Ábyrg forysta sjómannasambandsins

Oft hafa viðræður sjómanna og útgerðarmanna verið erfiðar og sjómenn þekkja það á fá á sig lagasetningu.

En það verður að hrósa forystumönnum sjómanna fyrir að taka ábyrga afstöðu og fresta kjaraviðræðum til haustsins.

Þeir gera sér grein fyrir því að nú er ekki rétti tíminn til að efna til karps um kaup og kjör.  Það er ekki tími til að hóta verkföllum.

Enginn veit hvernig markaðsstaða Íslensks sjávarútvegs verður þegar heimurinn færist í hefðbundnari skorður, hvenær sem það verður.

Hagsmunir sjómanna og útgerðarmanna sameinast í því að best sé að halda flotanum eins virkum og hægt er og semja um breytingar síðar þegar staðan er ljósari.

Skynsemin ræður er gott slagorð, þó að það hafi ef til vill beðið ofurlítinn hnekki þegar Trabant eigendur gerðu það að sínu.


mbl.is Viðræður sjómanna settar á ís
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband