Kína að uppskera fyrir illgjörðir sínar? Ef þeir hefðu bara haft fyrir því að lesa Biblíuna þá hefðu þeir séð að leðurblökur eru ekki góðar fyrir heilsuna. Gerum ekki sömu mistökin og þeir. Við þekkjum veginn til Drottins. Förum hann.
Theódór Norðkvist, 30.4.2020 kl. 19:52
Vandamálið er "kommúnistar" á Vesturlöndum, sem sakna Stalín og Hitler. Þeir líta til Kína og sjá Kína storma hermönnum sínum, eins og Hitler gerði og eru heillaðir. Draumur þeirra, er eins og draumur löggunar að geta skotið ökuþrjótanna með hríðskotabissum.
Menn alls staðar, skella skuldinni á kínverskan almenning sem étur leðurblökur ... á stað, sem ekku selur leöurblökur. En hundsar veiru rannsóknarstofuna, sem var að rannsaka veirur í leðurblökum, og hvernig á að splæsa próteinum í þær, svo þær geti smitað menn.
Það er mikklu betra, að vera með kynþáttahatur og kenna illa menntuðum, og óþrifalegum kínverskum almenningi um vandamálið ... en að kenna kínverskum nasistum um verkið, sem eru að byggja upp her og vopn, til að ... drepa hvern? börn þín og afkomendur, sem þú gefur skít í ... því þér er meir annt um eigin hag, en hag barna þinna og barna barna?. Enda allir búnir að gleima nasisma ... svo lengi sem þeir borga peninga í Íslenska ferðaþjónustu. Fasisminn er allsráðandi ... peningar frá morðingjum, er allsráðandi og menn þegja til að þóknast yfirmönnum sínum ... og tala síðan um kötinn, eins og allt sé honum að kenna.
Örn Einar Hansen, 30.4.2020 kl. 20:30
Fjandans kötturinn ... mjálmaði, af hverju gat hann ekki þegið þögninni góðu ...
Örn Einar Hansen, 30.4.2020 kl. 20:32
Örn Einar, mér finnst það ekki skipta neinu máli hvort þessi veira varð til á tilraunastofu og slapp þaðan út vegna gáleysis, eða hvort verið var að selja leiðurblökur, mýs, eða önnur viðbjóðsleg skriðdýr á einhverjum af þessum götusláturhúsum í Kína.
Til að gæta sanngirni eru þessi götusláturhús ekki bara í Kína, heldur einnig í Tælandi og viðar í Asíu. Það réttlætir að sjálfsögðu ekki markaðina í Kína.
Auðvitað væri best að fá sannleikann fram í málinu, en hver sem skýringin er, þá eru þessir blautmarkaðir tifandi tímasprengjur hvað varðar pestir og vitanlega er veirurannsóknarstofa þar sem kastað er til höndunum hvað varðar öryggi, enn hættulegri tifandi tímasprengja.
Flestar af þessum hættulegu veirum koma frá dýrum og eins og ég hef bent á, þá koma verstu veirurnar frá þessum óhreinu dýrum samkvæmt Mósebókunum.
Theódór Norðkvist, 30.4.2020 kl. 20:46
Þú mátt ekki misskilja mig Theódór. Ég er alls ekki að gera lítið úr reynslu Gyðinga og ég hugsa að reglur þeirra varðandi mataræði hafi reynst vel í gegnum aldirnar. Betur væri að Kínverjar fylgdu slíkum reglum í stað þess að vera að láta ofan í sig allskonar óþverra.
Ég nefndi þetta varðandi lynghænurnar og reiði Drottins hins vegar vegna þess sem Tómas nefndi um þá sem héldu að náttúran væri að senda okkur skilaboð. Það er nefnilega lítill munur á því að eigna náttúrunni slíkar skilaboðasendingar og því að skýra atburði með reiði Drottins. Raunar meikar það meiri sens að nota reiði Drottins sem skýringu því þá er í það minnsta verið að kenna hugsandi veru um atburðinn en ekki náttúrunni, sem ég á erfitt með að trúa að neinn álíti í alvörunni að sé hugsandi vera.
Hefði ég ætlað að gantast með trú Gyðinga hefði ég fremur fjallað um leiðbeiningar Drottins í fjórðu Mósebók um það hvernig mönnum sé best að lækna húsnæði sitt af holdsveiki. En ég ætla ekkert að fjalla um það.
Ég bíð hins vegar spenntur eftir að hann Kristján spyrji kisa sinn að þessu sem ég nefndi áðan, og segi okkur hverju kisi svaraði.
Þorsteinn Siglaugsson, 30.4.2020 kl. 21:06
Þakka ykkur öllum fyrir athugasemdirnar.
Trúarbrögð eru ekki hvað síst tilraunir mannana til að "útskýra heiminn", svona frá mín "guðlausa sjónarhorni".
Margt er þar auðvitað ekki algalið og lífsreglur sniðnar að þeim sem trúarbrögðin voru búin til fyrir.
Í landi sem eldiviður er takmarkaður, er til dæmis mun sniðugra að elda lamb en svín, heilsunnar vegna.
En slíkt hefur ekkert gildi t.d. í Skandínavíu eða A-Evrópu þar sem eldiviður er alla jafna nægur og loftslagið allt annað.
Hreinlæti og annar aðbúnaður er sömuleiðis allur annar. Þess vegna leyfa margir sér að snæða ákfalega léttsteiktan mat.
Flestir forfeður hefðu ekki látið bjóða sér slíkt, nema í algjörri neyð.
Þeir vissu að suðan og steikingin var sóttvörn.
Þannig þróast sagan, þó að sumir kjósi að sitja eftir.
Því miður er það svo t.d. að margir trúarhópar hafa orðið til þess að breiða út Kórónuvírusinn, því þeir telja guð sinn ákveða hvernig hlutirnir þróast.
G. Tómas Gunnarsson, 1.5.2020 kl. 06:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.