17.4.2020 | 14:25
Diskó fyrir allan peninginn - allan daginn
Það er alltaf eitthvað að gerast í netheimum til að stytta fólki stundirnar. Nú er ég að hlusta á "Virtual Festival", frá Glitterbox hljómplötu- og skemmtifyrirtækinu.
Byrjaði fyrir rétt rúmum klukkutíma, og heldur áfram allan daginn allt til 9 í kvöld að Íslenskum tíma (ef ég hef skilið þetta rétt.
DJ-arnir senda út heiman frá sér, þegar þetta er skrifað hefur Melvo Baptiste lokið sínu og Bob Sinclair er að spila.
Seinna verða Mousse T, Purple Disco Machine, Melon Bomb, Natasha Diggs og hinn eini sanni Todd Terry. Einnig mun verða sýnt "upptekið" efni frá Dimitri from Paris.
Kathy Sledge mun svo eftir því sem mér skilst koma fram í "beinni"
Full þörf fyrir gott "húsdiskó" á föstudegi. Útsendinguna má finna á YouTube og víðar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.